Fréttablaðið - 25.02.2022, Page 14

Fréttablaðið - 25.02.2022, Page 14
Björk útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands síðast- liðið sumar og hefur verið dugleg að skapa sér ýmis verkefni síðan þá, enda segir hún ekki hlaupið að því að fá inni í leikhúsunum á Covid-tímum. Hún hefur bak- grunn í spuna en þegar hún komst ekki inn í Listaháskólann í fyrstu tilraun fór hún á spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur í Improv Ísland. Eftir það varð ekki aftur snúið og hún hefur sýnt spuna með leikhópnum í sex ár. „Ég hélt áfram að sýna með Im prov Ísland á meðan ég var í náminu í Listaháskólanum. Það er svolítið mín leið til að fá útrás og taka lífið ekki of alvarlega. Að geta farið í allra kvikinda líki eina kvöldstund án þess að ritskoða sig,“ segir hún. „Ég hef tvisvar farið með Improv Ísland á stærstu spunahátíð í Bandaríkjunum til að sýna með þeim. Það var ótrúlega góð reynsla. En það var líka góð reynsla að fá að sýna fyrir fullum sal í Þjóðleik- húskjallaranum alla miðvikudaga áður en ég útskrifaðist sem leik- kona. Að læra að vera ekki hrædd við að standa á sviði og gera mistök heldur nýta þau bara í eitthvað gott.“ Björk segir námið í LHÍ hafa verið krefjandi og til þess að komast í gegnum það hafi hún þurft að fara í mikla sjálfsskoðun, vera tilbúin að horfa inn á við og berskjalda sig. „Ég hef alltaf viljað leika. Ég var í Herranótt öll árin mín í MR en ég komst ekki inn í leiklist i Listahá- skólanum fyrr en í þriðju tilraun. Eins og reyndar helmingurinn af bekknum mínum. Ég fór í Improv til þess að verða betri fyrir næstu prufu en ég ætlaði ekkert að verða spunaleikkona líka. Það var bara gjöf í þessum erfiðleikum við að komast inn,“ segir Björk og bætir við að þegar hún loks komst inn í LHÍ hafi hún áttað sig á að svona hafi þetta einfaldlega átt að vera. Hún hafi þurft þennan tíma til að undirbúa sig og nú var hún komin í bekk með rétta fólkinu. Kómískt en stingur í hjartað Björk er hluti af sviðslistahópnum Fullorðið fólk, ásamt Önnulísu Hermannsdóttur vinkonu sinni og leikstjóra. Annalísa útskrifaðist líka frá LHÍ síðastliðið sumar, af sviðshöfundabraut. Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir er framkvæmdastjóri hópsins. „Við ætlum að ferðast um landið í sumar með einleik. Hann heitir Girls and Boys á ensku en íslenski titillinn er Stelpur og strákar. Við fengum Matthías Tryggvason til að þýða verkið fyrir okkur,“ útskýrir Björk, en hún mun leika í verkinu og Annalísa leikstýrir. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Björk og Annalísa halda úti hlaðvarpi saman og spjalla við góða gesti. Björk leikur í einstaklingsverkefni sínu í Listaháskóla Íslands. Björk er nýgift en þau hjónin eru á leið til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar að verða sérnámslæknir í almennum skurðlækn- ingum og hún stefnir á að leika. MYNDIR/ GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Þetta er einleikur eftir Dennis Kelly en Carey Mulligan var sú fyrsta til að leika þetta hlutverk. Björk segist hafa haft samband við umboðsmann Dennis Kelly en bjóst ekki við neinu. Svo fékk hún tölvupóst viku seinna um að hún væri komin með réttinn á verkinu. „Þetta eru svolítið stór fótspor að feta í því Carey Mulligan er náttúrulega geggjuð leikkona. Ég geri mér grein fyrir því hversu stórt verkefni þetta verður. En ég er alveg tilbúin að fá smá áskorun í líf mitt til að stækka sem leikkona og listakona,“ segir Björk ánægð. „Verkið er ofboðslega mikilvæg saga um ofbeldi gegn konum. Ég hlakka til að sýna fólkinu á landinu þetta verk. Það er líka svo skemmtilegt. Það byrjar með kómísku yfirbragði, en það er náttúrulega mín sérgrein eftir að hafa verið í spunanum í sex ár. Svo tekur verkið tvist í miðjunni og fer alveg inn í dramað og stingur mann svolítið í hjartað.