Fréttablaðið - 18.03.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.03.2022, Blaðsíða 11
Hvað eru stjórnirnar í fyrirtækjunum eigin- lega að pæla? Hvers vegna semja stjórnir við einstaklinga um svona furðulaun? n Í dag Guðmundur Andri Thorsson Enn einu sinni hefur Forstjóra- félagið sett allt í bál og brand á íslenskum vinnumarkaði með ábyrgðarlausum hækkunum á ofsalaunum sínum á sama tíma og reynt er að brýna fyrir almennu launafólki að ekki sé svigrúm til kauphækkana á almennum vinnu- markaði. Forstjórafélagið telur sig ekki vera á almennum vinnu- markaði. Það telur sig yfir hann hafinn. Forstjórarnir telja sig sitja á fjallstindi og horfa yfir almúgann strita. Af hverju telur forstjóri sig eiga skilið að fá tvítugföld laun á við almennt starfsfólk? Það er vegna þess að hann telur framlag sitt væntanlega vera 20 sinnum mikil- vægara en þess. Hann telur sig 20 sinnum merkilegri en annað starfsfólk. Samt vitum við öll að flugfélag heldur áfram að fljúga næstum á hverju sem gengur, ekki vegna ráðsnilldar forstjórans heldur vegna þess einfaldlega að stjórnvöld geta ekki látið það gerast að flugsamgöngur falli niður við landið og hljóta ævin- lega að halda lífinu í félaginu með öllum ráðum. Hið sama gildir um önnur félög sem sinna samfélags- lega mikilvægum innviðum, og eru of mikilvæg til að falla. Öfug anorexía Einhvern tímann heyrði ég að einn munurinn á körlum og konum sé sá að karlmenn hneigist til að sjá sig í spegli sem grennri en þeir eru – en konur sjái sig feitari en raunin er. Þetta var sagt haldast í hendur við tilhneigingu karla til að ofmeta útlit sitt og atgervi yfirleitt en kvenna til að vanmeta þetta. Svona kynjaklisjur og alhæfingar eru auðvitað varasamar – og gilda ekki oft um einstaklinga – en samt … Óneitanlega verður manni hugsað til þessa óbilandi ofmats á eiginleikum sínum þegar maður sér fréttir af launum forstjóra í fyrirtækjum sem nutu ríkisstyrkja í kófinu. Hvað er að þessum mönnum? Í Fréttablaðinu í gær var frétt um að „öfug anorexía“ hrjái marga unga karlmenn, sjúkleg löngun til að stækka vöðva sína út í hið óendan- lega. Þetta eru sálræn veikindi og lýsa sér í því að viðkomandi hafa misst alla yfirsýn yfir sjálfa sig og eðlileg hlutföll í eigin líkama. Þeir geta ekki á heilum sér tekið nema vöðvarnir séu stærri í dag en í gær – og verði enn stærri á morgun. Þessir bólgnu upphandleggsvöðvar eru ekki endilega hentugir til að standa í raunverulegum aflraun- um. Einu sinni horfði ég meira að segja á mann sem átti í basli með að matast vegna þess að hann átti erfitt með að koma puttum með gaffli að munninum því að bólgnir upphandleggsvöðvarnir þvældust fyrir. Þessi piltar hafa misst sjónar á því til hvers vöðvar eru, til hvers styrkur sé æskilegur – hvað styrkur sé yfirleitt og hvernig hann lýsi sér. Þeir halda að vöxturinn sé mark- mið í sjálfu sér. Eitthvað svipað kann að hrjá for- stjórana. Þetta er einhvers konar öfug forstjóra-anorexía, og lýsir sér í óstöðvandi fíkn eftir launahækk- unum, sem verða markmið í sjálfu sér en ekki mælikvarði á framlag viðkomandi eða gildi, að öðru leyti en því að sá er álitinn mestur sem mestu nær. Samfélagslíkaminn Getuleysi stjórnar og annarra eftir- litsaðila til að hafa hemil á taum- lausum kauphækkunum viðkom- andi verður þá líka mælikvarði á getu forstjórans til að ná fram sem ótrúlegustum árangri við að skara eld að eigin köku; sem samkvæmt þessari hugmyndafræði er jafn- framt mælikvarði á manngildi. Hvað eru stjórnirnar í fyrir- tækjunum eiginlega að pæla? Hvers vegna semja stjórnir við einstaklinga um svona furðulaun? Jafnvel stjórnir þar sem sitja full- trúar lífeyrissjóða sem halda utan um almannafé, og maður skyldi ætla að gerðu sér grein fyrir því að þeir eru fulltrúar almennra launa- manna? Svona samfélagi má líkja við líkama þar sem ekki fer vel á því að fæturnir séu mjóir og veimiltítu- legir en upphandleggsvöðvarnir séu aftur á móti bólgnir af vexti sem hefur ekki annan tilgang en sjálfan sig. Allt þarf að vera í jafnvægi, allt hefur nefnilega sinn tilgang – jafnvel forstjórarnir, átti þeir sig á því að þeir eru ekki á fjallstindi hátt yfir samfélaginu. n Hvað er svona merkilegt við það að vera forstjóri? - Marta Guðjónsdóttir Helstu Markmið • Aðhald í rekstri og virðing fyrir framlagi skattborgara • Heildstæð samgöngustefna fyrir alla ferðamáta • Raunhæfar lausnir í almenningssamgöngum • Skipulagsstefna í sátt við borgarbúa • Menntastefna sem mætir þörfum nútímans • Persónulegri og skilvirkari þjónusta við eldri borgara • Standa vörð um grænu svæðin í borginni Ég hef einlægan áhuga á því að fá að vinna áfram að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og taka þátt í því að snúa af vegferð núverandi meirihluta. Ég gef kost á mér í annað sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna borgarstjórnar kosninganna í vor. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 18.-19. mars. 2 SÆTI FÖSTUDAGUR 18. mars 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.