Fréttablaðið - 09.03.2022, Qupperneq 40
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is
Verslaðu á 66north.is
Fylgdu okkur á Instagram @66north
Beðið
eftir
sumri
Miðasala
sinfonia.is
11 | |02 NORÐURLJÓSKL.18
FÖSTUDAGSRÖÐIN Á
MYRKUM MÚSÍKDÖGUM
Ný verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur,
Svein Lúðvík Björnsson og Missy Mazzoli
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is
UMHVERFISVÆN
PRENTUN
Önnu Sigrúnar
Baldursdóttur
n Bakþankar
Þau sem þekkja sorg og missi
þekkja sömuleiðis takmarkaða
þolinmæði samfélagsins fyrir þeim
tilfinningum. Sá sem fyrir missi
verður finnur gjarnan almennan
og umlykjandi faðm samfélagsins
í kjölfar missis, en smám saman
snjóar yfir það og syrgjandinn
situr eftir með sorgina og jafnvel
óþolinmæði samfélagsins gagnvart
afleiðingunum. Það meina fæstir
illt með þessu skilningsleysi sínu,
svona er þetta bara – fólk vill aftur
í normið.
Þetta gildir um hvaða áföll sem
er. Margir minnast deilna um fjár-
stuðning við þá sem misstu allt sitt
í Vestmannaeyjagosinu og raunar
hinum hörmulegu snjóflóðum
austan lands og vestan einnig.
Sama gildir þegar hinn almenni
og umlykjandi faðmur nær utan
um hörmungar þjóða eða þjóðar-
brota. Núna tendrum við ljós,
lýsum Hörpuna bláa og gula,
söfnum peningum og mætum á
mótmælafundi. Það er bæði fal-
legt og mikilvægt. Við finnum til
með þolendum náttúruhamfara
og styrjaldarátaka, nær og fjær en
staðreyndin er sú að samkennd
nær bara yfir tiltekinn tíma. Það
grípur okkur samúðarþreyta. Þá
viljum við hverfa aftur til almenns
dægurþrass og ræða áfengi í mat-
vöruverslanir eða annað fáfengi.
Við höfum mismunandi þol og
seiglu því staðreyndin er sú að allt
hefur sinn tíma, samhygðin, fjár-
safnanir og samstöðufundir líka.
Þetta er margsannað og marg-
reynt og ástæðulaust að hneykslast
á þessu eða álasa fólki. Þetta er
mannlegt. Verkefnið er að nýta
tækifærið meðan það er. Stjórn-
völd þurfa að ganga ákveðið til
verks núna og skuldbinda sig
strax til viðamikils stuðnings við
flóttafólk frá Úkraínu og draga það
ekkert. Eftir sex mánuði verður
það of seint. n
Núna