Fréttablaðið - 18.03.2022, Page 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er hlut-
verk Sam-
fylkingar-
innar og
Viðreisnar
að sann-
færa þjóð-
ina um að
að Ísland
eigi heima
í Evrópu-
samband-
inu.
Á þessi ári
er stefnt
að því
að opna
íslenskt
sendiráð í
Varsjá.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Það er ólán Samfylkingar og Viðreisnar
að einmitt þegar mikill stuðningur
við inngöngu í Evrópusambandið
mælist meðal þjóðarinnar þá er við
völd ríkisstjórn sem hefur alls engan
áhuga á að setja málið á dagskrá. Ríkisstjórnin
hlýtur að vona að umtalsverður stuðningur
við inngöngu í skoðanakönnunum sé einungis
dæmi um duttlungafulla hugsun sem muni
fljótlega renna af þjóðinni. Hluti stjórnarand-
stöðunnar hlýtur síðan að lifa í þeirri von að
ríkisstjórn, sem í aðalatriðum er farsæl, springi
og boðað verði til kosninga þar sem aðild að
Evrópusambandinu verði helsta baráttumálið.
Um leið þarf þjóðin að vera rækilega sannfærð
um að innganga sé henni fyrir bestu.
Það er hlutverk Samfylkingarinnar og Við-
reisnar að sannfæra þjóðina um að Ísland eigi
heima í Evrópusambandinu. Styrkleiki þess-
ara flokka er þó ekki umtalsverður og sann-
færingarmáttur þeirra ekki nægilegur til að
rík ástæða sé til að ætla að þeim takist þetta.
Kannski ættu Samfylking og Viðreisn að sam-
einast í einn Evrópusinnaðan flokk. Þá myndi
færast nokkur kratabragur yfir Samfylkinguna,
en þann geðþekka blæ skortir flokkinn sárlega.
Ef Samfylkingin og Viðreisn ætla að hafa
þjóðina á sínu bandi í Evrópumálum verða
þessir f lokkar að halda vel á spöðunum,
stunda yfirvegaða pólitík og hætta þeim upp-
hlaupum sem þeir hafa stundað í of miklum
mæli. Þetta á sérstaklega við um Samfylking-
una sem er að verða alræmd fyrir lítt vand-
aðan pólitískan málflutning. Það er vissulega
freistandi fyrir stjórnarandstöðuflokka að
stunda upphrópunarpólitík en það gerir þá
sömu um leið að fremur hvimleiðum valkosti í
kosningum.
Innganga í Evrópusambandið er alvörumál
sem ræða þarf af fullri ábyrgð. Beinast þá augu
ekki síst að stærsta stjórnmálaflokki landsins,
Sjálfstæðisflokknum, sem er furðulega óábyrg-
ur í þvermóðskufullri andstöðu sinni við
inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Flokkur
sem virðist vilja fylgja frjálslyndri og víðsýnni
utanríkisstefnu hatast við Evrópusambandið.
Rökin eru óljós, helst þau að með aðild fórni
Íslendingar hagsmunum sínum og frelsi. Hvert
mannsbarn ætti að vita að náin samvinna og
samstarf þjóða á milli jafngildir sannarlega
ekki frelsisskerðingu.
Og hvað með Vinstri græn sem hafa, þegar
kemur að utanríkismálum, verið barnslega ein-
föld, samanber slagorð þeirra: Ísland út Nató. Er
ekki kominn tími til að þau þroskist almenni-
lega og sjái Evrópuljósið? ■
Evrópuljósið
Á þessi ári er stefnt að því að opna íslenskt
sendiráð í Varsjá. Ég hef kynnt tillögu þess efnis á
vettvangi ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar
og í samtali við sendiherra Póllands á Íslandi.
Þessi áform hafa fengið afar góðar undirtektir
enda er ég viss um að þetta sé rétt og eðlilegt skref
í samskiptum þjóðanna. Pólskt sendiráð hefur
nú þegar verið starfrækt á Íslandi um árabil og
almennt gildir regla um gagnkvæmni í slíkum
samskiptum. Fyrst og fremst er samt stefnt að
opnun sendiráðsins í Varsjá vegna þess að um
er að ræða eðlilegt skref gagnvart mikilvægri
vina- og bandalagsþjóð sem er bundin sterkum
tengslum við Ísland. Þar skiptir ekki síst máli sú
staðreynd að mikill og vaxandi fjöldi Íslendinga
á ættir að rekja til Póllands, og því er fyrirséð að
menningarleg og efnahagsleg tengsl þjóðanna
koma til með að vaxa og eflast. Í þessu felast
fjölmörg tækifæri fyrir bæði ríki sem íslensk
sendiskrifstofa getur stutt enn frekar við. Ég er því
sannfærð um að þessi áfangi eigi eftir að marka
nýtt skeið í samskiptum þessara vinaþjóða.
Wzajemna przyjaźń
W tym roku planowane jest otwarcie ambasady
Islandii w Warszawie. Propozycję w tej sprawie
przedstawiłem na szczeblu Rządu i Komisji Spraw
Zagranicznych oraz w rozmowie z Ambasadorem
RP w Islandii. Plany te zostały dobrze przyjęte, bo
jestem przekonany, że jest to właściwy i nat-
uralny krok w stosunkach międzynarodowych.
W Islandii od lat działa już polska ambasada i
generalnie obowiązuje zasada wzajemności w
takich stosunkach. Zalozeniem jest otwarcie
ambasady, ponieważ jest to naturalny krok w
kierunku rozwoju i utrzymania przyjaznych kon-
taktów obu narodów. Nie mniej ważny jest fakt,
że duża i ciagle rosnąca liczba Islandczyków ma
polskie korzenie, dlatego przewiduje się, że więzy
kulturowe i gospodarcze między narodami będą
rosły i umacniały się. ■
Gagnkvæm vinátta
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir
utanríkisráðherra
arib@frettabladid.is
Yellow viðvörun
Við fengum nánast nokkra
klukkutíma af skynsamlegu
vorveðri áður en allt tjúllaðist
aftur, íbúðagötur breyttust
í plánetuna Hoth og snjó-
maðurinn ógurlegi sást gramsa
í óhirtu rusli í Grafarvogi.
Landsmenn, sem þekktir eru
fyrir yfirvegun sína, ákváðu að
hringja í Veðurstofuna til að
skammast yfir öllum þessum
gulu viðvörunum. Viðvaranirn-
ar eru vissulega orðnar dálítið
þreyttar eftir að öll ófrágengnu
trampólínin dreifðust jafnt
milli Grænlands og Færeyja. Það
er hins vegar tilefni til vitundar-
vakningarátaks um gular við-
varanir, í auglýsingunum væri
hægt að notast við Bítlalagið
klassíska „We all live in a yellow
viðvörun, a gula viðvörun …“
Fylgiseðillinn
Landinn hefur tekið aflyfseðils-
væðingu Parkódíns fagnandi,
svo mikið að spjöldin eru orðin
safnvara á pari við NBA- eða
Pokémon-spjöld frá tíunda
áratugnum. Veikindin má nota
til að hámhorfa á Dopesick.
Þeir sem lögðu í það að lesa átta
blaðsíðna fylgiseðilinn áttuðu
sig strax á því hvers vegna það
þarf lyfseðil. Eru helstu fylgi-
kvillar: Veðurpirringur, slæmur
tónlistarsmekkur í kringum
Eurovision, hjólhýsaæði í júlí,
kaupæði í desember og nöldur
þess á milli. ■
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR