Fréttablaðið - 18.03.2022, Síða 21
Þegar þeir finna lausn
á þessu er þessi bíll
sem Mercedes er með
algjört skrímsli.
Kristján Einar Kristjánsson,
lýsandi Formúlu
1 á Viaplay og
hlaðvarpsstjórn-
andi Pittsins.
Aðalfundur VR
Fundurinn fer fram bæði sem stað
fundur og fjarfundur í senn. Félagar
sem ætla að sækja fundinn verða
að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12.00 á
hádegi á fundardegi.
Allar kosningar á fundinum verða
rafrænar og fundargögn sömuleiðis.
Mikilvægt er að öll sem mæta á fund
inn hafi meðferðis viðeigandi búnað
(tölvu eða snjalltæki) til þess að geta
tekið þátt í kosningum.
Á dagskrá eru hefðbundin aðal
fundarstörf, reglugerðar breytingar
og ákvörðun um innborgun í
VR varasjóð.
Skráning, dagskrá og frekari
upplýsingar er að finna á
vr.is/adalfundur
VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is
Aðalfundur VR verður haldinn mánudaginn
28. mars 2022 kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Vill bæta met Schumacher
Lewis Hamilton mætir aftur
til leiks eftir að hafa misst
áttunda heimsmeistara-
titilinn úr greipum sér á
lokametrunum í fyrra og er
eflaust hungraðri en nokkru
sinni. Hann vantar enn einn
heimsmeistaratitil til að
verða sigursælasti ökuþór
allra tíma og skjótast fram
úr Michael Schumacher. „Ég
hugsa að hann hafi ekki verið
hungraðri í langan tíma, í raun
frá fyrsta meistaratitlinum.
Hann er ekki í þessu út af
peningunum, heldur til að
skilja eftir sig arfleifð sem
besti ökuþór allra tíma. Hann
er handhafi allra meta, nema
að hann deilir metinu yfir
flesta heimsmeistaratitla
með Michael Schumacher,“
segir Kristján, aðspurður
hvernig hugarfar Hamilton sé
eftir vonbrigði síðasta árs.
„Um leið og honum tekst
að bæta metið er ekki lengur
hægt að rífast um það hvort
hann sé besti ökuþór allra
tíma.“
Pressan nær ekki til hans
Augu flestra verða á hinum
nýkrýnda heimsmeistara,
Max Verstappen, í upphafi
árs og hvernig honum og Red
Bull tekst að fylgja eftir fyrsta
heimsmeistaratitli ökuþóra
Hollendingsins. Verstappen
tókst að stöðva sigurhrinu
Hamilton á síðasta tímabili
og eygir nú að verða sautjándi
maðurinn með fleiri en einn
heimsmeistaratitil ökuþóra.
„Ég held að þessi pressa
hafi ekki áhrif á Max. Hann
virðist hafa verið fæddur að
eigin mati til að verða heims-
meistari og honum finnst
þessi pressa bara eðlileg.
Pressan verður kannski helst
á honum að nýta forskotið
sem Red Bull virðist vera með
í upphafi tímabils, miðað við
æfingarnar,“ segir Kristján.
„Í þessum slag á milli Ver-
stappen og Hamilton hugsa
ég að það sé mikilvægt fyrir
Verstappen að byrja vel því
Merdeces-bíllinn leit ekki jafn
vel út á æfingunum, þó að það
gæti auðvitað hafað breyst.“
Fjórum mánuðum eftir að
úrslitin réðust á síðustu
sekúndum eins æsilegasta
lokaspretts sögunnar hefst
titilvörn Max Verstappen
í Formúlu 1 í Barein um
helgina. Langflestir verða
með augastað á baráttu Ver-
stappen og Lewis Hamilton
eftir dramatík síðasta árs.
kristinnpall@frettabladid.is
FORMÚLA 1 „Alveg fram á síðasta
dag leit Ferrari langbest út á æfing-
unum. Mín spá er sú að í upphafi
tímabilsins verði Red Bull og Ferr-
ari skrefinu á undan Mercedes en
Mercedes-bíllinn er með rosalega
mikinn kraft og gæði sem þeir þurfa
að ná að sækja út úr bílnum,“ segir
Kristján Einar Kristjánsson, lýsandi
Formúlu 1 á Viaplay og hlaðvarps-
stjórnandi Pittsins, hlaðvarps um
Formúlu 1, aðspurður hvort það
yrði tveggja hesta kapphlaup að
nýju í Formúlu 1 þetta árið eða
hvort önnur lið gætu blandað sér í
baráttuna.
Það eru tólf ár liðin síðan annað
lið en Red Bull og Mercedes vann
meistaratitilinn og undanfarin ár
hefur Mercedes verið í sérf lokki,
þar til Verstappen tókst að stöðva
sigurgöngu Hamilton á síðasta ári.
Ólíklegt er að aðrir ökuþórar og
framleiðendur geri atlögu að titl-
inum í ár þar sem liðin virðast í sér-
flokki.
„Það var afar stór reglubreyting
sem átti sér stað á milli ára þegar
kemur að hönnun bílanna sem
hefur áhrif á frammistöðu bílanna
á beinu köflunum. Mercedes hefur
átt erfitt uppdráttar með flöktið á
bílunum á beinu köflunum (e. por-
poisin) í upphafi árs og hefur fyrir
vikið ekki náð að fullnýta krafta
bílsins á meðan þetta vandamál er
enn til staðar. Þegar þeir finna lausn
á þessu er þessi bíll sem Mercedes er
með algjört skrímsli.
Þess vegna skiptir öllu máli fyrir
Verstappen að byrja tímabilið vel,
helst vinna fyrstu keppnirnar, því
það veit enginn hversu öflugur þessi
Mercedes-bíll verður þegar þeir
ná að hámarka getu bílsins,“ segir
Kristján. n
Tveir í sérflokki í
titilbaráttunni
FÖSTUDAGUR 18. mars 2022 Íþróttir 13FRÉTTABLAÐIÐ