“ Æfingar á einleiknum hefjast í mars. Stefnan er að frumsýna hann í Mengi seinni hlutann í maí og leggja svo af stað í ferðalag um landið með hann. „Júlíana, framkvæmdastjórinn okkar, er algjör negla. Hún er búin að vera að skipuleggja ferðina okkar í kringum landið og bóka okkur hér og þar. Við erum búnar að sækja um styrki víðs vegar um landið og erum búnar að fá einn styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það er bara geggjað að fólki skuli vilja styrkja svona verkefni. Við erum svo bara að bíða eftir svörum frá fleiri sjóðum. Mér finnst svo mikilvægt að sýna þennan einleik og líður bara eins og það hafi átt að gerast, af því ég fékk réttinn á verkinu,“ segir Björk spennt. Hlaðvarp um hegðun fólks Þær Björk og Annalísa eru með ýmis fleiri járn í eldinum, en í janúar fóru þær af stað með hlað- varp sem heitir: Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið. „Í hlaðvarpinu erum við að reyna að kryfja hvers vegna fólk gerir það sem það gerir. Hug- myndin kom af því við sóttum um styrk í sviðslistasjóð með verk þar sem okkur langaði að kryfja það af hverju fólk er svona mikil hjarðdýr. Af hverju við erum með svona mikla hjarðhegðun. Út frá því vöknuðu fleiri spurningar eins og: Af hverju er mannfólk að gera alla þessa skrýtnu hluti? Rauði þráðurinn í hlaðvarpinu okkar er þessar spurningar. En við fáum alls kyns fólk til okkar til að spjalla og fræðast,“ segir Björk, en gestir í þáttunum hingað til hafa meðal annars verið leikkonurnar Helga Braga og Halldóra Geirharðsdóttir. „Við spurðum Halldóru Geir- harðs meðal annars af hverju hún vildi verða leikkona og af hverju fólk setti leikara á einhvern stall. En Halldóra útskýrði það vel. Hún talaði meðal annars um að leikarar séu samfélagslegur spegill. Fólk speglar sig í sögunum sem þeir segja. En það er best að hlusta á þáttinn til að heyra hvað hún segir,“ segir Björk. „Sunneva Einars er búin að samþykkja að koma í þáttinn okkar seinna, en hún ætlar að tala við okkur um samfélagsmiðla og hvernig þeir hafa áhrif á sjálfs- myndina. Ari Eldjárn verður líka gestur hjá okkur og fleira skemmti- legt fólk er væntanlegt í þáttinn.“ Þættirnir eru alltaf á mánudög- um klukkan 16.00 á Útvarpi 101 og eru einnig aðgengilegir á helstu streymisveitum. En það er margt fleira á dagskrá hjá Björk en ein- leikur og hlaðvarp. Hún er nýgift og er núna stödd í Bandaríkjunum með manninum sínum sem stefnir að því að verða sérnámslæknir í almennum skurðlækningum þar úti. „Við erum þess vegna að fara að flytja út og ég er þegar búin að tala við einn leikhússtjóra í Dartmouth um að setja einleikinn upp úti. En það er allt á byrjunarstigi. Mark- mið mitt er bara að fá að leika og fá að segja þessar sögur sem eru mikilvægar. Hvort sem það er í Bandaríkjunum eða á Ísafirði.“ ■ Markmið mitt er bara að fá að leika og segja þessar sögur sem eru mikilvægar. Björk Guðmundsdóttir ALLT kynningarblað 2FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.