Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 11

Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 11
Hand- snyrting 1. Byrjið á að fjarlægja gamalt lakk með naglalakkeyði. Sverfið negl- urnar með sandpappírsþjöl. Haldið þjölinni þannig, að hún nemi við nöglina innanverða og sverfið að miðju. Sverfið ekki fram og aftur — við það geta neglurnar auðveldlega rifnað. 2. Dýfið fingrunum í ylvolgt sápuvatn. Þurrkið vandlega og berið nagla- bandaolíu á naglaböndin. Ýtið naglabandinu varlega upp með trépinna með bómull á endanum. 3. Berið olíu eða krem á hendurnar og núið vel kringum naglaböndin. Því lengur því betra. Dýfið fingrunum aftur í sápuvatnið og burstið með naglabursta. Þerrið hendurnar og berið á handáburð. Fjarlægið þá fitu, sem e. t. v. hefur orðið eftir á nöglunum, með naglalakkeyði. Lakkið neglurnar með þunnu lagi af undirlakki, sem styrkir neglumar og kemur í veg fyrir, að litlakkið springi. 4. Nú getum við byrjað á að lakka með litlakkinu. Það nægir að lakka tvisvar, ef við notum venjulegt lakk, en þrisvar, ef notað er perlu- móðurlakk. Lakkið eins og myndin sýnir. Lakkið að lokum með yfir- lakki, sem á að hlífa litlakkinu. Ef þér hafið mjög veikar neglur, ætti að lakka aftur með yfirlakki. Það styrkir neglurnar. Athugum nú olnbogana. Er húðin þar grá og þurr? Ef svo er, fáum við okkur tvær smáskálar með sápuvatni eða upphitaðri olívuolíu, ef hún er við höndina og látum olnbogana hvíla í þeim um stund, t. d. meðan við lesum greinina. Ekki eru öllum gefnar lýtalausar hendur og neglur. En allir geta haft vel snyrtar hendur. Og enginn hefur svo slæmar neglur að gefa þurfi upp á bátinn. Það fyrirfinnast meðul við bæði mjúkum og stökkum nöglum. — Það stoðar þó ekki, að þér skundið í næstu snyrtivöruverzlun, kaupið dýrt krem og hugsið sem svo, að nú skuli neglumar svo sannar- lega vaxa og batna. Nei, hendur og neglur þarf fyrst og fremst að hirða vandlega. Gefið yður aðeins smástund fyrir handsnyrtingu vikulega og þér munuð gleðjast yfir breytingum til batnaðar. Hversu oft sjáum við ekki konur, klæddar samkvæmt nýjustu tzíku, með nýlagt hár, en illa hirtar neglur. Myndin orkar í heild ekki 'oein- línis aðlaðandi. Bezta ráðið til að fá mjúkar hendur og fallegar neglur er að verða sér úti um rétt hjálparmeðul. Listinn um það, sem til þarf, virðist e. t. v. langur og dýr, en gætið að, hve lengi hinir ýmsu hlutir endast yður. Ef þér geymið öll naglsnyrtiáhöld á einum stað, er auðveldara að finna hvem einstakan hlut, þegar á þarf að halda. Undirstaða snyrtingarinnar er regluleg notkun á góðu handkremi, sem þér núið vandlega inn í núð- ina, helzt eftir hvem handþvott. Mörgum þykir erfitt að vinna hússtörf með gúmmíhanzka á höndun- um, en e. t. v. stafar þetta aðeins af óvana. Hanzkarnir hlífa höndunum til mikilla muna. Ef til vill líkar yður ekki naglalakk, en lakkið hlífir þó nöglunum, og þér getið valið ólitað lakk eða daufan, rósrauðan lit. * Þetta þurfið þér til handsnyrtingar: Trépinna. Bómull. Sandpappírsþjöl. Naglalakkeyði. Góðan naglabursta. Naglabandaeyði (leysir upp hörð naglabönd). Naglabandakrem eða olíu (heldur naglaböndunum mjúkum). Undirlakk. Naglalakk, litað eða ólitað. Yfirlakk. Handkrem. Litla skál með volgu vatni. Framhaldið er ekki erfitt, ef þér fylgið þessum einföldu ráðum, sem hér eru gefin. Mikilvægasti hluti naglarinnar er sá, sem liggur undir naglabandinu. Þessi hluti verður að fá bæði loft og næringu. Ýtið naglabandinu upp með bómull og trépinna. Við þetta vaxa neglurnar hraðar og verða sterk- ari. Laus naglabönd getum við klippt með þar til gerðri töng. Hafið þér stökkar neglur? Eruð þér vissar um, að þér sverfið þær rétt? Notið sandpappírsþjöl, eins og myndin sýnir. Það er líka mikilvægt að nudda naglaböndin. Það eykur blóðstreymið að nöglunum og þær vaxa þar af leiðandi hraðara. ___ ík Og þá er komið að olnbogahirðingunni, sem