Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Qupperneq 12

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Qupperneq 12
10 Sögur og skrítlur. og kippti sér ekkert upp við þetta. Hvort sem það var nú samviskubit eða eitthvað annað, sem olli — þá tók hún þessu öllu ósköp rólega, það var alls eigi að sjá, að hún tæki sér hegninguna nærri á nokkurn hátt. Sennilega hugsaði hún með sér, að aðra eins smámuni bæri ekki að taka hátíðlega. Svo leið heill dagur í ró og friði. En morguninn eftir vöknuðum við skyndilega við óhljóð og hróp og illyrði. Það var konan í smábylinu hinum megin við garðinn okkar. Hún hafði hafið harmagrát mikinn og eftirmæli eftir hanann sinn, stóran rauðgulan hana, sein var uppáhaldið hennar og mesta metfé. Tíkin haíði elt hann um allan blettinn og bitið af honum hausinn rétt við brunninn. Nú tók að grána gamanið. Hæna eða hani til mið degisverðar á hverjum degi, steikt eða soðið, var nú heldur mikið af því góða. Nú átti Ramóna að vera bundin frá því snemma á morgnana, og þangað til allar hænur voru setztar á vagl á kvöldin. Og það var ekki hægt að segja, að tíkin tæki þessu illa. Hún stóð blíð og þolinmóð allan liðlangan daginn bundin hjá hundakofanum. Hún Jagð- ist ósköp rólega niður á grasblettinn, ýlfraði ekki né gólaði, en dillaði aðeins rófunni ósköp vinalega, ef ein- hver gekk framhjá. jÞessi dæmalausa hegðun hennar hefð: getað grætt stein. og nokkrum dögum síðar var dregið úr refsing- unni, í’að var efiaust ekki f neinu illu skyni gert, að hún hafði glæpst á þessum tveimur hænsnaræflum, og

x

Sögur og skrítlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.