Fréttablaðið - 09.03.2022, Side 11

Fréttablaðið - 09.03.2022, Side 11
Hér er í reynd verið að hverfa frá grund- vallar stefnumarkmiði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá stofnun flokksins en þá var heitið afdráttar- lausri andstöðu við veru Íslands í hernað- arbandalaginu NATÓ. Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Þótti mörgum nóg um þá hernaðaruppbyggingu sem þegar hafði verið heimiluð af hálfu íslenskra stjórnvalda en nú skal enn bætt í svo um munar. Og sem táknrænan gjörning í tengsl- um við innrás Rússa í Úkraínu er svo að skilja að svokallað loft- rýmiseftirlit f lugherja NATÓ-ríkja frá íslenskum flugvöllum hafi verið aukið og þá væntanlega í þeim til- gangi að sýna hernaðarbandalagið hnykla vöðvana. Ráðherrar í ríkisstjórninni draga hvergi af sér að lýsa yfir „þverpólit- ískri samstöðu“ með NATÓ og sýnir Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð þann stuðning jafnt í orði sem á borði þótt enn sjáist þess ekki stað í stefnuskrám. Veruleikinn birtist í verkunum. Nóg um það að sinni að öðru leyti en því að benda á að hér er í reynd verið að hverfa frá grundvallar stefnumarkmiði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá stofnun f lokksins en þá var heitið afdráttarlausri and- stöðu við veru Íslands í hernaðar- bandalaginu NATÓ, hvað þá við hernaðaruppbyggingu á Íslandi, árásarþotur og setulið í landinu. Stigmögnun víbúnaðar Við höfum nú fengið það staðfest eina ferðina enn á óhugnanlegan hátt hvað það þýðir að búa í heimi þar sem vopnin ráða: þar sem fólki er talin trú um að því öflugri mann- drápstæki til staðar þeim mun meira öryggi á þeim stað. Ef þetta er svona þá hljótum við að taka því vel þegar „okkar lið“ fjárfestir í enn f leiri sprengjum og enn öflugri eld- f laugum enda markmiðið að sögn að tryggja frið og öryggi. Sama gerist svo hjá „óvinalið- inu“. Og eftir að allir hafa gert sitt besta til að verja sig og sína með f leiri vopnum verður til það sem í kalda stríðinu var kallað „ógnar- jafnvægi.“ Nema að staðreyndin er sú að aldrei mun verða til það jafn- vægi sem sóst var eftir því breyskir eru þeir menn sem hafa putta sína á gikkjunum. Sennilega eru það ein- mitt þeir menn sem síst er á treyst- andi sem þar koma nærri. Ráð öldunga Þess vegna hafa þeir sameinast, hvor í sínu lagi, öldungarnir Henry Kissinger og Michael Gorbachov, að beina því til kjarnorkuvelda heims- ins og þá ekki síst sinna eigin heima- landa, Bandaríkjanna og Rússlands, þar sem þeir höfðu verið í aðalhlut- verkum, að leggja öll kjarnorku- vopn til hliðar, afmá þau með öllu. Ísland í NATO og her um kjurrt? Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð Meint ógnarjafnvægi gerir svo meira en að látast tryggja öryggi okkar. Það gerir okkur ofurseld þeim sem slíkt öryggi veita; ofur- seld handhöfum vopnanna. Við þær aðstæður sem nú eru uppi ætti von okkar að vera sú að almenningur í Rússlandi rísi upp, hinn almenni Rússi, hermaðurinn á vígvellinum, fólkið á götunni. Fréttir berast að örli á slíkum hrær- ingum. Vildu ekki vinna fólki mein Þannig var Víetnam stríðið stöðv- að, Bandaríkin töpuðu í Víetnam þegar almenningur reis upp og hermennirnir vildu ekki lengur berjast. „Veistu af hverju hætt var að segja frá mannfalli í Víetnam stríðinu?“ spurði bandarískur her- maður þegar við vöktum saman í svefnklefa í næturlest frá London til Edinborgar um 1970. Ég hlust- aði alla nóttina, hann talaði og var mikið niðri fyrir. „Það var vegna þess að þegar við fórum vígbúnir út í leiðangra til að drepa fólk þá hugsuðum við um það eitt að halda lífi, földum okkur og lugum síðan til um hve marga við hefðum fellt. Þetta var ekki okkar stríð. Við vild- um ekki vinna þessu fólki mein.” Hagsmunir hernaðar Það er her naðarhyg g jan sem þarf að víkja, það þarf að kveðja vopnin. Við þurfum að minnast orða Dwights Eisenhower, hers- höfðingjans úr seinna stríði sem varð forseti Bandaríkjanna. Hann kvaddi þjóð sína að loknum for- setaferli sínum með orðum á þessa leið: Valdastofnanir samfélags- ins þurfa að vera á verði gagnvart ásælni vopnaiðnaðar og hern- aðarhagsmuna. Vald sem þaðan sprettur getur leitt til hrikalegra hörmunga og minnumst þess að áhrifin frá þessum öf lum eru til staðar og verða til staðar. Varla er að undra að nú skuli berast fréttir af stórfelldri hækkun á hlutabréfum í hergagnaiðnaði. Árásarflugvélar á Íslandi án umræðu Þróunin er ógnvænleg og hefur hún fengið allt of litla gagnrýna umfjöllun á síðustu tímum. Það var sem slökkt væri á allri slíkri umræðu þegar tvíburaturnarnir í New York voru sprengdir í byrjun þessarar aldar. Öll gagnrýni á hernaðarhyggju og baráttuna við hryðjuverk var gerð tortryggileg. Og til Íslands hefur þessi þöggun teygt anga sína og er nú svo komið sem áður segir að her er nánast umræðulaust farinn að hreiðra um sig á Íslandi, meðal annars með árásarf lugvélum sem bera kjarnorkuvopn. Og á Alþingi er hernaðarhyggja NATÓ dásömuð. Sú sama hyggja og hefur átt þátt í að leiða okkur út á þá bjargbrún sem við stöndum á nú eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sígild krafa og skynsamleg Sú var tíðin að heimurinn, almenn- ingur og f lest ef ekki öll ríki heims, óttuðust kjarnorkuvopn í alvöru og höguðu sér samkvæmt því. Slökun á spennu var mál málanna og í kjöl- farið takmörkun vígbúnaðar. Sá tími virðist vera liðinn. Ráð væri að ganga í smiðju manna á borð við Eisenhower, jafnvel Kiss- inger og Gorbatsjof og miklu fleiri sem lagst hafa gegn falskenningum ógnarjafnvægisins og tala nú máli afvopnunar. Á Íslandi ættum við að sýna for- dæmi, bægja öllum hernaðartólum frá landinu undir gamalli kröfu en að mínu mati sígildri: Ísland úr NATÓ, herinn burt! n Morgunfundur Markaðsstofu Kópavogs og Íslandsbanka. Markaðsstofa Kópavogs og Íslandsbanki bjóða forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi til morgunfundar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka fara yfir nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2022-2024, svara spurningum og ræða við gesti. Efnahagshorfur 2022 til 2024 Útibú Íslandsbanka. Hagasmára 3, 1. hæð í Norðurturni Smáralindar. 10. mars 8:30 til 9:30 Boðið verður upp á léttan morgunverð. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti. markadsstofa@kopavogur.is Markaðsstofa Kópavogs Í nóvember 2019 var Leikfélagið Hugleikur að gera það sem því fer best: Að frumsýna nýjan söng- leik eftir einn af félögum sínum, Þórunni Guðmundsdóttur, sem auk handrits samdi bæði tónlist og söngtexta. Söngleikurinn Gesta- gangur var sérlega metnaðarfull uppsetning, með þrjátíu leikurum og hljóðfæraleikurum auk einvala tækniliðs. Flytjendur voru á öllum aldri og kynjadreifingin jöfn, sumir að stíga sín fyrstu skref á leiksviði og aðrir með áratuga reynslu. Sýnt var fyrir fullu húsi, enda frábær blanda gleði og sorgar, með söng, dansi og húmor að hætti Hugleiks. Mikill hugur var í félaginu og spennandi verkefni fram undan. Um svipað leyti fór hins vegar að bera á áður óþekktri veiki í Wuhan í Kína. Leikfélagið Hugleikur hefur verið starfandi í nærri 38 ár og hefur þá sérstöðu að vera eina íslenska leik- félagið sem einungis setur á svið frumsamin verk eigin félaga. Það hefur frumsýnt hátt í 50 leikrit í fullri lengd, gjarnan með söngvum, auk rúmlega 180 frumsaminna stuttverka. Hjá Hugleik hafa f jölmargir sem síðar gerðust atvinnumenn í menningu og listum tekið sín fyrstu skref; leikarar, leikstjórar, höfundar og tónlistarmenn. Félag- ið hefur verið fastur þáttur í menn- ingarlífi höfuðborgarinnar og hlaut 2006 sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Á tímum samkomutakmarkana sýndi félagið útsjónarsemi við að halda starfinu gangandi; leiklistar- námskeið með sóttvarnagrímum og nálægðartakmörkunum, nám- skeið að hluta með fjarfundasniði og stuttverkadagskrár leiknar fyrir handfylli áhorfenda í sal og með netstreymi. Óneitanlega tapaðist vindur úr seglum í ástandinu, en félagið er nú að ná (sviðs)vopnum sínum á ný. Hugleikur hefur notið stuðnings frá Reykjavíkurborg, þótt hann hafi farið smám saman lækkandi. Þannig var samanlagður styrkur síðastliðinna tveggja ára innan við helmingur af því sem hann var árin 2004-2005 miðað við verðlagsþró- un. Í fyrra var styrkurinn raunar lægri en það sem félagið greiddi í fasteignagjöld og lóðarleigu til borgarinnar. Í byrjun þessa árs var félaginu tilkynnt að umsóknum þess um menningarstyrki frá Reykjavíkur- borg hefði verið hafnað. Þar með virðist ljóst að Hugleikur geti ekki lengur rekið æfinga- og geymslu- húsnæði félagsins og þar með lam- ist í raun starf félagsins. Svipaða sögu virðist vera að segja í nágrannasveitarfélögum, áhuga- leikfélög eru að missa þann stuðn- ing sem þeim er nauðsyn og eru í kröggum eftir mögur ár. Það er hins vegar ekki ljóst hvað á að koma í stað þess grasrótar- starfs sem leikfélögin sinna og er í orði kveðnu ein af megináherslum þeirrar menningarstefnu sem Reykjavíkurborg hefur mótað – að allir íbúar fái jöfn tækifæri til þess að njóta lista og menningar, bæði sem þátttakendur í listsköpun og sem neytendur lista. Þar eru fáir sem í raun veita eins greiðan aðgang að þátttöku og íslensk áhugaleikfélög hafa gert. Leiklistin hefur sýnt sig að vera áhugamál sem myndar samfélag. Leikfélagið Hugleikur skorar á Reykjavíkurborg og önnur sveitar- félög að láta ekki áhugaleiklistina deyja út vegna áhugaleysis, heldur hlúa að henni – nú þegar hún þarf mest á stuðningi að halda. n Er enginn áhugi á leiklistinni? Þórarinn Stefánsson formaður Hugleiks MIÐVIKUDAGUR 9. mars 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.