Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 15

Eldhúsbókin - 10.01.1970, Blaðsíða 15
r GÓÐ HEILSA ER GULLI BETRI Þjáist þú af vanmáttarkennd? (framh. af bls. 5) Hún baðst fyrir, og hún reyndi sjálfs- sefjun, en það var eins og hún œtti i höggi við ósýnilegan andstceðing. Þegar hún var ein, leið henni vel, en um leið og hún var köfnin innan um annað fólk, hvarf hún aftur inn i skelina. FALLEGRI EN KLARA Kvöld eitt var hún á gangi eftir götunni þegar hún hitti Klöru stjúpsystur sina og ungan mann sem með henni var. Klara kynnti þau hvort fyrir öðru, en Jóna taut- aði einhverja afsökun og hvarf á brott, hið skjótasta. Nokkrum dögum seinna var hún að leita sér að bók i safninu þegar glaðleg rödd sagði fyrir aftan hana: „Get ég orðið þér að liðiT' Jóna cetlaði alveg niður úr gólfinu af feimni, en þetta var sami ungi maðurinn og Klara hafði verið með. Hún reyndi að komast undan með þvi að segjast verða að flýta sér heim. Þá kvaðst hann skyldu fylgja henni. Hún var of reynslulaus og vandrceðaleg til að geta afþakkað boðið, og á leiðinni heim mcettu þau Klöru sem varð strax afbrýðisöm og bálreið. Ungi maðurinn varð heimagangur hjá þeim, en hann sóttist meira eftir félags- skap Jónu en Klöru. Fyrir bragðið varð ncestum ólíft á heimilinu fyrir rifrildi og skömmum. Klara dró ekki dul á gremju sína, stjúpmóðirin varð enn kuldalegri en áður, og á endanum flutti Klara að heim- an og fékk sér_ vinnu í annarri borg. Ungi maðurinn fylgdi henni á járn- brautarstöðina og lét þess getið, að sér þcetti fyrir því að hafa orðið til að valda óþcegindum innan fjölskyldunnar. Jóna hlustaði þegjandi, en gat að síðustu ekki á sér setið lengur. „Hvers vegna léztu eins og þú tcekir mig fram yfir Klöru?“ spurði hún cest. „Þurftirðu að vera að gera gys að mérY‘ Hann hló dátt. „Þú ert nú meiri kján- inn! Eg er miklu hrifnari af þér en henni.“ Og um leið og lestin rann af stað V__________________________________________ Hjá lækninum Fullorðnir hafa — eða eiga að hafa — 32 tennur. Tönnin hefur rót og krónu, sem tannhálsinn tegnir saman. Tannrótin situr föst í kjálkanum, tann- hálsinn er þakinn af tannholdi, og krónan ætti að vera mjallahvít, og mynda ásamt hinum tönnunum fallegan tanngarð. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sára- fátt fulltíða fólk nú á tímum hefur galla- lausar tennur. Tönnin situr í kjálkanum eins og í grópi, tannholunni. Að utan er rótin klædd bein- lagi. Úr því greinast slíðurtrefjar, sem tengja tönnina við kjálkabeinið. Tönnin er vandlega felld og fest í tanngróp sitt, án þess að vera gróin við það. Oft kemur fyrir að tennur losna þótt þær séu óskemmdar. Sjúkdómur, paradentose, veldur þvi. Tennur geta þó losnað af fleiri orsökum, algengust er bólga í tannholdi. Það losnar þá frá tönninni, og smápoki myndast milli tannar og tannholds. í poka þennan safnast bcetti hann við: „Og þrátt fyrir þessa hrœðilegu hárgreiðslu þina og fötin sem þú gengur i ertu mörgurn sinnum fallegri en Klara.“ SÁLFRÆBI OG DÁLEIBSl.A Jóna sá, að honum var alvara, og hún varð alveg agndofa, þvi að fram að þessu hafði hún alltaf álitið sig vera sérstak- lega ólaglega og klunnalega manneskju. Hún sat og hugleiddi þetta í lestinni og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði verið að eyðileggja fyrir sjálfri sér með því að ganga ósmekklega til fara og gera alltaf svona litið úr sér. Hún fór að lesa kvennablöð og fylgjast með tizkunni, og hún keypti sér falleg föt og leitaði ráða hjá snyrtisérfræðingum og fyrsta flokks hárgreiðslumeistara. Sér til undrunar og ósegjanlegrar gleði komst hún að þvi, að útlit hennar var i rauninni óvenjulega aðlaðandi þegar hún tók að leggja rcekt. við það, en hún varð ósjálfrátt vandræðaleg innati um annað fólk og gat ekki notið sín þegar margir voru viðstaddir. Enda þótt hún vœri ein- mana og þráði að eignast vini, var henni ómögulegt að venja sig af að forðast fólk sem hún hefði getað stofnað til kunn- ingsskaþar við. í kvennablöðunum las hún ýmsar greinar með sálfræðilegum ráðleggingum sem vöktu áhuga hennar, og hún leitaði upþi bœkur um sálfræði á bókasöfnunum og fann þar skýringar á sálarástandi sinu og tilfinningalegum