Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Síða 9

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Síða 9
Sögur og skrítlur. 7 konan gæti gripið Eram í, hafði yfirlæknirinn sagt frá því, að Smith hefði farist, er hann var að bjarga hin- um, og lækninum datt ekki t hng, að þessu hefði þurft að halda leyndu á stofú nr. 7. Þetta varð hart áfall fyrir sjúklinginn, en hann var orðinn svo frískur, að nú var eigi sjóninni framar nein hætta búin. Og er yfirlæknirinn var farinn, sagði Gladys til sín, og bvers vegna hún hafði gert þetta, Hún hafði lært að blístra mörg af þessum gömlu lög- um, sem Edgar sí og æ blístraði, meðan hann var heima í Wales. Og nú hafði hún tekið það örþrifaráð að blístra þessi sömu lög fyrir Reginald, svo að hann skyldi ekki láta hugfallast, heldur herða upp hugann og safna kröftum til hinnar hörðu tvísýnu baráttu gegn yfirvofandi blindu, Reginald skildi fyrst ekkert í, að Gladys skvldi hafa gert allt þetta fyrir hann, Hafði hún ekki verið trúlofuð Edgar? Honum fannst það nærri því tryggðarof gegn bezta vini sínum, að hann skyldi gleðjast svo, er Gladys sagði honum, að hún hefði alltaf talið Edgar góðan kunningja sinn, og að hún heíði grátið mikið, er hann fórst, En hjarta sitt hefði hún gefið öðrum, sem eitt sinn hefði ætlað að biðja hennar, en síðan farið langt burt frá henni og heimahögunum. Hún heíði aðeins frétt af honum á skotspónum og vissi, að hann var ó- giftur enn, og engum háður. Reginald lá grafkyrr og hlustaði á orð hennar. Svo greip hann hönd hennar og hvíslaði: »Gladys, er það þá samt sem áður ég, sem þér þykir vænt um?«

x

Sögur og skrítlur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.