Fréttablaðið - 09.03.2022, Qupperneq 24
Í innréttingu er
endurunnið pólý
ester sem nota má aftur
og aftur.
Pétur Símonarson í Vatns-
koti átti eitt sinn Harley-
Davidson-mótorhjól sem
hann hafði með sér frá Dan-
mörku eftir seinni heims-
styrjöldina. Hjólið er nú
komið aftur til landsins eftir
viðdvöl á Spáni.
njall@frettabladid.is
Frystihúsið bílasafn er afar sérstakt
bílasafn sem rekið er í gömlu frysti-
húsi á Breiðdalsvík og var opnað á
síðasta ári. Þar eru geymdir nokkrir
merkilegir bílar eins og hinn frægi
Gerlach-bíll til að mynda. Safnið
hefur nú fest kaup á grip sem Pétur
Símonarson í Vatnskoti átti, en það
er Harley-Davidson-mótorhjól af
árgerðinni 1931. Pétur var lands-
þekktur fyrir smíði sína á ýmsum
óvenjulegum farartækjum og
meðal annars smíðaði hann tvo
vélsleða sitt hvorum megin við
síðari heimsstyrjöldina og notaði
til þess mótor og fleira úr gömlum
flugvélum. Einnig smíðaði hann
snjóhjól upp úr eldgömlu Ariel-
mótorhjóli sem hann fór á upp á
Skjaldbreið árið 1937 og notaði sem
fararkost á vetrum, auk vatnabáts
sem var með mótor úr gömlu Har-
ley-Davidson-mótorhjóli. Hjólið
sem hér um ræðir eignaðist hann
hins vegar í Danmörku þegar hann
lokaðist þar inni vegna stríðsins, en
hann kom heim aftur 1945.
„Ég var mjög hissa þegar ég
frétti af því að þetta hjól væri til,
en ég hafði verið að birta mynd
af vélsleðanum á Facebook þegar
haft var samband við mig,“ segir
Kári. Hjólið var komið til Spánar
þar sem það var í eigu íslenskrar
konu en er nú komið til landsins
aftur. „Mér finnst frábært að við
séum búin að fá þennan grip,“
segir Ómar, „en maður hafði oft
séð þennan grip á myndum í
albúmunum hans pabba.“ Helga
tekur undir með bróður sínum
og segist oft hafa velt því fyrir sér
hvað hafi orðið af hjólinu.
Hjólið verður einn af helstu
Safn í safninu um þúsundþjalasmiðinn Pétur
Frá vinstri: Ing-
ólfur Finnsson,
Helga Hrönn
Melsteð, Ómar
Melsteð og Kári
Aðalsteinsson
en það er Helga
Melsteð sem
tekur að sér
að fjámagna
kaupin á hjólinu.
MYND/TRYGGVI
ÞORMÓÐSSON
Pétur stendur hér ásamt systur sinni
við fyrri sleðann sem hann smíðaði
1937 en mótorinn úr honum er til en
hann kom úr Vífilsstaðaflugvélinni.
Pétur situr hér á hjólinu úti í Dan-
mörku skömmu áður en hann kom
með gripinn hingað til lands.
Pétur og Fríða á hjólinu eftir að það kom til Íslands og er þetta í fyrsta skipti
sem þessi mynd er birt, en myndin mun prýða safnið þegar þar að kemur.
gripum safnsins og til stendur að
hafa sérstaka deild um Pétur þar.
„Það á svo sem eftir að þróa hug-
myndina aðeins, en líklega verður
þetta eins konar safn í safninu,“
segir Ingólfur. „Ef það eru einhvers
staðar munir eftir Pétur utan fjöl-
skyldunnar hefðum við auðvitað
gaman af því að heyra af þeim
og fá að sýna þá,“ sagði Ingólfur
enn fremur. Búast má við hjólinu
á safnið í sumar og því kjörið
tækifæri fyrir áhugafólk um flott
farartæki að kíkja við á safninu á
Breiðdalsvík. n
njall@frettabladid.is
Polestar hefur frumsýnt nýjan
tilraunabíl sem er sportbíll með
opnanlegu þaki. Í grunninn
notast hann við sama undirvagn og
Polestar 5 og gæti því allt eins orðið
framleiðslubíll eins og hann, en sá
var áður tilraunabíllinn Precept.
Hönnuðir Polestar breyttu raf-
hlöðu Polestar 5 þannig að hjólhaf
hans er 400 mm styttra, en 02 mun
þó geta notast við fjórhjóladrif og
haft sömu stærð af rafhlöðu.
Sætin í bílnum eru fjögur en bíll-
inn er 4.700 mm að lengd sem gerir
hann svipaðan að stærð og BMW 4
Coupe. Ef bíllinn fer í framleiðslu
er líklegt að það verði ekki fyrr en í
fyrsta lagi árið 2025, á eftir Polestar
3 og 4. Einnig verður hann með
næstu kynslóð af endurvinnan-
legum efnum, en þau eru ekki alveg
tilbúin til framleiðslu heldur að
sögn Thomas Ingenlath, forstjóra
Polestar. Um er að ræða endurunn-
ið pólýester fyrir alla mýkri hluta
bílsins sem einfaldar endurvinnslu
bílsins sjálfs til muna. n
Polestar kynnir 02-tilraunabílinn
Polestar 02 er fjögurra sæta sportbíll sem hægt er að opna á þakið en óvíst
er hvort hann fari í framleiðslu eins og staðan er. MYNDIR/POLESTAR
Innréttingin er
með fljótandi
miðjuskjá og
öll mýkri efni
úr endurunnu
pólýester.
MAXIMUM OFF-ROAD RECOVERY
Bílabúð Benna - verslun
Tangarhöfða 8 - 12
590 2000
Tilbúin(n) í
páskaferðina?
Loftdæla 72 l.
26.450 kr.
18.900 kr.
19.980 kr.
36.980 kr.
Fjórhjólaspil
Aukahlutataska
Frá 54.900 kr.
Frá 99.980 kr.19.900 kr.
Dekkjatjakkur 48” Loftdæla 160 l.
7.980 kr.
Dekkjaviðgerðasett
JeppaspilSpilvagga
10 BÍ L A BL A ÐI Ð 9. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR