Fréttablaðið - 18.03.2022, Síða 6
Hlutafélagið ISNIC sem á
.is-endinguna fyrir lén á inter-
netinu greiddi eigendum 108
milljónir króna í arð í fyrra.
Að sögn Jens Péturs Jensen,
aðaleiganda félagsins, er rangt
sem haldið sé fram að ríki en
ekki einkaaðilar sjái almennt
um rekstur slíkra landsléna.
gar@frettabladid.is
FJARSKIPTI Jens Pétur Jensen, fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi ISNIC
– Internets á Íslandi hf., fullyrðir í
yfirlýsingu á vef félagsins að rangar
staðhæfingar um fyrirtækið hafi
verið settar fram á Rás 2 í síðustu
viku og á Bylgjunni á miðvikudag.
ISNIC er hlutafélag í eigu 21 aðila.
Einn þeirra er að sögn Jens ríkið
með samtals 23,5 prósenta hlut.
Félagið rekur landslénið .is.
Jens segir því haldið fram að
árgjaldið hjá ISNIC sé hátt og að ef
ríkið ræki félagið yrði gjaldið lægra.
„ISNIC hvetur þá sem halda slíku
fram að bera saman árgjald léns hjá
ISNIC og árgjald ýmissa ríkisstofn-
ana nokkur ár aftur í tímann. Þá
kæmi til dæmis í ljós að árgjald léna
hefur lækkað um yfir 60 prósent að
raungildi frá árinu 2007,“ segir í yfir-
lýsingu aðaleigandans.
Meðalárgjald landsléna í heim-
inum var 12 dollarar í fyrra að sögn
Jens. Hjá ISNIC sé galdið 29 dollarar.
„Hins vegar er þjónusta ISNIC við
viðskiptamenn langt umfram það
sem þekkist hjá systurfyrirtækjum
ISNIC erlendis, hvar ómögulegt er
að fá persónulega aðstoð í gegnum
síma,“ bendir Jens á en tekur fram
að þetta gæti ISNIC reyndar þurft að
endurskoða áður en langt um líði.
Einnig segir Jens rangt að ríkis-
stofnanir sjái almennt um rekstur
landsléna. „Undirritaður veit aðeins
eitt dæmi um slíkt í Vestur-Evrópu,
sem er finnska Póst- og fjarskipta-
stofnunin, en hún fékk landslénið
.fi „upp í hendurnar“ eftir að stórt
fjarskiptafyrirtæki, sem haft hafði
reksturinn með höndum frá byrjun,
fór í þrot,“ skrifar Jens.
Þá segir Jens rangt að .is eigi ekki
í neinni samkeppni og að sjálf-
gefið sé að .is sé vinsælasta lénið á
Íslandi og verði svo um alla framtíð.
Markaðshlutdeild .is á Íslandi sé rétt
undir 50 prósentum á móti öðrum
höfuðlénum. Hlutdeild .com sé mun
stærri en flestir geri sér grein fyrir.
„ISNIC á með öðrum orðum í
harðri samkeppni við öll önnur
höfuðlén og f lytur út þjónustuna
í talsverðum mæli, til dæmis eru
margir Norðmenn með .is,“ segir í
yfirlýsingunni. Það séð alls ekki svo
að í öllum ríkjum séu landshöfuðlén
viðkomandi ríkis mest notuð. Til
dæmis sé .com vinsælla hjá almenn-
ingi í Noregi en .no – sem auðvitað
sé „afar óheppilegt lén“. Í Frakkland
sé hlutdeild .fr aðeins um 20 prósent.
„Velta má fyrir sér hvort markaðs-
staða .is á Íslandi væri eins sterk og
raun ber vitni ef ISNIC væri ríkis-
fyrirtæki og árgjald léna hefði fylgt
opinberri verðlagsstefnu,“ heldur
Jens áfram. Þá sé rangt að eigendur
ISNIC hafi greitt sér mörg hundruð
milljónir króna í arð árlega.
„Rétt er hins vegar að metarð-
greiðsla var innt af hendi í febrúar
síðastliðnum og var hún 108 millj-
ónir króna,“ segir Jens.
Framkvæmdastjórinn bendir á að
ríkið hafi fengið alls 48,6 milljónir af
þessum arði beint sem hluthafi og
með skatti á arðgreiðslurnar í heild.
Tekið skal fram að hlutur Jens
sjálfs í ISNIC er 29,51 prósent og
hlutdeild hans í arði síðasta árs
hefur því verið tæpar 32 milljónir. ■
Innan við helmingur internetléna á
Íslandi með hina íslensku .is-endingu
Framkvæmda-
stjóri ISNIC segir
.no óheppilegt
nafn á léni og
því noti margir
Norðmenn ís-
lenska lénið .is.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Velta má fyrir sér hvort
markaðsstaða .is á
Íslandi væri eins sterk
og raun ber vitni ef
ISNIC væri ríkisfyrir-
tæki.
