Fréttablaðið - 09.03.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 09.03.2022, Síða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Ég segi oft að krummi sé eins og karlarnir; þeir koma alltaf aftur þangað sem er gott að borða,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir og skellihlær. Elva er áhugaljósmyndari sem hefur náð stórkostlegum myndum af fuglum, hestum og fleiri dýrum, en líka bílum og mótorfákum. „Ég elska hraða og allt sem fer hratt, eins og bíla í kvartmílu og mótorsporti, en á sama hátt nýt ég þess að fara ein með sjálfri mér út í kyrrð náttúrunnar og taka myndir af fuglum. Þolinmæði er reyndar ekki ein af mínum vöggugjöfum en furðulegt nokk þá finnst mér ótrúlega heilandi að sitja tímunum saman og taka myndir af kríunni. Það er svo sannarlega þolinmæðis- vinna sem fylgir mikil slökun, og hreint mögnuð upplifun að fylgjast með því hvernig krían hagar sér í tilhugalífinu og með ungana sína. Við erum stundum á sama stað að taka myndir, ég og annar karl sem hefur gaman af fuglum, og þegar ég mæti með myndavélina segir hann jafnan: „Núnú, er vor- boðinn kominn?“ og þá er það ég. Það sama á sér stað í sambandi við bílana og bílasportið, og mér finnst bara sætt og hef bara gaman af því að vera kölluð vorboðinn,“ segir Elva og hlær að öllu saman. Skömmuð fyrir bílamyndirnar Elva fékk myndavéladellu þegar hún sleit barnsskónum í Laugar- nesinu. „Þá átti ég gamaldags Kodak- myndavél með flasskubbum og tók myndir af vinkonum mínum í afmælum, kökum og blöðrum. Þegar ég var rétt komin af unglingsaldri fór ég á djammið á Hótel Íslandi og tók myndir af því sem fyrir augu bar, framkallaði allt saman og á fullt af albúmum með fólki sem ég tók myndir af að skemmta sér á níunda áratugnum,“ segir Elva um spennandi heimildir úr skemmtanalífi landsmanna. Hún er sjálfmenntuð í ljós- myndun og með einstakt auga fyrir myndefni. „Eins og ég er frökk að eðlis- fari býr með mér óöryggi yfir því að geta ekki lært ljósmyndun á við aðra, og það kom í veg fyrir að ég íhugaði ljósmyndanám á sínum tíma. Mér fannst ég ekki eiga erindi. Ég er óskaplega næm og nota gjarnan þriðja augað við myndatökurnar. Ég sé annað en aðrir sjá og það sést oft á mynd- unum mínum, eins og af augum hrossa sem eru djúpir speglar sálarinnar. Líka þegar ég byrjaði að taka myndir af bílum. Þá var ég skömmuð fyrir að taka myndir af afturenda bíla, í gegnum hliðar- glugga þeirra eða spegla, og strák- arnir sögðu mig þá taka asnalegar bílamyndir, en nú eru allir farnir að taka þannig myndir í dag.“ Í vinfengi við kríurnar Elva segist eins og kamelljón sem skiptir um ham eftir því hvernig landið liggur hverju sinni. „Ég get sett mig í hvers kyns aðstæður og stellingar og geri það, enda tek ég myndavél, fugla og bíla fram yfir flest annað til skemmt- unar. Að fara út til að taka myndir gerir mig frjálsa og ég finn fyrir öryggistilfinningu að vera með myndavélina á mér. Sumir nota aðrar hækjur, eins og til dæmis að fara út að reykja, en myndavélin er mér til halds og trausts. Hún fyllir mig öryggi því þá hef ég eitthvað fyrir stafni. Því fer ég á deit með Nikon-vélinni minni og það er mín heilun og líkamsrækt; það skerpir bæði einbeitingu og hugann.