Fréttablaðið - 18.03.2022, Qupperneq 12
Okkar
stefna
hefur alltaf
verið sú að
við berum
virðingu
fyrir and-
stæðingn-
um.
Það er
bannað að
vera fáviti,
eins og
hljóm-
sveitin
Dimma
segir.
Slagsmála-
hundar
eiga ekkert
erindi í
þetta sport.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Viðskiptavinum er bent á að gagnlegar upplýsingar
er að finna á skatturinn.is
Lokað í dag
föstudaginn 18. mars
vegna starfsmannafundar
12 Íþróttir 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Haraldur Dean Nelson, faðir
og umboðsmaður UFC-bar-
dagakappans Gunnars Nel-
son, segist auðvitað finna til
hræðslu og stress þegar sonur
hans stígur inn í bar daga-
búrið. Hann segir að þegar í
búrið er komið sé hann bara
faðir Gunnars, ekki umboðs-
maður.
UFC Það styttist heldur betur í bar-
dagakvöld UFC í London sem fram
fer á morgun í O2-höllinni. Gunn-
ar mætir Japananum Takashi Sato
í veltivigt. Fréttablaðið talaði við
Harald í borginni og er hann von-
góður fyrir endurkomu Gunnars.
„Tilfinningin er bara góð en ég er
samt alltaf svaka spenntur og stress-
aður á víxl fyrir svona bardaga. Að
sama skapi er líðanin miklu betri
núna en oft áður. Þar er stærsta
breytan sú að Gunnar er heill heilsu
fyrir þennan bardaga ólíkt síðustu
bardögum þar sem hann hefur verið
að glíma við meiðsli í aðdragand-
anum.“
Pabbinn í horninu
Haraldur minnist á að hann sé bæði
spenntur og stressaður fyrir kom-
andi bardaga. Hann er í stöðu sem
fæstir þekkja, atvinna sonar hans
snýst um að stíga inn í bardagabúr,
horfast í augu við andstæðing og
reyna að hafa betur í bardaga þeirra
á milli.
„Það er náttúrlega bara rosa
spenna og stress sem fylgir því að
vera hluti af þessu. Þetta er harðgert
sport, það er ekki eins og maður sé að
horfa á boðtennisleik, sagt með fullri
virðingu fyrir þeirri íþrótt. Þessi
íþrótt er bara öðruvísi en flestar og
það eru allavegana tilfinningar sem
fylgja þessu.“
Haraldur er einnig umboðsmaður
Gunnars en segir að þegar á hólminn
sé komið taki föðurhlutverkið við.
„Það er bara pabbinn þarna sem
er í horninu, umboðsmaðurinn fer
bara um leið,“ segir Haraldur sem
viðurkennir einnig að auðvitað
fylgi þessu hræðsla. „Jú, það er alveg
hræðsla sem fylgir þessu líka en ég
get rétt ímyndað mér hvernig það
væri í þessu ef það væri alltaf fyrir
hendi að það yrði eitthvert slys.
Ég væri miklu hræddari um hann
ef hann væri í mótorkross. Maður
verður að sætta sig við það í þessu að
þetta er bardagaíþrótt. Það þýðir að
það eru átök, verið að beina höggum
í höfuð á mönnum og reynt að koma
þeim fyrir í alls konar lásum.“
Haraldur segir einnig ekki hægt
ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Er faðir Gunnars þegar á hólminn er komið
Faðir og sonur
en líka sam-
starfsfélagar.
Haraldur Dean
fylgir Gunnari
eftir í alla bar-
daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Aron
Guðmundsson
skrifar frá London
aron
@frettabladid.is
að hunsa mannlegt eðli. „Þegar
maður er í horninu hjá mönnum
sem manni þykir vænt um, manni
eins og Gunnar er fyrir mér, vill
maður heldur ekki sjá andstæðing
hans meiðast illa. Hann á líka fjöl-
skyldu og ástvini. Það er mín sýn að
ef ég bæri ekki þessar tilfinningar
innra með mér þá hefði ég stórkost-
legar áhyggjur af minni stöðu.“
Virðing fyrir andstæðingnum
„Innst inni veit maður líka að í
hverjum bardaga er einhver sem
tapar. Þess vegna hef ég alltaf haft
þessa sýn, er ofboðslega ósáttur við
hegðun sem margir í þessu sporti
beita. Eru með stæla, beita reiði og
í kjölfar bardagans sýna þeir and-
stæðingi sínum lítilsvirðingu. Ég
hata þetta af öllu hjarta. Ef þú getur
ekki fundið til með þeim sem lýtur í
lægra haldi þá þarftu bara alvarlega
að athuga hausinn á þér.“
Við þessi orð Haralds rifjast það
upp hjá blaðamanni þegar hann
hitti þá feðga á hóteli í Lundúnum
fyrir tveimur dögum. Gunnar sat
í sófa á hótelinu með teymi sínu
og við hlið hans var fyrrverandi
andstæðingur hans, Bretinn Leon
Edwards, sem Gunnar tapaði fyrir
á sínum tíma. Ég ákveð að nefna
þetta við Harald vegna þess að til-
finningin við að horfa á bardaga í
UFC er oftar en ekki sú að maður
heldur að eftir bardaga skilji and-
stæðingarnir ósáttir, búnir að lemja
hvor á öðrum.
