Fréttablaðið - 09.03.2022, Side 6
Skuldahlutfall evru
svæðisins er hátt eftir
faraldurinn, í mörgum
löndum yfir 100 pró
sent.
Ég tel síður líklegt að
Rússar hefðu gert
innrás í Úkraínu út af
Evrópusambands
aðild.
Hilmar Þór
Hilmarsson,
prófessor við HA
Selenskí forseti undirritaði formlega umsókn um Evrópusambands aðild í upphafi innrásarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Úkraína hefur sótt um aðild
að Evrópusambandinu en
það mun reynast flókið mál.
Ekki aðeins vegna þess að
innrásarher sækir að helstu
borgum landsins heldur einn-
ig vegna stöðunnar innan
sambandsins.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Innganga Úkraínu í Evr-
ópusambandið er f lókið mál, sem
hefði átt að vera í forgangi fyrir
mörgum árum ef Úkraína ætlaði
sér þangað inn, að sögn Hilmars-
Þórs Hilmarssonar, prófessors
við viðskipta- og raunfræðideild
Háskólans á Akureyri. Eftir að inn-
rás Rússa hófst sóttu stjórnvöld
Úkraínu formlega um aðild að Evr-
ópusambandinu en frá 2008 hefur
aðild að Atlantshafsbandalaginu
verið í forgangi.
„Ég tel síður líklegt að Rússar
hefðu gert innrás í Úkraínu út
af Evrópusambandsaðild,“ segir
Hilmar. Evrópusambandið sé ekki
með sameiginlegan her eða lögreglu
og ógni öryggishagsmunum Rússa
síður.
Í dag er innganga Úkraínu í Evr-
ópu hins vegar ekki einfalt mál, ekki
einu sinni ef þar væri friður. Því að
Evrópa er efnahagslega löskuð eftir
Covid-faraldurinn og Úkraína er
stórt og fjölmennt land, með 44
milljónir íbúa.
„Evrusvæðið er með mjög slæma
skuldastöðu eftir Covid og það
myndi þýða mikla útgjaldaaukn-
ingu fyrir Evrópusambandið að
fara að byggja upp Úkraínu,“ segir
Hilmar. „Mitt mat er að þetta myndi
taka mörg ár, hugsanlega áratugi.
Jafnvel þó að Úkraína hafi mikla
samúð og velvild núna þá er þetta
svo stórt land og mikið sem þarf að
gera.“
Í faraldrinum skipti meira máli
að bjarga lífi og heilsu fólks en
að halda rekstri ríkissjóða í jafn-
vægi. Samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins má skuldahlutfall af
vergri landsframleiðslu ekki fara
yfir 60 prósent. Það er 115 prósent í
Frakklandi, 120 á Spáni, 154 á Ítalíu
og meira að segja komið yfir 70 í
Þýskalandi.
Inna n Ev rópu sa mba nd sins
ríkir einnig spenna milli vestur-
og austurblokkarinnar. Austrið er
fátækara og vill styrki en vestrið
er varla í stakk búið til að veita
slíka aðstoð núna. Pólland er með
52 Evrópuþingmenn og Úkraína
sem fjölmennara land yrði stærsta
landið í austurblokkinni með flesta
þingmenn.
Hilmar telur að lönd eins og
Þýskaland yrðu ekki spennt að fá
Úkraínu inn með miklu hraði. En
þó sé þetta verkefni sem vilji væri til
að hefja. Opna þyrfti samninga í 35
köflum og sjá hvað Úkraína þyrfti
að gera og hvaða aðlögunartíma
landið fengi.
Algjör stöðnun hefur ríkt í Úkra-
ínu undanfarin 30 ár og landið
hefur lægri verga landsframleiðslu
á mann nú en árið 1991 þegar
Sovétríkin féllu. Á sama tíma hefur
efnahagur landa eins og Póllands og
Lettlands batnað mikið.
Hilmar segir mikilvægast fyrir
Úkraínu núna að fá fullan aðgang að
sameiginlegum mörkuðum Evrópu-
sambandsins, fá fjárfestingastyrki,
aðstoð við að byggja upp opinberar
stofnanir og aðstoð við að takast á
við spillingu. Þessu er hægt að byrja
á fyrir formlega ESB-aðild.
„Úkraína er land þar sem er
nánast engin erlend fjárfesting.
Það myndi breytast þegar erlendir
fjárfestar sæju að landið væri farið
að ræða við Evrópusambandið,“
segir Hilmar. Alþjóðastofnanir hafi
þekkingu og reynslu af því að takast
á við spillingu , til dæmis aðstoðaði
Alþjóðabankinn við þetta í Eystra-
saltsríkjunum.
Í dag ráði hins vegar óvissan ríkj-
um í Úkraínu. Enginn veit hversu
lengi stríðið varir en ljóst sé að það
muni vera mikið högg fyrir efnahag
landsins. Orkustríð Vesturveldanna
og Rússlands hafi líka slæm áhrif
því að Úkraína hafi miklar tekjur
af f lutningi gass frá Rússlandi til
Evrópu. Nú er gas notað sem vopn
af Rússum og NATO var algerlega
óviðbúið að bregðast við því. ■
Hefðu átt að einbeita sér að ESB-aðild fyrr
Verg landsframleiðsla á mann á föstu verðlagi dollara árið 2017
0
10.000
20.000
30.000
40.000
50.000
60.000
70.000
1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019 2021
Finnland Ísland Lettland Pólland Úkraína
gar@frettabladid.is
ORKUMÁL Framk væmdastjórn
Evrópusambandsins vill minnka
notkun aðildarlanda sinna á gasi frá
Rússlandi um tvo þriðju hluta áður
en þetta ár er á enda og gera álfuna
óháða gasi og olíu frá Rússlandi fyrir
árið 2030. Um þessi áform var til-
kynnt í gær.
Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu
hefur verð á olíu og gasi hækkað
mjög mikið. Bætast þær hækkanir
við fyrri verðhækkanir sem orðið
höfðu fyrir innrásina.
Áætlun ESB, sem nefnd er
REPowerEU, á að fela í sér ódýrari og
áreiðanlegri orku fyrir Evrópu og er
ætlað að koma til móts við kröfur í
loftslagsmálum. Í aðalatriðum snú-
ast áformin um fjölbreyttari leiðir
við kaup á gasi, um að flýta áætlun-
um um endurnýjanlega orkugjafa
og skipta út gasi sem eldsneyti til
hitunar og raforkuframleiðslu.
Reyndar hafa lönd Evrópusam-
bandsins á liðnum áratug dregið úr
orkukaupum frá Rússum um þriðj-
ung. Verðmæti þeirra viðskipta var
148 milljarðar evra árið 2011 en 99
milljarðar evra á árinu 2021. ■
Minnka notkun á gasi frá Rússlandi
Rússar standa frammi fyrir verkefnaskorti fyrir gasleiðslur sínar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Áætlun ESB, sem nefnd
er REPowerEU, á að
fela í sér ódýrari og
áreiðanlegri orku.
d
SÓL Á TENERIFE & KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
TENERIFE
14. - 21. MARS - 7 DAGAR
SPRING HOTEL BITACORA 4*
VERÐ FRÁ 140.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 188.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
KANARÍ
29. MARS - 11. APRÍL - 13 DAGAR
ABORA BUENAVENTURA 4*
VERÐ FRÁ 157.500 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 196.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
HÁLFT
FÆÐI
HÁLFT
FÆÐI
Dollarar
6 Fréttir 9. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