Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Page 16

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Page 16
14 Sogur og skrítiur. Nú kom einn vörðurinn, sem endilega þurfti að fara að tala um krýningarhátíðina og allt það skraut, sem hann þar hefði séð. Hann hafði verið snemma á ferð- inni kvöldið áður, en skrúðgangan átti að fara fram, og honum fannst, að það hefði borgað sig vel, þó hann hefði þurft að standa alla nóttina úti í rigningunni. En það voru sumir, sem liðið hafði yfir af þreytu, rétt áður en skrúðgangan hófst. Elsie gley^mdi alveg að líta eftir tvíburunum, sem nú notuðu tækifærið til að fara í dálitla landaleit inn í stóra landflæmið Hyde Park• Par voru trjálundar með bávöxnum kastaníutrám krökum af hvítum kert- um í laufkrónunum. í3au minntu helzt á jólatré. 'Þar voru sýrinur og möndlutré og mörg önnur tré og runnar, sem tvíburarnir þurftu að skoða og þefa af. T?ar voru tjarnir með svönum og gæsum. Dúfurnar voru svo spakar, að maður gat nærri því klappað þeim. Og hópar af börnum voru að leika sér í sandgryfjum og gutl pollum. Þegar börnin loksins áttuðu sig, vissu þau ekkert hvar þau ættu að finna mömmu sína aftur í þessum garðgeimi. Hún hafði orðið alveg frá sér af ótta og hræðslu yfir öllu því, sem vörðurinn hafði sagt henni frá krýningardeginum. Og nú varð liann að hjálpa hinni dauðskelkuðu frú Elsie Ferguson til að leita að tvíbur- unum. Það hafði þykknað í lofti, og sólin var horfin, Og setin tók að kvölda. Tvíburarnir voru nú orðnir bæði

x

Sögur og skrítlur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.