Jens Pétur
Jensen, aðal-
eigandi og fram-
kvæmdastjóri
ISNIC
Opnaðu myndavélina í símanum
þínum og skannaðu þennan QR kóða.
Stöðvum kynferðisofbeldi á djamminu
thorgrimur@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Áætlað er að fjallað verði
um öryggismál norðurskautsríkja
í ljósi innrásarinnar í Úkraínu á
þingi Hringborðs norðurslóða
(Arctic Circle) næsta haust. Þetta
kom fram í svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins frá Ásgerði Ólöfu
Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa
stofnunarinnar.
„Atburðir seinustu vikna hafa
auðvitað mikil áhrif á alla heims-
byggðina og er starfsemi Hring-
borðsins ekki undanþegin,“ segir
Ásgerður. „Næstu viðburðir Hring-
borðs norðurslóða fara ekki fram
fyrr en í haust og verður staðan
metin í aðdraganda þeirra.“
Heimasíða Hringborðsins birti
nýlega pistil þar sem Norðurskauts-
ráð var gagnrýnt fyrir að gera hlé
á samstarfi við Rússa vegna inn-
rásarinnar.
Meðal meðlima í heiðursstjórn
Hringborðsins er rússneski land-
Úkraína muni hafa áhrif á starfsemi Hringborðs norðurslóða
Artúr Tsjilinga-
rov flytur
opnunarávarp
á þingi Hring-
borðs Norður-
slóða árið 2015.
Mynd/Anton
Brink
könnuðurinn Artúr Tsjílingarov,
sem situr á rússneska þinginu
fyrir Sameinað Rússland, stjórn-
málaflokk Vladímírs Pútíns. Hann
hefur unnið sér til frægðar að koma
rússneskum fána fyrir á hafsbotni
undir norðurpólnum til að eigna
Rússlandi norðurheimskautið.
Ásgerður segir stofnunina ekki
hafa rætt stöðu Tsjílingarovs. „Með-
limir [heiðursstjórnarinnar] gegna
engu sérstöku hlutverki öðru en því
að hafa látið málefni norðurslóða
sig varða á löngum ferli og koma
frá landfræðilega ólíkum stöðum.
Artúr Tsjílingarov varð heiðurs-
meðlimur vegna starfa sinna fyrir
rússneska landfræðifélagið.“
Ásgerður bendir á að Tsjílinga-
rov hefði síðast komið á ráðstefnu
Hringborðsins fyrir sjö árum.
„Skipan heiðursstjórnar er ekki
innan verksviðs skrifstofu Hring-
borðsins og mun framkvæmda-
stjórn Hringborðsins ekki funda
fyrr en seinna á árinu.“ ■
olafur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Samkvæmt Bloomberg-
fréttastofunni segist rússneska fjár-
málaráðuneytið hafa sent viðskipta-
banka sínum beiðni um að greiða
117 milljónir dollara 14. mars vegna
vaxtagreiðslu af rússneskum ríkis-
skuldabréfum í erlendri mynt.
Greiðslan á að berast Citibank í
London sem sér um að greiða skulda-
bréfaeigendum. Gjalddagi var nú í
vikunni og eindagi er 15. apríl.
Eigendur skuldabréfanna höfðu í
gær ekki fengið tilkynningu frá Citi-
bank um að vaxtagreiðslan hefði
verið innt af hendi.
Tilkynning rússneska fjármála-
ráðuneytisins hefur þó leitt til bjart-
sýni á mörkuðum um að Rússar
standi við skuldbindingar sínar.
Áhrif vanskila Rússlands yrðu
mikil fyrir þróunar- og nývaxtar-
ríki, auk Rússlands sjálfs. Lántöku-
kostnaður myndi hækka verulega
og hætt er við að eftirköst greiðslu-
falls erlendra skulda auki varkárni
fjárfesta gagnvart nývaxtarríkjum.
Þetta mun hækka lántökukostnað.
Ekki hefur sérstaklega verið metið
hver áhrif greiðslufalls gætu orðið á
lánskjör íslenska ríkisins, en sam-
kvæmt Seðlabankanum er litið á
möguleikann á greiðslufalli sem
einn anga af áhrifum stríðsins.
Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem
kynnt var í vikunni, segir á blaðsíðu
28: „Bein áhrif á íslenska fjármála-
kerfið af stríðinu í Úkraínu verða
að öllum líkindum einkum fjölgun
netárása og hækkun á fjármagns-
kostnaði á erlendum lánsfjármörk-
uðum, ef stríðið breiðist ekki út
enn frekar … Ef ástandið varir lengi
gæti hærri fjármögnunarkostnaður
haft áhrif á vaxtakjör bankanna á
lánveitingum í erlendum gjald-
miðlum.“ ■
Vanskil Rússa
gætu skert
lánskjör Íslands
6 Fréttir 18. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