“ Helsta áhugamál Elvu með Nikon eru krummar og bílar, en hægt er að skoða fádæma flottar bílamyndir hennar á Facebook-síð- unni, Bílaljósmyndir Elvu Hrannar. „Í upphafi var krummi númer eitt, tvö og þrjú, enda elska ég krumma. Hrafnar eru dyntóttir en maður getur vanið þá til sín og þegar ég átti heima í Efra- Breiðholti vandi ég einn til mín á pallinn á aðeins viku og hann kom alltaf á sama tíma að fá sér lifrar- pylsu. Síðan heillaði krían mig, þegar ég fylgdist með henni gefa ungunum sínum og hvernig ung- arnir þekktu móður sína langar leiðir þegar hún kom til þeirra með matinn,“ segir Elva sem hefur tekið myndir af varptíma kría undan- farin ár, þegar þær maka sig, búa til hreiður og koma ungum sínum á legg. „Krían er árásargjörn en hún hefur aldrei ráðist á mig. Svo settist maður við hlið mér til að spjalla nærri kríunum og ein krían sveif að og skeit á hann, en ekki mig. Hún virtist þekkja mig og líta á mig sem vinveitta þótt ég væri vopnuð myndavélinni,“ segir Elva og hlær dátt að minningunni. Harðneskjulegt augnablik Í mestu dálæti hjá Elvu sjálfri er mynd sem hún tók af fyrsta barna- barninu sínu. „Á meðgöngu var fóstrið kallað tásluálfurinn og þegar drengur fæddist tók ég myndir af táslunum hans þar sem mamma hans mynd- aði hjarta með höndunum,“ segir Elva sem stundum er beðin um að taka myndir af óléttum konum og börnum, líka veisluhöldum, brúð- kaupum og afmælum. „Ég á erfitt með að gera upp á milli kríu- og krummamyndanna. Krían er montin af sjálfri sér og þegar vatnsflöturinn er spegil- sléttur má sjá hana sýna listir sínar og spegla sig í vatninu. Hún er hörð af sér, hefur óviðjafnanlega flugfimi, er sneggri en hinir fugl- arnir og getur flogið á bakinu með hausinn niður en magann upp. Það er strembið að ná góðum myndum af kríum því þær eru snarar í snún- ingum og getur ein góð mynd tekið marga klukkutíma. Þannig mæti ég stundum í kríuvarpið að morgni og tek strætó heim klukkan sex að kvöldi, með fullt af myndum en þó ekki margar sem standa upp úr.“ Elva náði magnaðri mynd af máv sem veiddi sér kríuunga í gogginn og má sjá hér á síðunni. „Það var harðneskjulegt augna- blik og þótt þetta sé gangur lífsins og náttúrunnar varð það samt helvíti hart. Ég var nýbúin að taka myndir af unganum sem beið mömmu sinnar með æti en svo stakk helvítis mávurinn sér niður, greip ungann í gogginn og á eftir flaug mamman og stakk mávinn í bakið. Mikið sjónarspil og lífs- barátta,“ segir Elva og víst er að myndefnið er stórbrotið. „Mér þykir alltaf jafn gaman að fara á deit með Nikon og fanga jafnt fugla og flotta bíla. Ég er svo mikil mamma og amma í mér, og sækist því kannski mest í að taka myndir af fuglum með unga smá. Það hefur hins vegar verið lítið um að vera í bílasportinu vegna Covid undanfarin tvö ár en hver veit nema það komi með vorboðanum mér?“ glensar Elva kát. n Elva nýtur þess að fara á stefnumót með Nikon-mynda- vélinni sem hún segir hina bestu líkams- rækt, heilun og slökun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Mávur, nýbúinn að veiða sér galandi kríuunga í gogginn. Krummi er í sérstöku dálæti hjá Elvu sem hefur auga fyrir fallegum pörum. Á veturna tekur Elva stundum myndir af álft- um og hér náði hún eftirsóknar- verðu hjarta hjá ástföngnu svanspari. Elva segir gaman að fylgjast með hégómagirni kría sem gjarnan spegli sig í stilltum vatns- fleti og njóti þess að dást að fimi sinni og flugsnilli í spegluninni. FUGLAMYNDIR/ ELVA HRÖNN GUÐ- BJARTSDÓTTIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Eins og ég er frökk að eðlisfari býr í mér óöryggi sem kom í veg fyrir að ég íhugaði ljósmyndanám á sínum tíma. Mér fannst ég ekki eiga erindi. Elva Hrönn Guðbjartsdóttir 2 kynningarblað A L LT 9. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.