Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 20
KR svæðið - Frostaskjól 2-6 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 9. febrúar 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 10. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir KR svæðið. Í tillögunni felast markmið um að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta og þjónustubygginga. Auk þess eru áform um að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Háaleitisbraut 1 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 2. febrúar 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 10. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1. Í breytingunni felst að í stað skrifstofuhúsnæðis í suðaustur hluta lóðarinnar kemur nýtt íbúðarhús með 27 íbúðum. Íbúðir á reitnum verða því samtals 74. Bíla- og hjólastæðakröfur breytast m.t.t. fjölda íbúða og núverandi byggingar, Valhallar, en skilgreiningar per íbúð/fm. helst óbreytt, ásamt því að byggingarmagn eykst óverulega. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Geirsgata 9 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 2. febrúar 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 10. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsen reits vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu. Í breytingunni felst að skipulagssvæði Vesturbugtar er stækkað þannig að Geirsgata 9 verði hluti af reit 8 á skipulagssvæðinu ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit í anda verbúðanna við Geirsgötu 3-7. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vesturbæjarsundlaug Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 2. febrúar 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 10. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar. Í breytingunni felst að lóðarmörk við Einimel 18-26 eru færð út sem nemur 3,1 m og minnkar lóð Vesturbæjarlaugar sem því nemur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 26. janúar 2022 og borgarráðs Reykjavíkur þann 3. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Í breytingunni felst að greinargerð deiliskipulagsins er uppfærð í samræmi við þessa breytingartillögu og fyrri breytingu, dags. 25. janúar 2021. Deiliskipulagið er samræmt við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Lóðarmörkum Laugavegs nr. 107 er breytt þannig að lóðin nær eingöngu utan um núverandi hús (Hlemmur mathöll) ásamt byggingarreit A (viðbygging). Þremur nýjum lóðum er bætt inn á torgsvæðið, tvær lóðir utan um byggingarreiti C og D auk þess að stofnuð er lóð fyrir dreifistöð rafveitu við Þverholt. Byggingareitir C og D, þar með lóðir þeirra, færðir í sundur. Bætt er við byggingareitum fyrir sorpskýli á borgarlandi og sérskilmálum um nýtingu. Byggingarreitur E fyrir djúpgáma er felldur út. Reitur undir hjólaskýli, H, á norðurhluta Rauðarárstíg stækkaður. Skerpt er á sérskilmálum byggingareita og nú lóða til að endurspegla frekar tillögu hönnuða Hlemmtorgs. Sérrými almenningssamgangna og hjólastígum á Hverfisgötu er hliðrað lítillega til að koma lóðum betur fyrir. Breyttir skilmálar fyrir setsvæði og svið. Reitur biðstöðvarsvæðis almenningssamgangna breytt í byggingareit og reitur stækkaður til austurs. Bætt er við frekari upplýsingum um stöðu fornleifa á svæðinu. Byggingareit R+H við Þverholt breytt í reit R2 fyrir veitumannvirki og tæknibúnað og ný lóð, Laugavegur nr. 122, stofnuð undir reitinn. Bætt er við byggingareit fyrir almenningssalerni norðan við Hlemm, Laugaveg nr. 107. Bætt er við umfjöllun um samræmi við frumdragaskýrslu Borgarlínu lotu 1. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:30 – 16:00 frá 25. febrúar 2022 til og með 8. apríl 2022. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 8. apríl 2022. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 25. febrúar 2022 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgarverkfræðingu Borgarverkfræðingur Hagde ld Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipula ssvið Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi og tillögur að breyttu deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 9. febrúar sl. að auglýsa eftirfarandi skipulagsmál: Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Breytingin snýr að afmörkun svæðis og legu umferðatenginga. Ásland 4 og 5 norðan Ásvallabrautar verða Ásland 4. Nýtt deiliskipulag fyrir Ásland 4 Á skipulagssvæðinu, sem er 44 ha, er gert ráð fyrir íbúðarbyggð og leikskóla. Alls er um að ræða 542 íbúðir í blandaðri byggð sérbýla og fjölbýla, eins til þriggja hæða. Tillögurnar verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 25.02.22 Einnig er hægt er að skoða skipulagstillögurnar á hfj.is/skipulag Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað eigi síðar en 08.04.2022 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver: Auglýsing um skipulag Hafnarfjarðarbær hafnarfjordur.is Hafnarfjarðarbær bt. umhverfis- og skipulagssvið Strandgötu 6 220 Hafnarfjörður Tilkynningar Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is BÍÓBÆRINN FÖSTUDAGA KL. 20.00 ENDURSÝNDUR Á LAUGARDÖGUM KL. 19.30 8 SMÁAUGLÝSINGAR 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.