„Það er fyndið að þú nefnir þetta
því hérna beint á móti mér eru
Gunnar og Leon einmitt í góðum
samræðum,“ segir Haraldur, en
við tölum saman í gegnum síma.
„Okkar stefna hefur alltaf verið sú
að við berum virðingu fyrir and-
stæðingnum og við vissum það
þegar Gunnar mætti Edwards að
hann væri ekki að fara á móti óvini
sínum heldur keppinaut.“
Haraldur segist sjálfur ekki hafa
neinar sérstakar væntingar fyrir
komandi bardaga Gunnars gegn
Takashi Sato. „En ég er hins vegar
sannfærður um að Gunnar sé betri
alhliða bardagamaður. Ég geri mér
vonir um að hann vinni þennan
bardaga en ég er hins vegar búinn að
vera það lengi í kringum þetta sport
til þess að vita að maður á engan rétt
á að gera einhverjar kröfur.“
Haraldur segist líka vita að það er
ekkert öruggt í þessu sporti. „Ég hef
séð menn sem hafa komið inn sem
minni spámenn í bardaga en endað
á því að bera sigur úr býtum. Það
þarf ekki nema eitt högg og dags-
formið í þessari íþrótt skiptir líka
miklu máli. Í MMA er hver bardagi
bráða bani, bardaginn klárast þegar
dómarinn stoppar hann. Það er allt
undir í þessu og ekkert víst.“
Það er bannað að vera fáviti
Þá má segja að framganga Gunnars
hafi opnað ýmsar dyr fyrir MMA
á Íslandi. Hann er brautryðjandi
Íslendinga á sínu sviði og það
hefur haft jákvæð áhrif á umhverfi
íþróttarinnar á Íslandi. Til að
mynda er búið að koma upp glæsi-
legri æfingaaðstöðu og miðstöð hjá
Mjölni í Öskjuhlíðinni.
„Við eru stolt af þessu. Það er ekk-
ert sem hamlar okkur í því að halda
MMA-keppni heima á Íslandi en
það má samt segja að okkur skorti
enn þá hluti í kringum umgjörð-
ina hjá okkur. Við þurfum ekkert
að finna upp hjólið í þeim efnum
heldur getum bara horft til Noregs
eða Svíþjóðar. Uppbyggingin sem
hefur orðið á undanförnum árum
er mikil, við erum rosa stolt og
ánægð með aðstöðuna og áhugann
á íþróttinni. Vonandi helst það
bara.“
Haraldur segir hins vegar að
hafa verði eina grundvallarreglu í
huga varðandi íþróttina og starfið
hjá Mjölni. „Það er bannað að vera
fáviti, eins og hljómsveitin Dimma
segir. Slagsmálahundar eiga ekkert
erindi í þetta sport. Við gerðum
okkur grein fyrir því þegar við
fórum af stað með þetta að það yrði
ásókn frá hópi fávita í starf okkar,
hópi sem vill vera góður í að berja
fólk, og slíkir einstaklingar eiga
heima fyrir utan íþróttina. Þeir ein-
staklingar vilja beita ofbeldi.“
Haraldur segir einstaklinga sem
tilheyra þessum hópi hafa reynt að
komast að hjá Mjölni. „Við vorum
svakalega harðir á þessu og vísuðum
mönnum frá. Þessir einstaklingar
fara inn í þetta á röngum forsendum
og eiga ekkert erindi í okkar starf, ég
vil ekki sjá þá og þeir eru ekki vel-
komnir í Mjölni.“ ■
aron@frettabladid.is
Búist er við að hundruð Íslendinga
leggi leið sína til Lundúna og í O2-
höllina á laugardaginn þar sem
Gunnar Nelson snýr aftur í bar-
daga búrið á vegum UFC og mætir
Takashi Sato. Heiðar Smith er einn
af Íslendingunum sem eru á leiðinni
út til Lundúna.
„Maður hefur heyrt af því að það
sé fullt af fólki að fara að leggja leið
sína til Lundúna,“ segir Heiðar í
samtali við Fréttablaðið.
Þetta verður f immti bardagi
Gunnars sem Heiðar fer á en með
honum í för verða þrír vinir hans.
Heiðar er smeykur við andstæð-
ing Gunnars en vonast auðvitað
eftir því að Gunnar hafi betur.
„Ég held að hann (Sato) sé hættu-
legur standandi og með öf luga
vinstri hönd en Gunnar var á sínum
tíma að æfa mikið með Conor
McGregor sem er einnig með öfluga
vinstri og hann hefur pottþétt lært
eitthvað af honum,“ segir Heiðar
Smith í samtali við Fréttablaðið. ■
Hundruð Íslendinga í O2-höllinni
Spennan er
að byggjast
upp fyrir utan
02-höllina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ARON