Fréttablaðið - 18.03.2022, Síða 1
Við höfum kallað
hann inn í ráðuneytið
oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfa-
dóttir, utanríkis-
ráðherra
5 4 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 2
Ástin bæði
falleg og ljót
Hákarl og
aumingjaskapur
Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22
Diplómatísk samskipti
Íslands og Rússlands eru í
lágmarki. Utanríkisráðherra
segist skilja ákall um að vísa
sendiherra Rússlands úr landi
en ítrekar mikilvægi þess að
halda í diplómatíska þræði.
tsh@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis-
ráðherra útilokar ekki að varnar-
viðbúnaður á vegum Atlantshafs-
bandalagsins verði aukinn hér á
landi.
„Öll samskipti okkar við Rúss-
land eru í algjöru lágmarki og við
höfum stutt við allar tillögur sem
hafa komið fram er snúa að því að
refsa rússneskum yfirvöldum á
alþjóðavettvangi, hvort sem það
eru viðskiptaþvinganir eða þátt-
taka í alþjóðasamstarfi,“ segir Þór-
dís Kolbrún sem var stödd í Brussel
á varnarmálaráðherrafundi NATO
í gær.
Eftir standi þó að á Íslandi, sem
og í öðrum löndum, séu sendiherrar
og sendiráð Rússlands enn á sínum
stað. Háværar kröfur hafa heyrst
frá almenningi um að vísa rúss-
neska sendiherranum, Mikhaíl V.
Noskov, úr landi en hann hefur
reglulega endurómað staðhæfingar
Rússlandsforseta um að innrásin í
Úkraínu sé ekki stríð heldur aðeins
sérstök hernaðaraðgerð.
„Ég heyri það og hef alveg skilning
á því að fólk spyrji sig hvers vegna
sendiherrann sé áfram á Íslandi.
Mér finnst það mjög skiljanleg
spurning,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ráðherra ítrekar þó að mikilvægt
sé að halda diplómatískum þræði á
milli Íslands og Rússlands þótt ekki
sé lengur virkt diplómatískt sam-
starf á milli landanna, meðal annars
í ljósi þess að Ísland er með sendiráð
í Rússlandi og íslenskir ríkisborg-
arar séu þar í landi.
Aðspurð segir Þórdís ríkisstjórn-
ina ekki hafa skoðað að víkja rúss-
neska sendiherranum úr landi eða
loka sendiráðinu:
„Nei, við höfum kallað hann inn
í ráðuneytið oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar og að öðru leyti er
ekkert virkt samtal, samvinna eða
samráð. En í þessu fylgjum við vina-
og bandalagsþjóðum og þetta hefur
í sögunni verið allra síðasta úrræðið
sem fólk grípur til.“
Þá segir Þórdís að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um aukinn varnar-
viðbúnað hér á landi.
„En ég útiloka ekki að það verði
gert,“ segir Þórdís Kolbrún. Dæmi
um varnir Íslands sé virkt kafbáta-
eftirlit sem Bandaríkjamenn sinna
og loftrýmisgæsla sem portúgalski
herinn hefur sinnt undanfarið.
„Atlantshafsbandalagið virkjaði
allar fimm varnaráætlanir banda-
lagsins nýlega sem er breyting. Það
liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað
það mun þýða fyrir okkur heima
á Íslandi en það þýðir aukinn við-
búnað, varnargetu og þvíumlíkt,“
segir ráðherra. ■
Skilur ákall um að vísa sendiherranum úr landi
Virðisaukinn er farinn út í bláinn!
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.mitsubishi.is/eclipse
Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!*
Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross
PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til.
*Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu.
Úkraínskir hermenn sem létu lífið í árás Rússa á alþjóðlegu friðargæslu- og öryggismiðstöðina í Javorív á sunnudaginn voru bornir til grafar í gær. Hér grætur móðir hermannsins Ívans Skríjpníjks yfir
kistu sonar síns við útförina í Lvív. Í árásinni létu 35 manns lífið og enn fleiri særðust. Tala hermanna sem hafa látist í innrásinni er óljós en reiknað er með að þeir skipti þúsundum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY