Fréttablaðið - 25.02.2022, Síða 16
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Verbúðin hefur átt hug og
hjörtu landsmanna undan-
farnar vikur og þeir tekið
ástfóstri við persónur þátt-
anna. Gói Karlsson leikur
Einar, eiginmann Freydísar,
og nutu þau mikilla vinsælda
bæði sem persónur og fyrir
hug sinn til samfélagsins.
Tekið var eftir í þáttunum hversu
vel náðist að fanga tíðarandann,
hvort sem það var samfélagið í
heild, klæðaburðurinn eða mat
seld. Ýmislegt var í boði í þátt
unum sem vakti upp minningar
um drykkjar og matarvenjur fólks
hér árum áður. Við fengum Góa til
að leyfa lesendum að skyggnast
aðeins inn í hans hefðir og siði í
matargerð.
„Við hjónin elskum að búa til og
ekki síður að borða góðan mat. Það
er eitthvað svo ótrúlega heilandi
að standa í eldhúsinu og möndla
einhverja dýrindis máltíð. En við
erum líka ótrúlega dugleg að klára
matinn. Hér er engu hent. Inga,
kona mín, er snillingur í að áætla
magn af því sem við þurfum þann
ig að það er ekki matarskortur á
heimilinu og aldrei sóun, sem er
mjög mikið atriði. En þegar það er
afgangur þá græjum við eitthvað
gott úr honum,“segir Gói.
Geggjuð nostalgía
Gói á sína uppáhaldsrétti sem
minna á níunda áratuginn. „Pytti
panna er auðvitað algjör klassík og
pínu níunda áratugar stemning.
Demba öllu á pönnu og henda svo
kannski einu spældu eggi yfir og
matur gærdagsins umbreytist í
mat dagsins í dag. Ég er reyndar
svo skrítinn að mér finnst fátt
betra en kaldur matur daginn eftir.
Í sérstöku uppáhaldi er steiktur
fiskur í raspi, kaldur daginn eftir.
Set afganginn á brauð, sker kaldar
kartöflur í þunnar sneiðar, steikt
an lauk, remúlaði og súrar gúrkur.
Þetta er hið himneska smørrebrød.
Stundum þegar ég er í miklu stuði
geri ég remúlaðið sjálfur.
Það er pínu eitís nostalgía í þessu
hjá mér því ég man vel eftir þegar
ég fór í Freyjubúðina sem gutti til
að kaupa ýsuflök af Halla og svo
fékk ég að skrifa hjá Konný, algjör
lúxus að vera með kaupmann á
horninu sem hægt var að skrifa hjá.
Það var nú reyndar kaupmaður á
hverju horni þarna sem gerði þetta
enn meiri lúxus. En svo þegar
heim var komið þá velti mamma
flökunum upp úr eggi og raspi
og steikti. Herramannsmatur.
En daginn eftir var hátíð því þá
var steikti fiskurinn borinn fram
Gói elskar kaldan steiktan fisk á smurbrauði
Uppáhaldsrétturinn er brauð með steiktum fiski í raspi með kartöflum og lauk. MYND/AÐSEND
Gói nostrar við réttinn áður en hann er snæddur.
í boði í þáttunum, smökkuðuð þið
allt?
„Drykkina smakkaði ég því
ég þurfti að drekka þá. Ég fékk
ekki tækifæri til að smakka neitt
af því sem var á boðstólum í
þáttunum ef ég man rétt. Borðaði
þeim mun meira af majósam
lokum og drakk enn meira af
kaffi. En kannski er sá matur sem
flestir tóku eftir svikinn héri sem
Harpa bjó til fyrir Grím. Þetta er
auðvitað matur sem var mikið
eldaður á þessum tíma. Þá annað
hvort með kjötfarsi eða hakki.
Svo var beikoni vafið utan um.
Það er nú reyndar saga að segja
frá því að 1992 þá var ég 12 ára og
bauð ömmu og afa í mat. Þá eldaði
ég svikinn héra upp úr einhverri
Disneymatreiðslubók. Þannig að
það eru góðar minningar tengdar
þessum rétti.“
Margir muna eftir bláu bollunni
úr þáttunum. Var hún góð?
„Bláa bollan var ljómandi góð.
Eins og Einar segir í þættinum þá
var ekkert áfengisbragð af henni.
Mig grunar að þau hafi sleppt
því að setja vín í bolluna sem eru
auðvitað glæpsamleg svik við
áhorfendur. Það var eins með
messuvínið sem var bara einhver
sólberjasafi. Allt í plati.“
Smørrebrød með steiktum fiski
Það er auðvitað allt leyfilegt í þess
ari uppskrift og ég mæli með því að
hver og einn geri sína útgáfu. Sam
lokubrauð (má vera gróft brauð
og ég hef líka notað sólkjarnarúg
brauð sem er mjög gott með þessu).
Mér finnst gott að smyrja brauð
ið með Dijonsinnepi en það er
einfaldlega vegna þess að ég elska
sinnep. Það kemur líka svo gott
bragð og pínu kikk af því. Svo set ég
fiskinn ofan á. Ég sker kartöflurnar
í þunnar sneiðar. Það má alveg
sleppa kartöflunum. Kaldar kart
öflur með köldum steiktum fiski
er mjög gott. Mæli með. Svo er það
sletta af remúlaði. Steiktur laukur.
Oftast steiki ég hann sjálfur. Gott
að láta hann brúnast alveg þannig
að hann er á mörkunum að brenna.
Þetta er spurning um sekúndu
milli fullkomnunar og hryllings.
Þannig að um leið og laukurinn fer
að taka lit þarf að fylgjast vel með
og vera tilbúinn að kippa honum
af pönnunni. Ég steiki hann upp úr
smá olíu og smjöri.
Að lokum súrar gúrkur. Sýran
með steikta fiskinum og lauknum
býr til hið fullkomna bragð.
Búmm, ja! Tilbúið! Ég ætla ekki
að gera lítið úr þessu því þetta er
svo fljótlegt og einfalt, það er yfir
leitt alltaf best. n
á brauði. Ég hljóp heim úr skól
anum og pabbi græjaði þetta fyrir
okkur í hádeginu. Þannig að það
er geggjuð nost algía tengd þessari
uppskrift.“
Einar borðaði aldrei í mynd
„Maturinn sem við fengum á
tökustað Verbúðarinnar var ekki í
anda tímabilsins. Það var nú bara
strangheiðarlegur matur, sam
lokur, ávextir og nóg af kaffi. Þetta
er svona standard á setti. Kaffi
og majó. Ég held að Einar bless
aður borði aldrei í mynd en hann
drekkur kaffi og reykir ótæpilega
og svo drekkur hann auðvitað
sódastream með bragðefni og svo
auðvitað bláu bolluna.“
Ýmiss konar matur og drykkur er FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Velferðarþj nusta
Fimmtudaginn 3. mars gefur Fréttablaðið út sérblað um Velferðarþjónustu.
Innan elferð rþjónustu eiga heima heimahjúkrun, velferðartækni,
fjarheilbrigðisþjónusta, sjúkraþjálfun, endurhæfing, hjálpartæki og annað
se snýr að eldri borgur m og langveikum, en einnig margt sem viðkemur
börnum. Síðustu 22 mánuðir hafa verið afar sérstakir svo ekki sé meira
sagt og viljum við gera allri velferðarþjónustu góð skil.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við:
Jóhann Waage, sölu- og markaðsfulltrúa
Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is
ALLT kynningarblað 4FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2022