Eldhúsbókin - 10.09.1983, Side 7

Eldhúsbókin - 10.09.1983, Side 7
r Samtíningur Túníisksalat (8 manns) 3 dósir túnfiskur í olíu, 1 lítið glas kapers, 2 msk vínedik, 6 msk matarolia, pipar, hvítlauksduft, 1 tesk rifinn laukur, salt, 1 eggjarauða, 1 msk sinnep, Vz tesk sykur. Skraut: 4 harðsoðin egg, 2 tómatar, blað- salat. Túnfiskurinn skorinn í bita og raðað á fat. Kaperskornunum stráð yfir. Sósa búin til úr ediki, matarolíu, pipar, hvítlauksdufti, rifnum lauk, salti, eggjarauðu og sinnepi. Sósunni hellt yfir diskinn sem látinn er bíða í að minnsta kosti Ví klst. Rétt áður en hann er borinn á borð er fatið skreytt með eggjum, tómötum og blaðsalati. Brauð og smjör borið með. * Berjaís Kaupið vanilluís i búð og setjið hann í ábætisskálar, ásamt hrærðum berjum svo sem bláberjum, sólberjum eða ribs- berjum. Skreytt með þeyttum rjóma. Gotl er að setja 1-2 msk af líkjör yfir ísinn. Nýrnapottur % kg nýru, 100 gr bacon, 1 laukur 1 litil dós sveppir (má sleppa) 1 dós (ca. 425 gr) niðursoðnir tómatar, salt, pipar, 1 msk mango chutney, 1 tesk dill, 1 teslt karrý, 2 tesk sykur, 1 tesk sinnep, 1 tesk soðduft, 1 dl rjómi. Nýrun eru hreinsuð vel og skorin í sneiðar. Baconið er skorið í litla bita og brúnað á pönnu. Sett í pott og síðan eru nýrnabitarnir brúnaðir á pönnunni og settir í pottinn ásamt sveppum og tóm- ötum með soði. Öllu kryddinu bætt í pottinn. Soðið þar til nýrun eru mjúk. Rjómanum bætt út í að síðustu og sósan bragðbætt að vild. f staðinn fyrir nýru má nota hjörtu. * Appelsínuís með kiwiávöxtum 1 dós frosinn appelsinusafi, 3 dl vatn, 3 eggjahvitur, 2 msk sykur, 2 kiwiávextir. Látið appelsínusafann þiðna dálitið og setjið þá vatnið saman við. Hellt í mót og látið í frysti i 1-11/2 klst. Þeytið eggja- hvíturnar stífar og þeytið sykurinn smám saman út í. Hrært saman við hálffryst- an ísinn. Fryst áfram i ca. 2 klst. Hrær- ið í ísnum annað slagið. Sett með skeið í ábætisglös eða skálar ásamt sneiðum af kiwiávöxtum. SAUMAÐ UPP ÚR GÖMLU PEYSUNUM Prjónaðar flíkur gefa ýmsa mögu- leika varðandi samsetningar þar sem bæði má prjóna saman hluta þeirra, sauma þá, lykkja eða hekla. Einnig má taka upp lykkjur og prj. framhald eða nýja búta eftir óskum. Prjón eða hekl gefur einnig mögu- leika á að tengjast skinnbútum, leðri, ofnum stykkjum eða þykkum ullarefnum. Hér er sýnt dæmi um hvernig má sauma vesti og sportsokka úr tveim- ur peysum. Sem saumaaðferðir má nefna aftursting saumaðan með samlitum fíngerðum garnþræði og um 1 sm. saumfari. Saumfarinu má síðan tylla lauslega við rönguna ef með þarf svo það flaggi ekki laust og myndi garð. Einnig má nefna teygjanlegan saum saumaðan í saumavél sem hvorki slitnar né tognar. Nauðsynlegt er í því til- felli að saumurinn liggi sléttur en gefi hvorki eftir um of svo hann myndi bylgjur eða herpist og myndi við það ójöfn föll. Auðvitað má svo sauma í og skreyta eftir óskum og ekki er verra að hafa smáfólkið með sér í leiknum. 71 J

x

Eldhúsbókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.