Fréttablaðið - 09.03.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.03.2022, Blaðsíða 21
Toyota sótti um einkaleyfi á bein- skiptingu fyrir rafbíla á dögunum sem líkir eftir eiginleikum beinskipt- ingar. Með meiri tækniþróun fram­ leiðenda eru mörkin á milli beinskiptinga og sjálfskipt­ inga orðin óskýrari. Lönd Evr­ ópu hafa mörg hver ákveðið að úrelda brunahreyfla fyrir 2030 og þar af leiðandi munu beinskiptir bílar hverfa í framhaldinu, eða hvað? njall@frettabladid.is Ford hefur sótt um einkaleyfi á kúp­ lingslausri beinskiptingu, þar sem kúplingin er í raun og veru sjálfvirk gegnum gírstöng er nemur þrýsting. Tölva sér um að reikna út hversu mikið kúplingin er notuð eftir vélar­ snúningi og hraða bílsins, en einnig hraða átaksins á gírstöngina og mun kerfið geta leyft mjög hraðar gír­ skiptingar. Gírkassinn er festur við vélarblokkina, segir í útskýringum með umsókninni, sem þýðir að um brunahreyfil sé að ræða. Ford von­ ast til að geta einfaldað notkun bein­ skiptingar með þessum hætti og gert hana vinsæla aftur. Toyota sótti einnig um einkaleyfi fyrir beinskiptingu á dögunum, en hún er fyrir rafbíla. Líkir skiptingin eftir beinskiptingu og er búin gír­ stöng og meira að segja kúplings­ pedal, sem ásamt hugbúnaði líkir eftir akstri beinskipts bíls. Samt sem áður er aðeins um eitt gangstig að ræða en aflinu er stjórnað með þeim hætti að það líkir eftir akstri beinskipt bíls, þannig að „fyrsti gír­ inn“ fær meira tog en „sjötti gírinn“ fær meiri hámarkshraða sem tekur lengri tíma að vinna upp, líkt og í beinskiptum bensínbíl. Á Íslandi hefur þróunin verið þannig að beinskiptir bílar eru aðeins um 5 prósent nýrra bíla og fara þeir f lestir á bílaleigur. Sífellt f leiri ökunemar velja líka að taka frekar próf á sjálfskiptan bíl eftir að það varð möguleiki, þar sem eng­ inn beinskiptur bíll er á heimilinu. Líkur eru á því að beinskiptingin verði því sjaldgæf undantekning í bílum á næsta áratug. ■ Hvenær er sjálfskipt beinskipt og öfugt? Beinskiptingin er að verða sjaldséðari með hverju árinu og þá sérstaklega hér á Íslandi þar sem 95 prósent bíla eru seld með sjálfskiptingu. MYND/SKJÁSKOT Langt húdd og breiðar hjólaskálar eru einkenni GT-bílsins. MYND/MERCEDES njall@frettabladid.is Í framhaldi af frumsýningu SL Roadster­sportbílsins kemur Merce­ des­AMG með aðra kynslóð AMG GT sem keppa mun við Porsche 911. Hann verður á sama MSA­undir­ vagni og SL­inn en sá undirvagn mun leyfa fjórhjóladrif. Vélin verð­ ur V8­bensínvél með tveimur for­ jöppum og mun skila meira en 600 hestöflum í GT 63­útgáfunni. Með það afl og fjórhjóladrif er lík­ legt að bíllinn verði innan við 3,5 sekúndur í hundraðið. Náðst hafa nokkrar njósnamyndir af bílnum við prófanir sem sýnir bíl með meiri halla á afturrúðu, en ekki er vitað enn þá hvort það þýði að hann verði fjögurra sæta eins og SL eða tveggja sæta. Bíllinn verður allavega frum­ sýndur í lok árs, en hann fer í sölu snemma á næsta ári. ■ Enn öflugri Mercedes-AMG GT á leiðinni Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is Demparar fyr i r þá kröfuhörðu! Demparar á lager í margar gerði r ökutækja m.a. Fólksbí la - Jeppa - Vörubí la - F lutningabí la - Rútur Náðst hafa nokkrar njósnamyndir af bílnum við prófanir sem sýnir bíl með meiri halla á afturrúðu en ekki er enn vitað hvort hann verði fjögurra sæta eða tveggja sæta. BÍLABLAÐIÐ 7MIÐVIKUDAGUR 9. mars 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.