Fréttablaðið - 18.03.2022, Blaðsíða 2
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins í Reykjavíkurhöfn
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæsla höf-
uðborgarsvæðisins (HH) mun veita
f lóttafólki frá Úkraínu læknisskoð-
un við komuna til landsins og er
undirbúningur nú í fullum gangi.
Búist er við fjölda f lóttafólks frá
Úkraínu hingað til lands.
Allir f lóttamenn sem hingað
koma frá Úkraínu verða skimaðir
fyrir berklum, sárasótt, lifrarbólgu
og HIV. Auk þess segir Sigríður
Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri lækninga hjá HH, að líklega
verði fólkið einnig skimað fyrir
Covid-19.
Á vef Embættis landlæknis segir
að ef umsækjandi greinist með
einhverja af þeim sjúkdómum
sem skimað er fyrir leiði það ekki
til synjunar dvalarleyfis heldur sé
„skoðuninni ætlað að uppfylla skil-
yrði heilbrigðisyfirvalda til þess að
unnt sé að grípa til viðeigandi ráð-
stafana og læknismeðferða.“
Sigríður segir að undirbúningur
gangi vel, leitað sé að húsnæði
þar sem hægt verði að taka á móti
fólkinu og veita því læknisskoðun.
Spurð að því hvort notast verði við
húsnæði Heilsugæslunnar á Suður-
landsbraut þar sem ekki sé mikil
starfsemi þar nú þegar tekin séu
færri PCR-próf segir Sigríður Dóra
svo ekki vera.
„Við munum finna húsnæði í
samvinnu við þá aðila sem vinna
að þessu með okkur,“ segir hún. ■
Allir flóttamenn frá Úkraínu munu fá
læknisskoðun við komuna til Íslands
Sigríður Dóra
Magnúsdóttir
Snjóþungur vetur hefur
reynst erfiður og stefnt er að
opnun fjórða neyðarskýlisins
í Reykjavík. Heimilislausar
ungar konur eru í sérstökum
vanda. Mörg sveitarfélög
draga lappirnar, að sögn for-
manns velferðarráðs Reykja-
víkurborgar.
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG Covid-faraldur, kuldi og
snjóþyngsli hafa reynst heimilis-
lausum erfiður tími í höfuðborginni
í vetur. Heiða Björg Hilmisdóttir,
formaður velferðarráðs Reykja-
víkurborgar, segir aukna sókn hafa
orðið í neyðargistingu. Stefnt er að
því að fjölga skýlum og opna fjórða
athvarfið fyrir ungar konur. Þá eru
skýlin nú opin allan sólarhringinn
ef illa viðrar.
„Það hefur sem dæmi verið erfitt
fyrir þennan hóp að komast um
borgina vegna snjóþunga og kulda,
enda eru heimilislausir ekki á eigin
farartækjum. Covid hefur líka sett
strik í reikninginn, en allir sem vilja
fá inni í neyðarskýlunum, engum er
úthýst,“ segir Heiða.
Borgin hefur starfrækt þrjú neyð-
arskýli í vetur, tvö fyrir karla og eitt
fyrir konur. Heiða segir að verið
sé að ræða opnun fjórða skýlisins
fyrir ungar konur. Eitt skýli er í mið-
borginni, annað við Granda og það
þriðja í Hlíðunum, Konukot.
Heiða segir mörg sveitarfélög
draga lappirnar með því að sinna
ekki málefnum heimilislausra og
þeirra sem eiga við fíknivanda
að stríða. Mörg dæmi séu þess að
íbúar annarra sveitarfélaga f lytj-
ist til Reykjavíkur vegna þess að
engin úrræði séu í heimabyggð. Ein
af leiðing f lutninganna geti orðið
tengslarof.
„Það er mjög mikilvægt að byggja
upp þjónustu fyrir þennan hóp um
allt land. Neyðarskýli eða skyndi-
gisting hjá ættingjum eða vinum er
neyðarúrræði. Sveitarstjórnarfólk
verður að taka það hlutverk sitt
Opna þarf fleiri neyðarskýli
Það er mjög mikilvægt
að byggja upp þjón-
ustu fyrir þennan hóp
um allt land.
Heiða Björg
Hilmisdóttir, for-
maður velferð-
arráðs Reykja-
víkurborgarN Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Í húsnæði fyrir
heimilislausa
Í neyðar-
gistingu
Í húsnæði
og með
langtíma-
stuðning
Í ótryggum
húsnæðis-
aðstæðum
113 74 40 21
Heimilislausir í Reykjavík
í október 2021
alvarlega að þjónusta alla hópa, líka
þennan,“ segir Heiða.
301 íbúi í Reykjavík var í fyrra-
haust metinn heimilislaus, sam-
kvæmt gögnum frá borginni. ■
jonthor@frettabladid.is
KÓPAVOGUR Hluta Kópavogsskóla
hefur verið lokað vegna myglu.
Samkvæmt tilkynningu frá Kópa-
vogsbæ verða það nemendur í
sjötta og sjöunda bekk skólans sem
munu þurfa að vera heima vegna
þess, en aðrir nemendur mæta í
skólann.
Hluti Fannborgar 2, sem áður
hýsti Bæjarskrifstofur Kópavogs,
verður nýttur fyrir kennslu. Nem-
endur sjötta til tíunda bekkjar
verða í Fannborg, en það eru um
170 nemendur. Í skólanum eru alls
390 börn.
Í tilkynningunni segir að farið
hafi verið í víðtæka sýnatöku í
miðálmu Kópavogsskóla eftir
að mygla greindist í einni stofu í
janúar síðastliðnum og lá niður-
staða sýnatökunnar fyrir síðdegis
á miðvikudag. ■
Mygla fannst í
Kópavogsskóla
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins, Borealis, kom til Reykjavíkurhafnar í dag. Raunar er Reykjavík lokaáfangastaður skipsins á Íslandi þar sem breyta varð
siglingaáætluninni vegna veðurs. Skipið kom til Akureyrar á miðvikudaginn, fór síðan til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Vegna heimsfaraldursins hafa
skemmtiferðaskip við Íslandsstrendur verið fá á síðustu árum. Hins vegar stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa á þessu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í Kópavogsskóla eru 390 nemendur.
Konukot stendur við Eskihlíð 4. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 Fréttir 18. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