Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 13

Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 13
v/i Ef sleifin hefur tillineyg ingu til að detta ofan í pottinn, þegar þið sjóðið sultu, ættuð þið að setja þvottaklemmu á sleifina. í»á er vandinn leystur. Plasthylkin utan af tann- burstunum er tilvalið að nota til að geyma í heklunálar, öryggisnælur, stoppnálar o. þ. h. Áður en skór með ljós- um þræðingum eru burstaðir fyrsta sinni, er hægt að bera litlaust naglalakk á þræðinguna svo að hun taki ekki í sig skóáburð. Ef smelltu eyrnalokkarri- ir vilja særa eyrun, skul- uð þið líma froðugúm innan á smelluna. Dífið gúmhringjunum í þeytta eggjahvítu áður en þeir eru látnir á sultu- krukkurnar. Ef ykkur finnst liturinn á eplamaukinu ekki nógu fallegur, er gott ráð að láta í það askorbínsýru, 1 gramm í 1 kg af mauki. Það er auðveldara að af- hýða eplin, ef þau eru Játin sem snöggvast ofan í sjóðandi vatn. Þá fer ekki eins mikið til spillis af eplinu sjálfu. ÞJÁIST ÞÚ AF VAN MÁTTAR KEN N D? Það væri synd að segja, að allir sjúkdóm- ar œttu sér likamlegar orsakir einvörð- ungu. Lœknar gera æ meira að því að leita hinnar salrœnu undirrótar sem ligg- ur einatt að baki og veldur likamlegum meinsemdum. Streita, taugaspenna, ósjálf- ráður kviði, niðurbceldar tilfinningar, allt getur þetta brotizt út i margs konar myndum sem likamlegir kvillar. Og þeir lceknast sjaldan að fullu fyrr en sjálf höf- uðorsökin er fundin og hin sálrcena trufl- un leyst. Vanmáttarkennd er ein þessara ísmeygi- legu tilfinninga sem buizt geta ýmislegum dulargervum og leynt sinu rétta eðli. Við þekkjum öll feimið og ístöðulitið fólk sem dregur sig inn i andlega skel og fcer aldrei notið sin sakir upþburðaleysis og vantrú- ar á eigiö gildi. Það er vanmáttarkennd i augljósustu mynd sinni. Og þá höfum við séð fólk sem eiliflega er að gorta af ágceti sínu og hcefileikum og blása sig upp eins og þvi sé lifsnauðsyn að vera stöðugt að sannfcera aðra um, að það sé mikið merkisfólk. Þar kemur van- máttarkenndin fram dulbúin. SAGA JÓNU / þetta sinn skulum við taka dcemi úr daglega lifinu um venjulega og augljósa vanmáttarkennd. Við getum kallað stúlk- una Jónu. Þegar Jóna var fimm ára gömul, missti hún móður sina, og skömmu siðar kvœnt- ist faðir hennar ekkju sem átti eina dótt- ur. Faðir Jónu var veiklyndur að eðlisfari, en nýja eiginkonan ráðrik og afbrýðisöm. Hún hafði ýmugust á vesalings Jónu litiu frá fyrstu stund og notaði hvert tcekifceri til að auðmýkja hana og finna að öllu sem hún sagði og gerði. Hún kallaði hana „heimska", „klunnalega“ og „ólaglega". Telpan var ncemgeðja og óframfcerin, og þegar hún fékk ekki annað en snuprur og háðsglósur i stað hvatningar þeirrar er móðir hennar hafði gefið henni, missti hún brátt það litla sjálfstraust sem hún hafði þó haft. Ef hún hitti ókunnugt fólk eða var innan um marga, fór hún hjá sér og varð ringluð, kom varla uþp orði og tók það ákaflega ncerri sér að vera þessi „umskipt- ingur“. Þegar hún lauk skólanámi og byrjaði að vinna á skrifstofu, var hún orðin svo beygð af sifelldri gagnrýni stjúpu sinnar, að liún trúði því sjálf, að hún vceri heimsk, óaðlaðandi og stæði öðru fólki að baki. RÁFAÐI UM EINSÖMUL Þetta varð til þess, að hún forðaðist fólk eins mikið og hún gat og einangrað- ist af þeim sökum æ meir. Jafnvel þótt liún væri i raun og veru góðum hæfileik- um gædd, fékk hún sjaldan eða aldrei verkefni við sitt hæfi, heldur var fleygt i hana alls konar leiðindastörfum sem eng- inn annar nennti að fást við. Hún hœkk- aði lieldur ekki í stöðu vegna þess að hún þótti „óhœf til að umgangast fólk“. í mat- artímanum ráfaði hún um einsömul á götunum eða sökkti sér niður i bók. Lif hennar var daþurt og einmanalegt, og hún skipti tima sinum milli skrifstofunn- ar þar sem hún vann sin störf ein úti i horni og talaði ekki við nokkurn mann og heimilisins þar sem hún fékkst við bóklestur. Að visu átti sú afþreying eftir að koma henni að góðum notum siðar, því að hún las ágætar og fróðlegar bækur sem vöktu persónuleika hennar smám saman til lífsins. HÚN GLEYMDIST Það var smáatvik i skrifstofulifinu sem rótaði loks við sjálfstæðisþörf hennar. 1 ráði var að halda samsæti fyrir allt starfs- fólk fyrirtækisins, og Jóna ákvað, að i þetta sinn skyldi hún taka á sig rögg og fara liká. Aður hafði hún forðazt allar slíkar samkomur og alltaf setið heima. En þegar stundin rann upp, kom i Ijós, að Jóna hafði gleymzt. Engum hafði dottið í hug, að hún myndi láta sjá sig fremur en endranœr, og hvert sæti var skipað. Jóna lét sem ekkert væri og fór heim, en hún var djúpt særð. Og allt i einu skildi hún, að þetta var hennar eigin sök. „Fyrst ég kunni ekki að meta neitt hjá sjálfri mér, gat ég tœplega ætlazt til, að aðrir gerðu það,“ sagði hún. „Ég fann, að mig skorti algerlega sjálfsvirðingu, og ég hugsaði með mér, að nú dygði ekki annað en gera uþpreisn og berjast gegn þessum bjánalegu tilfinningum minum." framh. á bls. 7

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.