Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 16

Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 16
FISKRÉTTIR Steikt flök með sveppasósu Notið flök af flatfiski. Sósan: Saxið ca. 300 g af sveppum og steikið þá í smjöri. Stráið dál. af hveiti yfir þá og þynnið síðan með mjólk eða rjóma. Haldið sósunni heitri. Stráið salti á 8 lítil fiskflök og ieggið þau saman tvö og tvö með sveppasósu á milli. Fest saman með trépinna. Pensluð með samanþeyttu eggi og velt upp úr raspi krydduðu með salti og pipar. Lótið standa um stund, en síðan steikt við vægan hita þar til fiskurinn er fallega þrúnaður og gegnsteikt- ur. Hitið kókosfeiti (palmín) í potti. Feitin er mátulega heit þegar sýður líflega og bólar kringum franskþrauðsbita, sem látinn er í feitina. Látið þurra steinselju í sigti eða vírkörfu og látið það ofan í feitina um stund. Gætið þess að steinseljan verði ekki of dökk, því þá þragðast hún ekki eins og hún væri steikt, heldur brennd. Stein- seljan látin á eldhúspappír, sem sýgur feitina í sig. Fiskflökin látin á fat og skreytt með steinseljunni og því sem eftir var af sveppa- sósunni. Soðnar kartöflur bornar með. Þessi uppskrift er óætluð fyrir tjóra. Fiskrúllur steiktar í ofni I þennan rétt eru notuð 8 kola- eða lúðuflök. Fiskflökin vætt með sítrónusafa. Salti og pipar stráð á þau ásamt einhverju grænu blaðkryddi, t. d. steinselju og smjörklatta og þau vafin upp. Lögð í vel smurt mót. Raspi og rifnum osti stráð yfir ásamt smjörþitum. Látið í 225 gráðu heitan ofn. Eftir u. þ. b. 10 mín. er 1 /z dl af rjóma hellt í fatið og steikt áfram í 10—15 min. Yfir vetrarmánuð- ina mó nota þurrkað blaðkrydd í staðinn fyrir nýtt. Hvítkálssalat borið með: 4 dl fíntsaxað hvítkál — 2—3 niður- soðnar paprikur, saxaðar — safi úr 1 Yz appelsínu. Kaldur þorskur Sjóðið lög: 4 msk edik — 6 piparkorn — 6 dl vatn — 6 korn allra- handa — 1 lárviðarlauf — 3 msk sykur— 1 laukur skorinn í sneiðar. Þorskflökin stráð salti, dýft i mjólk, velt upp úr hveiti, síðan úr samanþeyttu eggi og að lokum er þeim velt upp úr raspi. Steikt við vægan hita þar til þau eru fallega brún. Fiskurinn lagður á fat og skreyttur með lauk- og paprikuhringum. Siið löginn og hellið honum yfir fiskinn og látið standa þar til fiskurinn er orðinn kaldur. Borinn fram með heitum kartöflum. Fiskur með grænmeti í þennan rétt er notaður frosinn fiskur, ein eða tvær fiskblokkir (ýsa eða þorskur). Fiskurinn penslaður á öllum hliðum með saman- þeyttu eggi. Velt upp úr raspi, salti og pipar. Brúnið smjörlíki ó pönnu og leggið fiskinn á pönnuna og steikið í 8—10 mín. Steiktur jafnlengi á hinni hliðinni. Aætlið að fiskurinn þurfi ca. 20 mín. til að gegnsteikjast, ath. með prjóni. Látið lok á pönnuna hluta af þeim tima, sem tekur að steikja fiskinn. Grænmetið: Skerið einn lauk, eina græna og eina rauða papriku í hringi. Panna eða pottur er núið með skornum hvítlauk og laukur og paprika steikt í olíu án þess þó að brúnast. 3—4 tómatar fláðir og skornir í bita og látnir saman við. Soðið þar til þetta þykknar. Kryddað með salti, pipar og steinselju. Steikt smólúða með tómatsósu í þennan rétt má nota heila smólúðu eða flök, nýja eða hrað- frysta. Fiskinum velt upp úr samanþeyttu eggi og raspi, sem krydd- að er með salti og pipar. Steikt við fremur vægan hita þar til fisk- urinn er fallega brúnaður. Saxið lauk og látið hann verða glæran og gegnsoðinn í blöndu af ollu og smjöri. Saxið tómata og klippið steinselju og látið saman við laukinn. Þetta látið malla þar til það þykknar. Kryddað með salti, pipar, timian og paprikudufti. Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum. Skreytt með sítrónu- bátum, minnst einum „bát" á mann. Reiknið með 6 tómötum og 2 laukum fyrir fjóra. Ef notaðir eru niðursoðnir tómatar þá hellið því mesta af leginum frá áður en tómatarnir eru látnir i pottinn með lauknum. 8 Ábm.: Sigurjón Kristinsson Setberg prentaði

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.