Fréttablaðið - 18.03.2022, Qupperneq 28
Ég held að Íslendingar
viti ekki af því hversu
vinsæll Íslenski dans-
flokkurinn er út á við.
Andrean
LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b
spadinn.is
PIZZUR
ALLA
L Í K A
KALLA
KONUR
&
ninarichter@frettabladid.is
Tilnefningar til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna voru kynntar í Hörpu
í gær, en verðlaunin verða nú veitt
í einhverju formi í tuttugasta og
níunda sinn.
Britpopparinn heimsfrægi Damon
Albarn hlýtur þar tilnefningu í
f lokki poppplötu ársins. Flestar
tilnefningar hlýtur djasstónlistar-
maðurinn Tumi Árnason, og eru
þær sex talsins. Rokkbandið Super-
sport, rapparinn Birnir og diskó-
sveitin Flott hljóta hvert um sig
fjórar tilnefningar.
Kristján Freyr Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri verðlaunanna, minn-
ist verðlaunahátíðarinnar 2020,
sem haldin var um svipað leyti og
heimsfaraldurinn skall á.
„Um miðjan mars 2020 var
Covid að skella á og þetta var eigin-
lega bara síðasta boðið. Þetta var
ógleymanlegur dagur. Við vorum
að fá af boðanir fram eftir degi og
margt fólk sem ætlaði að afhenda
verðlaun, meðal annars forseti
Íslands og menntamálaráðherra,
var að afboða sig þennan dag,“ segir
Kristján Freyr.
Á síðasta ári fór verðlaunahátíðin
fram í beinni útsendingu frá Silfur-
bergi í Hörpu.
Íslensku tónlistarverðlaunin 2022
fara fram í Hörpu þann 30. mars, að
viðstöddum fjölda manns, í beinni
útsendingu á RÚV.
Aðspurður hvort Damon Albarn
ætli að láta sjá sig á stóra kvöldinu
svarar Kristján Freyr: „Ég hafði
samband til að athuga hvort hann
ætlaði að mæta í gær, en hann var
farinn aftur út til Bretlands og er að
túra. En ég mun að sjálfsögðu tékka
á því, það væri náttúrulega sudda-
lega gaman.“ n
Suddalega gaman að fá Damon
Kristján Freyr
Halldórsson,
framkvæmda-
stjóri Íslensku
tónlistarverð-
launanna
Lokasýningar Rómeó <3 Júlíu
eftir Ernu Ómarsdóttur og
Höllu Ólafsdóttur, í uppsetn-
ingu Íslenska dansflokksins,
fara fram í Borgarleikhúsinu
á miðvikudag og fimmtudag.
Sýningar á verkinu hófust í
október. Dansarar í verkinu
segja sýninguna eftirsótta
erlendis og hefja sýningatúr
til Noregs og Spánar í apríl.
ninarichter@frettabladid.is
Heimsfaraldur setti strik í reikn-
inginn og seinkaði frumsýningu á
dansverkinu Rómeó <3 Júlíu í upp-
setningu Íslenska dansf lokksins.
Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafs-
dóttir sömdu verkið með þýsku
dansfélagi fyrir nokkrum árum en
sýndu það loksins á Íslandi, með
Íslenska dansf lokknum, í fyrra-
haust. Sýningin var tilnefnd til
hinna virtu Faust-sviðslistaverð-
launa.
„Sem er rosalegt. Svo í rauninni
var þetta verk tilbúið,“ segir Sigurð-
ur Andrean Sigurgeirsson dansari.
„En svo vildu Arna og Halla taka
það lengra og gera það með okkar
líkömum og okkar sviðsframkomu.“
Héldu áfram í heimsfaraldri
Aðspurður hvernig heimsfaraldur
hafði áhrif á dansheiminn, svarar
hann að lukkulega sé Íslenski dans-
flokkurinn íslensk ríkisstofnun og
þannig hafi þau fengið að halda
áfram sínu daglega starfi. „Við
mættum á æfingar og í vinnuna
nema þegar var eitthvað mjög
strangt samkomubann. Þess utan
voru það eiginlega bara sýningarnar
sem við gátum ekki sýnt.“
Saga Sigurðardóttir, meðdansari
Andrean í verkinu, segir að útrásin
við að setja jafn stóra sýningu á svið
og raun ber vitni sé mikil veisla.
„Hún er svo mikið fyrir augað og
þetta er svo mikil dans- og leik-
húsveisla. Sjónræn og líkamleg og
rómantísk. Allar tilfinningarnar.“
Andrean tekur undir orð Sögu:
„Hún er öfgafull og spilar á blæ-
brigði tilfinninga. Þetta fjallar um
Rómeó og Júlíu, sem er þessi unga
ást sem allir vita og þekkja einhvern
veginn,“ segir hann.
Tjáning án orða
„Með sýningunni, og með dans-
inum, getum við teygt okkur í alla
króka og kima tilfinninga sem ekki
er hægt að tjá með orðum. Í sam-
spili með þessari tónlist getum við
með dansinum, annað en í leikhúsi,
náð að hreyfa við fólki á djúpstæð-
ari máta heldur en til dæmis með
orðum,“ segir Andrean.
„Mér finnst hún fara alveg inn í
það, þessi einstaka litla fallega ást,
og yfir í hatrið og reiðina. Af því að
ástin getur verið það fallegasta, og
það ljótasta, sem maður upplifir.“
Hann segir dansverkið hafa náð
miklum vinsældum erlendis. „Við
erum að fara að ferðast með þessa
sýningu og túra rosa mikið. Það er
mikil eftirspurn eftir þessu verki.“
Þar má nefna sýningarferðalag til
Noregs og Spánar með vorinu.
„Ég held að Íslendingar viti ekki
af því hversu vinsæll Íslenski dans-
f lokkurinn er út á við. Við erum
rosalega rík af hæfileikaríku sviðs-
listadansfólki. Við erum rosalega
mikið alltaf í sýningarferðum.“
Grallaraskapur í smæðinni
Aðspurð hvað það sé í íslenskum
menningarjarðvegi sem þau telja
að búi til góða dansara, svarar Saga:
„Að einhverju leyti er það grall-
araskapur, sem er til staðar hér í
listasenunni. Við erum lítið sam-
félag af því að við erum svo nálægt
hvert öðru og óhrædd við að teygja
okkur á greinar innan listarinnar,
að tónlistinni og myndlistinni.“
Andreas er sammála því. „Og eins
og með allt á Íslandi erum við alltaf
að finna nýjar leiðir og við erum
svo, svona – gráðug í að finna eitt-
hvað nýtt.“
„Og að vera leikandi,“ svarar Saga.
„Og leitandi, gagnvart listinni og
forminu. En líka ógeðslega mikill
metnaður af því að við erum svo lítil
og viljum vera best!“ n
Ástin bæði það fallegasta og
ljótasta sem maður upplifir
Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Saga Sigurðardóttir dansa í verkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI