Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar Ég er mjög heppinn. Ég er heppinn að hafa aldrei verið handtekinn með fíkniefni, þegar ég neytti þeirra. Ég er heppinn að hafa haft löngun til þess að hætta neyslu þeirra. Ég er heppinn að hafa haft öruggt húsnæði á meðan ég beið eftir því að komast inn á Vog og ég er heppinn hafa ekki þurft að bíða lengi. Ég er heppinn að hafa haft stuðning foreldra minna þegar ég útskrifaðist þaðan. Þessi heppni heitir öðru nafni forréttindi. Ég þekki fólk sem er ekki eins heppið, fólk sem er í dagneyslu fíkniefna og hefur ekki allan þann stuðning sem ég hafði til þess að verða edrú. Fólk sem hefur mátt þola harðræði og orðið fyrir áföllum sem það deyfir með neyslu. Þetta fólk má ekki vera til á Íslandi, það er ólöglegt. Þegar þau óska eftir læknisaðstoð hjá neyðarlínunni er lögreglan gjarnan send á staðinn, lögreglan sem þau ótt- ast. Lögreglan sem tekur af þeim efnin þeirra, lögreglan sem læsir þau inni. Þetta fólk má ekki vera til. Afglæpavæðing hefur verið til umræðu. Niðurstaða ríkis- stjórnarinnar er sú að það er of f lókið mál, með því meina þau auðvitað að þeim er sama. Þeim er sama um þetta fólk sem má ekki vera til. Og í vikunni frestaði heilbrigðisráðherra nýju frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta fram á haust. Vorið er nýgengið í garð. Þetta fólk sem ekki má vera til má bíða þangað til. Kannski fá þau einn daginn fulltrúa í ríkisstjórn. Kannski. Núverandi heilbrigðis- ráðherra er í öllu falli skítsama um heilbrigði þeirra. n Heppinn nova.is Skjáumst! Apple iPhone 13 128GB 184.990 kr. 199.990 kr. 5G Samsung Galaxy S21 FE 5G 128GB 129.990 kr. Hvort sem þig vantar pínulítinn skjá á úlnliðinn, skjá í vasann eða rosalega stóran skjá á vegginn þá eigum við græjur í það! Mundu samt að líta stundum upp úr skjánum og slaka á. Njóttu lífsins, fyrir þig! 5G 5G 15.000 króna afsl. 15.000 króna afsl. Apple iPhone 13 Pro Max 128GB 204.990 kr. 219.990 kr. Samsung Galaxy A12 64GB 29.990 kr. eSIM Apple Watch Series S7 LTE 41mm 89.990 kr. 99.990 kr. Úrlausn fylgir! 10.000 króna afsl. Samsung The Frame QLED 50” 189.990kr. MatarKlipp Þú færð fjórar máltíðir á 5.990 kr. og getur hámað í þig allskonar hamborgara, pizzur, pítur, bökur og vefjur af matseðli á ótal veitingastöðum hvenær sem er! Skoraðu hungrið á hólm! HRINGINN OPIÐ ALLAN SÓLAR- Á GRANDA OG Í MJÓDD Fermingar- skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík www.partybudin.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.