Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Qupperneq 7
B/ístur-lögin.
— Úr ensku —
>Hvers vegna er bundið fyrir augun á mér?« spuröi
sjúklingurinn á sérstofu nr. 7 á sjúkrahúsinu mikla í
Brighton.
Hjúkrunarkonan hélt utan um hendurnar á Reginald
Thornton, svo að hann skyldi ekki rífa af sér umbúð-
irnar. »Þér verðið að vera alveg rólegur og stilltur,
ef þér eigið að fá sjónina aítur. Þér slösuðust illa í
námuslysinu«.
»En hvernig fór fyiir Edgar Smith?«
• Það er ekkert að honum, Honum tókst að bjarga
6 verkamönnum upp úr námunni«.
Hvað átti Gladys hjúkrunarkona annað að segja.
Edgar Smith hatði bjargað 6 verkamönnum frá bráðum
bana, en fórst svo sjálfur, þegar hann fór niður í ann-
að sinn til að reyna að bjarga fleirum. En þetta gat
hún ekki sagt bezta vini hans núna. Skilyrðin fyrir
því, að Reginald fengi aftur sjónina, voru aðeins sem
einn gegn tíu.
Gladys Wilson hélt höndum hans, svo að hann skyldi
ekki snerta augnaböndin. Og hún bað sjúklinginn um