Eldhúsbókin - 10.09.1983, Page 6
Þáttarhöfundur man þá tíð er rófur og kartöflur máttu
heita eina grænmetið. Saga kartöflunnar á íslandi er
rúm 200 ár, en rófur hafa verið ræktaðar miklu leng-
ur. Hvönn, fjallagrös og söl sennilega hagnýtt þegar
á landnámsöld. Ræktun margskonar grænmetis og
kryddjurta hefur aukist mjög á síðustu áratugum.
Miklu meira er t.d. neytt af káli í seinni tíð, fáir höfðu
kynnst því á mínum æskuárum. Mest er neysla hvít-
káls á sumrin og fram á vetur aðallega fljótvaxið kál
ræktað hér á landi, Ijúffengt og vinsælt en geymist
ekki mjög lengi. Þá tekur við geymsluþolið innflutt
vetrarhvítkál, stórir harðir kálhausar, sem eru á mark-
aði allan veturinn og fram á sumar. Vetrarkálið þarf
lengri sprettutíma en sumarkálið og er erfitt til rækt-
unar hér á landi. Rauðkál er líka seinvaxið og því
aðallega innflutt. Blómkál nær hér góðum þroska, þ.e.
fremur fljótvaxin afbrigði og vinsælt er það sannar-
Grænmeti
er góðmeti
lega. Því miður er ennþá alltof Iftið um harðgerðustu
og fjörefnaríkustu káltegundina, það er grænkálið,
sem getur þrifist á sérhverju byggðu bóli. Það er
Ijúffengt bæði hrátt og soðið. Matreiðslufólk þarf að
kynna grænkálsrétti öfluglega. Gulrætur þrífast vel í
sendinni jörð og á jarðhitasvæðum. Þær eru góður
A fjörefnisgjafi, en í gulrófum aftur á móti mikið C
fjörefni, sem geymist vel og lengi í þeim. Gulrófur
og gulrætur bæta þannig hver aðra upþ og eru hollur
matur. „Tyggðu tannburstann þinn“ segir amerískt
orðtæki, og á það ekki síður við gulrófur og gulrætur
en ávexti, þ.e. hráar gulrófur og gulrætur. Hreðkur
(radísur) eru einnig góðar, vaxa mjög ört og þrífast
alstaðar. Þið ættuð að leggja leið ykkar í grænmetis-
verslun landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna
og líta á allt grænmetið sem á boðstólum er. í græn-
metisversluninni er aðllega „þungavörur grænmetis":
Kartöflur, gulrófur, rauðrófur, gulrætur, káltegundir,
laukur o.fl. 1 Sölufélaginu sumt hið sama og ennfrem-
ur meira af steinselju, salati, sólselju (dill), spínati,
papriku, spergilkáli (broccoli), seljurót, graslauk o.fl.
Ennfremur fræ, plöntulyf, garðyrkjuverkfæri o.fl. Væn
búnt af rabarbara eru nú á markaði aftur. Steinselja
hrokkin og fíngerð auðaug af C fjörefni er ágæt til
krydds og matar, einnig sem borðskraut. Mest rækt-
uð í sólreitum. Sólselja er sérlega góð með krydd-
síld og í ýmsar súrsultur, súpur, kjötsósur o. fl. Pap-
rikan vinnur mjög á, ræktuð aðallega í gróðurhúsum
garðyrkjuskólans. Aldin hennar eru all stór, græn,
dökkleit eða rauðleit eftir afbrigðum, misjafnlega
bragðmikil. Auðug af C fjörefni. Ungar næpur seldar
í knippum. Gúrkur og tómatar eru helstu matjurtir
gróðurhúsanna. Saga þeirra hér álíka gömul og gróð-
urhúsin. Breytingin er mikil á hálfri öld. Aukið græn-
metisneysluna, en dragið úr ofáti á sykri og sætind-
um og þar með tannskemmdum.
FISKUR — (Framhald af bls. 68)
Fisksalat
500 gr fiskleifar, 1i/2 dl majones, sjrður rjómi, blaðsalat, 300 gr
rækjur, 1 litil dós kræklingur, 1 dós aspargus, i/2 agúrka, 3 harð-
soðin egg, 3—t tómatar, dill eða karsi.
Hrærið majones með sýrðum rjóma eftir smekk. Látið renna af
aspargus og kræklingi. Skerið agúrkuna í sneiðar, tómatana og egg-
in í báta. Setjið aspargus, agúrku, rækjur, krækling og fiskbita sam-
an við majonesið. Klæðið stóra skál með salatblöðum, setjið fisk-
salatið í skálina og skreytið með eggjabátum og tómatbátum, ásamt
dilli eða karsa.
Kaldur fiskur með tómatþaki
500 gr fiskleifar, 1 dós niðursoðnir tómatar, 2 msk matarolia, 2 msk
smáttsaxaður laukur, 1 rif marinn hvitlaukur eða hvitlauksduft,
salt, pipar, i/2 tesk estragon.
Saxið tómatana smátt og saxið laukinn. Látið krauma i matar-
olíunni. Setjið kryddið saman við og látið það sjóða í ca. 10 mín.
Hrærið í af og til. Kælt. Setjið fiskinn í litlar skálar og setjið kalda
tómatblönduna yfir. Skreytið með kapers.
e
3
IL
K
LAMBARIFJUR MEÐ AGÚRKUSÓSU
Steikið 8 litlar lambarifjur i litlu smjöri eða matarolíu.
A meðan þær steikjast er Vi agúrka afhýdd og sneidd
niður og soðin í 5 mín. í söltu vatni. Síað vel. Takið
kjötið af pönnunni og haldið því heitu. Hrærið 2 tesk af
hveiti saman við feitina, 1 dl rjómablandi, 1'/3 bolla jógúrt
eða ými, salti, pipar, salvíu, saxðri steinselju og soðnu
agúrkunni. Látið malla í nokkrar minútur (agúrkan er best
ef hún er ekki of mjúk) og hrærið f á meðan. Sósunni
ausið yfir rifjurnar og þær bornar fram strax. Þennan rétt
má alveg eins matreiða úr kálfakjöti eða mögru svínakjöti.
SVÍNARIFJUR MEÐ EPLUM OG SINNEPSSÓSU
4 svínarifjur steiktar á pönnu og soðnar um stund. Takið
þær af pönnunni og haldið beim heitum. Hellið feitinni
frá en haldið eftir 2 msk á pönnunni. Afhýðið og skerið
i sneiðar 2-3 góð epli og steikið þau í feitinni í 5 mín,
snúið þeim einu sinni eða tvisvar. Eplin tekin af pönn-
unni og þeim raðað fallega kringum rifjurnar. Blandið einni
msk af sinnepi, 2 msk hveiti og 2 msk tómatsósu I feit-
ina á pönnunni og þynnið með rjómablandi þar til sósan
er mátulega þykk. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.