Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.03.2022, Qupperneq 4
122 Hafnfirðingar eru á biðlista eftir félagsíbúð Allt á einum stað fyrir baðherbergið Bað- og blöndunartæki Flísar og múrefni Málning og kítti Salerni, baðkör, sturtur og handlaugar Innréttingar Handklæðaofnar og frábær þjónusta bth@frettabladid.is MENNTAMÁL Nemendur sem vilja sækja nám í lögreglufræðum þurfa að vera orðnir tvítugir þegar lög- reglunám þeirra hefst. Nítján ára maður sem verður tvítugur nokkrum dögum eftir að kennsla hefst í faginu næsta haust segist hafa orðið hissa og leiður þegar hann sendi inn umsókn fyrir skömmu og var hafnað um inn- göngu á grunni fæðingardags. Maðurinn þarf að bíða í heilt ár þar sem námið hefst að hausti. Flest- ir útskrifist nú 19 ára sem stúdentar vegna styttingar framhaldsskólans. Hann viti engin dæmi um sambæri- legar aldurskröfur eftir fæðingar- degi hvað varðar annað nám. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lög- reglufræðum við Háskólann á Akur- eyri, segir að umræða hafi orðið um þessi mál og að það sé umdeilt að nemar þurfi að hafa náð 20 ára aldri þegar þeir hefja námið. Laga- Umdeild skilyrði fyrir inngöngu í lögreglufræði Eyrún Eyþórs- dóttir, lektor í lögreglufræðum við HA breytingu Alþingis þurfi á lögreglu- lögum til að breyta þessu. „Við missum af umsækjendum vegna þessa. Mín skoðun er að best sé að hafa sem mesta aldursdreif- ingu í löggunni,“ segir Eyrún. Ólafur Örn Bragason, forstöðu- maður Mennta- og starfsþróunar- seturs lögreglu, kannast við óánægj- una. „Þetta eru lögin en það mætti okkar vegna endurskoða fyrir- komulagið í samhengi við styttingu framhaldsskólans,“ segir hann. n birnadrofn@frettabladid.is REYKJAVÍK Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun, samkvæmt upplýsingum á vef borgarinnar. Tæming á bláum og grænum tunn- um hefur legið niðri síðustu vikur en á miðvikudag var byrjað að tæma þær á ný. Búast má við að það taki borgina um þrjár vikur að komast aftur á áætlun. Í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ástæðan sé margþætt. Upphaflega hafi veikindi starfsmanna haft mest áhrif, þar með talið vegna Covid. Í kjölfarið hafi slæmt veður og slæm færð haft áhrif. „Einnig hafa sorpbílar verið að bila vegna álags. Viðgerðir hafa síðan tafist vegna veikinda starfs- manna á verkstæðum,“ segir í svar- inu. Þar segir einnig að starfsfólki hafi verið fjölgað um fimmtán prósent frá því í janúar ásamt því að starfs- fólk hafi unnið alla laugardaga fyrir utan tvo, frá því fyrir jól. Þegar spurt er um ráðstafanir vegna slæmrar veðurspár segir að þær ráðstafanir sem gripið sé til séu lengri vinnu- dagar ásamt vinnu um helgar og fjölgun á starfsfólki. Í Facebook-hópunum Íbúar í Miðborg og Vesturbærinn hefur mikið verið rætt um seinkun á sorphirðu og tala íbúar um að bláar og grænar tunnur hafi ekki verið tæmdar vikum saman, samkvæmt upplýsingum frá borginni er tæm- ing grárra tunna, almenns rusls, á áætlun. Íbúar velta fyrir sér hvort greiða þurfi fyrir þjónustuna þegar hún er ekki veitt eða einungis veitt löngu á eftir áætlun. Verð fyrir bláa tunnu, sem er í minna en fimmtán metra fjarlægð frá sorphirðubíl er 10.200 krónur á ári. Verð fyrir græna tunnu er 10.600 krónur. Í svari borgarinnar segir að hirðu- gjöldin séu reiknuð fyrir árið og ekki breytt nema verulegar breyt- ingar verði á áætlun. „Það að ein hirða falli niður af óviðráðanlegum orsökum kallar ekki á endurgreiðslu hirðugjalda,“ segir í svarinu. „Að sama skapi verða hirðugjöld ekki hækkuð á þessu ári, þrátt fyrir aukinn kostnað vegna yfirvinnu og aukins mannskaps,“ segir þar einn- ig. Á vef borgarinnar er biðlað til íbúa borgarinnar um að moka snjó frá sorpílátum og gönguleiðum og hálkuverja þær. „Margir hverjir hafa gert það og við þökkum þeim fyrir það. Hins vegar er talsvert af stöðum þar sem starfsfólk hefur hreinlega ekki komist að tunnunum til að losa þær,“ segir í svari borgarinnar. „Einnig er bílum stundum illa lagt svo sorphirðubílar komast ekki að og líka eru hurðir að sorpgeymslum frosnar fastar og fleira.“ n Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna manneklu og slæms veðurs Fjölgun starfsfólk og lenging vakta hefur ekki dugað til. Veðrið hefur verið afar slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sorpbílar borgarinnar hafa bilað vegna álags og viðgerðir tafist vegna veikinda starfs- fólks á verkstæðum. Þetta eru meðal ástæðna þess að tæming á bláum og grænum tunnum hefur legið niðri síðustu vikurnar. kristinnhaukur@frettabladid.is COVID -19 Umframdauðsföll voru 30,3 prósent á Íslandi um áramót og hefur hlutfallið aldrei verið hærra síðan faraldurinn hófst. Fyrra met var í ágúst síðastliðnum en þá voru umframdauðsföll 16,9 prósent. Umframdauðsföll er tól sem notað hefur verið til að sýna fram á raun- verulegan kostnað Covid-19 farald- ursins í mannslífum talið. Hlutfallið reis mjög hratt undir lok seinasta árs, en í október voru afar fá dauðsföll, 14,1 prósenti minna en í venjulegu árferði. Viðmiðunin eru árin 2016 til 2019. Á þeim tíma var Ísland eitt örfárra Evrópuríkja án umframdauðsfalla. Þróunin snerist hins vegar við og um áramótin var aðeins Slóvakía með hærra hlutfall en Ísland. Meðal- tal Evrópu var þá orðið 22,7 prósent. Umframdauðsföllum hefur fækkað mjög hratt á meginlandi Evrópu og í janúar var hlutfallið komið niður í 7,7 prósent. Janúartölurnar fyrir Ísland liggja þó ekki fyrir. n Þróun dauðsfalla á Íslandi öfug miðað við Evrópu kristinnhaukur@frettabladid.is HA F NAR FJ Ö R Ð U R Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði, gagnrýnir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks fyrir hæga íbúðauppbygg- ingu. Samkvæmt áætlun Húsnæðis- og mann virkja stofn unar voru aðeins 236 íbúðir í byggingu í september. Adda bendir á að miðspá geri ráð fyrir 152 nýjum íbúðum 2022. 122 séu hins vegar á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Aðeins 9 íbúðir hafi verið keyptar í félagslega kerfið á undanförnum tveimur árum. Fulltrúar meirihlutans telja hins vegar stofnunina vanmeta fjölda íbúða í byggingu. Fjöldi á matsstigi 1 til 5 í desember hafi verið 438. 500 milljónum króna verði varið til félagslegra íbúða á þessu ári. n Gagnrýndi hæga uppbyggingu Búast má við að það taki um þrjár vikur að koma sorptæmingu aftur á áætlun 4 Fréttir 18. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.