Alþýðublaðið - 16.01.1920, Page 2
2
ALPÝÐUBL AÐIÐ
mönnum og meðalstéttunum, sem
sá, er vaknaði við hættuna, er
stafaði af gagnbyltingunni.
Til vopna! var óp allra og
hugsun. Borgir og þorp keptust
ym að senda sérstakar sveitir til
hinna ýmsu vígstöðva, til að verja
byltinguna. Liðhlaupar og flótta-
menn komu af frjálsum vilja og
grátbændu um að verða teknir
aftur upp í rauðu hersveitirnar.
Samvinna við mensivika og
»vinstri byltingamenna.
Á þessum tíma þrefaldaðist
meðlimatala komunistiska eða
bolsivíkaflokksins, ög sumstaðar
tífaldaðist hún. Mensivíkar og
„vinstri-byltingamenn", sem áður
höfðu látið sér nægja að andmæla
innrásinni, vöknuðu nú við vopna-
brak keisarahershöfðingjanna og
tóku að veita stjórninni allan
þann styrk, er þeir máttu.
Lét Koltschak strýkja menn og
konur með birkilurkum?
Menn úr fyrnefndum flokkum
komu nú fram á sömu ræðustól-
um og kommúnistarnir og hvöttu
skoðanabræður sína til að gleyma
öllum fyrri deilum vegna hinnar
sameiginlegu hættu, og þeir víg-
bjuggu þá til vígstöðvanna. En
mestur styrkur kom frá bændun-
um í þeim hlutum Rússlands, sem
Koltschak og Denikin höfðu tekið.
í þeim sveitum, sem íbúarnir
höfðu kent á barðinu á því fyrir-
komulagi, sem keisarasinnar vildu
koma aftur á fót og þar sem
varla nokkur karl eða kona hafði
sloppið við húðstrok, gáfu allir sig
íram til að berjast fyrir bolsivíka-
stjórnina. Á þenna hátt höfum
vér getað dregið stórar hersveitir
frá austurvígstöðvunum og látið
menn þar eina um að gera upp
við Koltschak.
Að því er snertir vigbúnaðinn,
stóðu hinir hvítu herir betur að
vígi, því þeir höfðu verkfæri, sem
fundin voru upp i ófriðnum sjálf-
um og Bandamenn og Miðveldin
höfðu séð þeim fyrir. En það er
ekki sama að smíða tanks og
flugvélar og að telja rússnesku
bændunum trú um að þeir eigi
að berjast gegn löndum sínum
fyrir keisarastjórnina. Þvert á
móti hefir bolsivíkunum aukist ás-
megin á kostnað hinna hvitu, því
stöðugt hlaupa fleiri úr liði hinna
siðarnefndu. Af þessari ástæðu
myndi það vera gróði fyrir kom-
munistaflokkinn að haida hernað-
inum áfram. (Frh.).
fri DSnutn.
Khöfn 14. jan.
Fólksþingið var sett í gær. And-
stöðuflokkar stjórnarinnar heimta
að kosningar fari strax fram.
Zahle svarar, að kosningar fari
fram þegar samþykt hafi verið
kosningalögin og grundvallarlögin
nýju.
„Hvítbókin" um Suðurjótland
er komin út. Atkvæðagreiðslan
um það, hvort Suðurjótar vilji
vera með Þjóðverjum eða Dönum,
fer fram 9. og 10. febrúar og 1.
og 2. marz.
Talsímaverkfallið
hér stendur enn þá.
€istur 09 j$olsivikar.
Khöfn 14. jan.
Vopnahléið milli Eista og Bolsi-
víka hefir verið endurnýjað.
ijaralður SigurSsson
píanóleikari er kominn til Kaup-
mannahafnar. Hann verður kenn-
ari við Musikkonservatoríið í Khöfn.
Ijaili á pðstinum.
Khöfn 14. jan.
Hjá póststjórninni dönsku er
51/* miljón króna halli á 9 mán-
uðum.
Rðssar 09 áfengið.
Eftir Einar Adamsson.
í áratugi hefir áfengið gagnsýrt
Rússa. Einkum eftir rússnesk-
japanska ófriðinn byrjaði „vodka*,
brennivínið rússneska, að streyma
yfir landið.
Ófriðurinn kostaði ríkið miljónir
rúbla1). í stað þess að ná þeim
með beinum sköttum, notaði það
áfengið til að sjúga þjóðina út.
Það kom af stað einkasölu á'
brennivini. Knæpur voru opnaðar
víðsvegar um landið, og á þenna
miður heiðarlega hátt náðist ein
milj. rúbla árlega. Verkamenn
þræluða fyrir lágu kaupi, til að
fá nokkrar rúblur til að kaupa
brennivín fyrir. Þegar þeir gátu
unnið sér fyrir einum Btúr“,
hvíldu þeir sig í nokkra daga.
Þetta sést greinilega á rússuesk-
um hagskýrslum. Á árunum 1905
til 1913 óx brennivínsdrykkja um
50%, og það hafði í för aukna
fátækt og glæpi. Rússneskur rit-
höfundur lýsir ástandinu í tímariti
með þessum orðum: „Smámsam-
an breiddist lösturinn út, einkum
meðal kvenna og barna". — Til
þess að skilja þessa miklu bölvun,
þarf maður að hafa lifað meðal
þjóðarinnar.
Fyrir bannið telst mönnum til,
að 200,000 manns hafi dáið árlega
af völdum áfengisins; þó eru þetta
aðeins þeir, sem hið opinbera
taldi að hafi dáið af beinum völd-
um þess.
í’egar ófriðurinn hófst, neyddist
ríkið til að hætta brennivíns-
verzluninni. Árangur sá, sem
fekst, verður að mestu þakkaður
þingmanninum Tchellscheff, sem
kom banninu í kring. Velmegun
þjóðarinnar óx svo, að heimilis-
ástæður flestra bænda og verka-
manna bötnuðu að stórum mun,
þrátt fyrir stríðið. Þær miljónir
rúbla, sem áður höfðu farið í
brennivín, fóru nú í mjólk og
brauð, sem ekki hafði sést á borð-
um árum saman, og verkamenn
létu sparifé í bankana. í Moskva
fjölgaði vinnutímum um 31%
fyrstu þrjá mánuðina, eða um
13457,000 tíma.
Það var ætlun keisarastjórnar-
1) Hér um bil kr. 1,92.