hömlum. Hún gerði sér Ijóst, að hún var enn undir djúpum sefjunaráhrifum frá stjiipu sinni. Hún hegðaði sér eins og hún væri „heimsk", „klunnaleg" og „ólagleg", þótt hún vissi i rauninni, að hún var það alls ekki. En vanmáttarkenndin var orðin svo rótgróin i eðli hennar, að henni var um megn að sigrast á neikvæðum hömlum i undirvitund sinni. Þá las liún um konu nokkra sem átt hafði í miklum erfiðleikum sakir upp- burðaleysis og ótta. Sú kona hafði lækn- azt við dáleiðslu. Jóna sá, að lýsingin á ásigkomulagi hennar var hliðstæð þvi sem hún hafði sjálf átt við að striða, og hún gerði sér grein fyrir, að dáleiðsla myndi vera leiðin til að komast djúpt ofan í undirvitundina og þurrka út neikvœðu tilfinningarnar og hugmyndirnar sem stjúpa hennar hafði gróðursett þar. Hún las allt sem hún náði i um dá- leiðslu, en fór samt ekki á fund dávalds, vegna þess að hún vildi fremur öðlast aukið vald yfir sjálfri sér en afsala sér þvi i hendur annars aðila, jafnvel þótt aðeins væri um stundarsakir. VANMÁTTARKENNDIN HORFIN Þá fékk hún að vita, að hægt væri að nota kerfisbundna sjálfssefjun i sama til- gangi, og hún leitaði ráða hjá kunnum dávaldi og sálfræðingi sem kenndi henni aðferðina til þess. Hann hjálpaði henni til að eyða áhrifum hinna neikvœðu sefj- ana frá stjúpunni og beindi hugsun henn- ar inn á nýja og jákvæða braut. Hömlurnar í undirvitund hennar hurfu smátt og smátt, og Jóna fann, að þvi frjálslegri sem hún varð i viðmóti, þeim mun auðveldara reyndist henni að kynn- ast fólki og eignast vini. Og að sama skapi gat hún notað sjálfssefjun sina með betri árangri þegar hún sannreyndi jafn- óðum áhrifamátt hennar. Nú er Jóna orðin sjálfstæð og örugg i framkomu, og enginn sem kynnist henni gœti imyndað sér, að fyrir tveim—þremur árum hafi hún „horfið i fjöldann" og jafnan vakið litla athygli. Hún er komin i prýðilega stöðu síðan hæfileikar hennar fengu loks að njóta sin, og hún er vissu- lega heillandi kona og allt annað en „heimsk", „klunnaleg" eða „ólagleg". Van- máttarkennd hennar er horfin, og hún er bæði vel metin og vinsæl. En hún gleymir aldrei þvi sem hún átti við að striða með- an hún var fangi í búri eigin hugmynda, og hún gerir sér far um að hjálpa öðrum sem likt er ástatt fyrir, hvetja þá og hug- hreysta. Hún hefur sannað i lifi sinu hvernig sjálfssefjun getur áorkað breyl- ingum er virðast i ætt við kraftaverk, og með því að virkja mátt hugans hefur hún öðlazt sálarró, sjálfsöryggi og lífsánægju. Aff hverju losna tennurnar? matarafgangar, sem rotna og skemma vef- inn, sem heldur tönninni fastri. Heilbrigt tannhold fellur fast að tönninni og myndar þríhyrninga milli hinna einstöku tanna og lokar þétt svo ekkert kemst milli tannanna. Ef tannholdið bólgnar, myndast pokar og tannholdið losnar. Oft þrútnar það og vill stundum blæða úr því. Smám saman losna svo tennurnar. Það villir um, að þetta verður án þess að gera boð á undan sér. Enginn sársauki fylg- ir, og ekki ber á neinu fyrr en um seinan. Annað mál er, af farið er reglulega til tann- læknis, og hann uppgötvar sjúkdóminn á byrjunarstigi. Bæði tannlos og tannskemmdir eru menn- ingarsjúkdómar. Margir frumstæðir þjóð- flokkar, sem lifa á einfaldri fæðu, hafa óskemmdar tennur og tannhold til dauða- dags. Aðalorsökin fyrir tannsjúkdómum okkar er rangt fæði. Við notum tennurnar ekki nógu mikið. Nútíma matur er of mjúkur undir tönn, og of sætur. Rúgbrauð, harð- fiskur, rófur og annað harðmeti hæfir tönn- unum og heldur þeim við. Kökur, grautur, kjötbollur og þess háttar kemur tönnum og tannholdi að engu gagni. Tannholdið lýtur sömu lögmálum og vöðvarnir. Sé það ekki notað rýrnar það. Hafi tennurnar á annað borð losnað, er ekki hægt að festa þær á nýjan leik. Því verður að lækna sjúkt tannhold í tæka tíð, áður en tennurnar losna. Tannlæknirinn getur það. Annað mál er að sjálfsagt er að gera allt til að halda tannholdinu heilbrigðu. Þótt ekki sé kleift að taka upp aftur frumstæða fæðu, skyldum við daglega tyggja eitthvað hart, svo sem hart brauð, gulrætur og fleira. Tannholdið á að nudda með tannburstanum, en á réttan hátt svo ekki sé gerður meiri skaði en gagn.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.