Eldhúsbókin - 10.09.1983, Qupperneq 2
Hreinsið og skerið grænmetið í litla bita. Sjóðið það í léttsöltu
vatni í ca 10 mín. Látið renna vel af því. Saxið laukinn og skerið
baconið í litla bita. Látið það brúnast aðeins á pönnu. Grænmeti,
laukur og bacon sett í smurt eldfast mót. Þeytið saman egg, mjólk,
salt og pipar og hellið því yfir. Stráið rifnum osti efst og setjið fatið
í 225°C heitan ofn i ca 35 mín.
Kálbögglar með hrísgrjónum
3/4 dl löng hrisgrjón, 1 hvitkálshöfuð, 300 gr hakkað lambakjöt, salt,
pipar, hvitlauksduft, ca 1 dl mjólk, 1 laukur, 1 dós niðursoðnir tómat-
ar (450 gr).
hann krauma þar til hann er mjúkur og ljósgulur. Skerið skinkuna
í ræmur og setjið hana út í pottinn ásamt rósakálinu. Bragðbætið
með kryddi. Borið á borð með soðnum kartöflum.
Rósakál með kartöflumosi
500 gr rósakál, 3/4 kg kartöflur, 2 dl mjólk, 1 egg, salt, pipar, smjör
eða smjörlíki, 6 vinarpylsur, rifinn ostur.
Hreinsið rósakálið og sjóðið það mjúkt í léttsöltuðu vatni. Látið
renna af því. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Sjóðið þær
mjúkar í léttsöltu vatni. Hellið vatninu af kartöflunum og kremjið
þær og þynnið með heitri mjólk smám saman. Þeytið kartöflumosið
vel, svo það verði létt í sér. Þeytið eggið saman við og bragðbætið með
salti, pipar og smjörbita. Smyrjið eldfast mót og setjið helminginn
af kartöflumosinu í það. Setjið rósakálið ásamt pylsubitum ofan á.
Setjið það sem eftir er af kartöflumosi yfir. Setjið nokkra smjörbita
ásamt rifnum osti efst. (Ekki er nauðsynlegt að nota rifinn ost).
Bakað í 225°C heitum ofni í nokkrar mín, eða þar til allt er heitt
í gegn.
Rósakálpottur
500 gr rósakál, 150 gr bacon, 3 laukar, smjör eða smjörliki, 2 paprik-
ur, vatn, súpukraftur, salt, pipar, paprikuduft.
(Framh. á naestu síðu) 66
Rósakál og skinka
500 gr rósakál, stnjör, 1 laukur, 250 gr skinka, salt, pipar, muskat.
Hreinsið rósakálið og sjóðið það mjúkt í léttsöltu vatni. Látið
renna af því. Bræðið smjör í potti og setjið saxaðan lauk út í. Látið
Nú eru allar matvöruverslanir fullar af nýju góðu káli, svo sem hvít-
káli, blómkáli, grænkáli, rósakáli, rauðkáli o.fl. Nú er verðið frekar
hagstætt þar sem það hefur verið nokkuð lengi á markaðinum. Þetta
er því besti tími ársins til að nota það sem mest og einnig að sjóða
niður og frysta ef áhugi er fyrir því.
Grænmetisbakstur
1 kg blanclað grænmeti svo sem hvítkál, blómkál, gulrætur, selleri og
gulrófur. Ekki er þó pörf á að nota nema svo sem 3 tegundir, 200-
250 gr bacon, 1 laukur, smjör eða smjörliki, 4 egg, 2y2 dl mjólk, salt,
pipar, rifinn ostur.
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkanum. Takið stilkinn
úr kálhöfðinu og sjóðið það í léttsöltu vatni í ca. 10 mín. Leysið blöð-
in varlega hvert frá öðru. Hrærið saman hrisgrjón, hakkað kjöt og
krydd og þynnið smám saman með mjólkinni. Hrærið vel og lengi.
Setjið farsið á kálblöðin og vefjið þeim utan um það, lokið böggl-
unum með tannstönglum. Raðið kálbögglunum í pott með smátt
söxuðum lauk, söxuðum tómötum og tómatsafanum úr dósinni. Látið
kálbögglana malla við vægan hita í yt klst.
ítalskur grænmetispottur
2 kartöflur skornar i teninga, 2 gulrætur skornar i aflanga bita, 1
stilkur blaðselleri eða 1 dl rótarselleri i litlum bitum, 1 litið blóm-
kálshöfuð, skipt i hrislur, 1 litil gulrófa skorin i litla bita, 1 laukur
skorinn i hringi, 1 litill pakki frosnar grænar baunir, 2 tómatar
skornir i báta, 2i/, dl súputenginssoð, 14 dl matarolia, 3 marin hvit-
lauksrif eða hvitlauksduft, 2 tesk salt, t/í, tesk merian, i/2 tesk timian,
1/2 tesk estragon, 1 litið lárviðarlauf.
Hreinsið og skerið grænmetið. Setjið það i eldfast mót eða pott.
Sjóðið teningssoðið og setjið saman við það krydd og matarolíu. Hell-
ið þvi síðan yfir grænmetið, setjið lok á mótið eða pottinn og setjið
hann í 175°C heitan ofn í 30-40 min. Stingið með prjóni í grænmetið
eftir 30 mín. Grænmetið má ekki verða mauksoðið. Stráið saxaðri
steinselju yfir og berið grænmetispottinn fram sem sjálfstæðan rétt
með brauði og smjöri eða með grilluðu kjöti eða pylsum.
Kál