við minntumst á í upphafi. Nú þegar olnbogarnir hafa hvílt í vatni um stund, þerrið þér þá og berið á feitt krem, eins, þegar þér farið í bað. Matur í janúar Allir eru sammála um það, að í janúar þurfi að spara. Desembermán- uður er flestum dýrasti mánuður árs- ins. Þegar við ætlum að spara við matarkaup. verðum við að gæta vel að okkur, þar sem ekki er sama hvar sparað er. Janúar er einn dimmasti og kaldasti mánuður ársins hjá okkur, þess vegna verðum við að gefa fjölskyldu okkar góðan og hollan mat, svo það er ekki sama hvað við kaupum fyrir matar- peningana. Margar húsmæður hafa tekið mikið slátur s.l. haust og geymt það ýmist í frysti eða súr. Berið fram heitt soðið eða steikt slátur einu sinni í viku í stað kjötmáltíðar. Berið með því soðnar rófur, soðnar kartöflur, hrærðar rófur, hræðar kartöflur, kart- öflujafning eða grænmetisjafning. Steikt súrt slátur er einnig mjög gott. Safnið saman öllum afgöngum af grófu brauði og búið til brauðsúpu. Rjúk- andi heit brauðsúpa með þeyttum rjóma eða rjómablandi út á er góður matur á köldum vetrardegi. Bragð- bætið gjarnan súpuna með sítrónusafa. Súpan verður bragðbetri á því og einn- ig fáum við C-vítamín úr sítrónunni. Safnið saman öllum foanskbrauðaf- göngum, þurrkið þá og myljið, og notið sem rasp. í sumum kjötbúðum er hægt að fá ódýr bein. Sjóðið góða kraftsúpu af beinunum. Sjóðið með allt það grænmeti sem til er á þessum árstíma. Berið með súpunni ristað brauð með osti eða heitt ostabrauð. í janúar höf- um við hrogn og lifur og það ættum við að borða sem oftast þann stutta tíma sem við eigum kost á því. Að vísu eru hrogn nokkuð dýr matur en eins og ég sagði áðan er ekki sama hvað við fáum fyrir peningana. Ef við t.d. kaupum stórt hrogn og sjóðum það til miðdegisverðar ásamt nýjum fiski og lifur má nota afganginn af hrogninu til kvöldverðar. Skerið þá hrognið i sneiðar og brúnið það á pönnu ásamt lauk og kartöfluafgöngum og berið þetta fram með brúnuðu smjöri og sítrónusneiðum eða remulaðisósu. Notið sítrónur til matargerðar eins mikið og kostur er, á þessum árstíma. Búið t. d. til sítrónusósu og hafið með soðnum fiski í staðinn fyrir þessa eilífu bræddu feiti. Sósan er búin til á þann hátt að bökuð er upp venjulcg hvít sósa, þynnt mcð fisksoði og mjólk og bragðbætt með sítrónusafa og sykri. Gætið þess vel ef þið notið safa aðeins úr V-i sítrónu að geyma hinn helmrnginn með aluminiumpappír eða þunnu plasti yfir sárinu, til þess að hún þorni ekki og missi vítamíninnihald sitt. Gulrófur ættum við að nota meira en gert er hér á landi. Gulrófan er mjög C-vítamínauðug og auk bess haldast C- vítamínin óvenjulega vel í henni við suðu og niðurskurð í salöt. Gulrófur ættum við því að nota sem oftast á þessum árstíma bæði í hrá salöt og einnig soðnar. Mjög gott er að bera soðnar gulrófur fram með soðnum fiski t.d. saltfiski ásamt soðnum kartöflum. Mun ódýrara er að kaupa þurrkaðan saltfisk og leggja hann í bleyti, heldur en að kaupa hann útbleyttan í fiskbúð- um. Margar húsmæður kaupa kjöt í heil- um skrokkum. Aðrar kvarta yfir því að feitustu bitarnir verði afgangs og kjöt- ið nýtist þannig ekki. Sjóðið þá kæfu úr feitustu bitunum og búið til rúllu- pylsu úr slögunum, þá fer ekkert til spillis. Síld ættum við að borða sem oftast. Þegar ný síld fæst í fiskbúðunum ætt- um við að notfæra okkur hana því hún er bæði holl og ódýr. Nýja síld má matbúa á margan hátt. Margir kvarta undan beinunum. Þá má hakka hana og búa til síldarbollur og steikja þær í smjörlíki og borða þær með soðn- um kartöflum og hráu grænmetissalati. Avexti ættum við að hafa á borðum eftir fjárhagsgetu hvers og eins. A þessum ársíma ættum við að leggja mesta áherzlu á appelsínur. Og munið svo — lýsisflöskuna á morgunverðar- borðið á hverjum degi. Ein matskeið af lýsi á mann, börn og fullorðna. 3

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.