Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 42
TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Missy Mazzoli, Svein Lúðvík Björnsson og Önnu Þorvaldsdóttur Stjórnandi: Daníel Bjarnason Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 11. mars Jónas Sen Aron Copeland sagði einu sinni að það að hlusta á fimmtu sinfóníuna eftir Ralph Vaughan Williams væri eins og að stara á belju í 45 mínútur. Verkin á tónleikum Sinfóníu­ hljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum 11. mars voru miklu áhugaverðari. Þau voru engar beljur á beit, heldur einkenndust af spennandi framvindu, kræsilegum hljómum og mögnuðum hljóðfæra­ samsetningum. Hið fyrsta var Sinfonia (for Orbit­ ing Spheres) eftir Missy Mazzoli. Það er hugleiðing um sólkerfið, um plán­ etur sem hringsnúast um sjálfar sig og um sólina. Á sama hátt fara ólíkir hljóðfærahópar hring eftir hring, og heildarmyndin snýst líka. Tónlistin er þó ekki bara einhver endurtekn­ ing, heldur vex ásmegin með kraft­ mikilli stígandi. Nálægð við hljómsveitina Verkið var flutt í Eldborginni í Hörpu fyrir ekki löngu síðan, og kom þá satt best að segja ekkert sérstak­ lega vel út. Það virkaði fremur flatt og litlaust. Hér voru tónleikarnir hins vegar haldnir í Norðurljósa­ salnum sem bauð upp á miklu meiri nálægð við hljómsveitina. Fyrir vikið heyrðust smáatriðin betur, og tón­ listin virkaði mun hnitmiðaðri; það gerðist meira í henni. Daníel Bjarnason stjórnaði hljóm­ sveitinni ákaflega vel. Hljóðfæra­ leikurinn var nákvæmur og agaður, en samt gæddur viðeigandi krafti. Heildarhljómurinn var voldugur og þéttur. Hvergi var dauður punktur í tónlistinni. Næst á dagskrá var tónsmíð eftir Svein Lúðvík Björnsson sem nefndist Glerhjallar. Hún var tileinkuð minn­ ingu Atla Heimis Sveinssonar, sem var kennari Sveins. Fyrir mjög löngu síðan birtist háðsglósa um Atla í Pressunni – sem eitt sinn var, um að ef Atli myndi láta út úr sér um fyrirhugaða tónleika Iron Maiden í Laugardalshöllinni að þar væru á ferðinni áhugaverðir tón­ listarmenn, þá myndi hann tryggja að enginn kæmi á tónleikana. Svona var staðan á nútímatónlist fyrir 30 árum síðan; fáir sýndu henni nokkra athygli. Þetta hefur sem betur fer breyst og núna var ágætis mæting, þrátt fyrir framúrstefnulega dagskrá. Hrífandi skáldskapur Verk Sveins kom afskaplega vel út. Það einkenndist af hvössum, háværum tónum (einmitt í stíl Atla Heimis) sem svo umbreyttust í eitt­ hvað annað; önnur blæbrigði, aðrar hljómasamsetningar sem komu sífellt á óvart. Umgjörð tónlistar­ innar var fremur hófsöm, þar voru engar melódíur, aðeins áferð og blæbrigði. Engu að síður var skáld­ skapurinn hrífandi og hljómsveitin kom honum prýðilega til skila. Síðasta tónsmíðin var Catamor­ phosis eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Nafnið er myndað úr tveimur orðum, catastrophe eða katastrófu og metamorphosis, þ.e. umbreyt­ ingu. Innblásturinn mun vera gjör­ eyðing mannkyns ef ekkert verður gert í umhverfismálum, og vonin um að horfur muni breytast til batnaðar. Tónlistin var heillandi. Hún byrj­ aði á hálfgerðri ringulreið, á sárs­ aukafullum hljómum sem líkt og misstu fókusinn í hvívetna. Smám saman birti þó til og það var ákaf­ lega fagurt. Hljómarnir voru ekki af þessum heimi, stefbrot og hendingar voru heillandi, magnþrungin undir­ alda skapaðist sem var alveg einstök. Útkoman var höfugur tónaseiður sem lengi verður í minnum hafður. ■ NIÐURSTAÐA: Þrjú glæsileg verk vöktu mikla ánægju. Vonin um bjartari framtíð á tónleikum Anna Þorvaldsdóttir tónskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LEIKHÚS Manndýr Tjarnarbíó í samstarfi við MurMur Productions Sviðshöfundur, listrænn stjórnandi og flytjandi: Aude Busson Leikmynd, búningar og sviðshöfundur: Sigríður Sunna Reynisdóttir Tónlist og hljóðmynd: Björn Kristjánsson (Borko) Heimspekikennari: Marion Herrera Leikmyndagerð: Steinunn Marta Önnudóttir Búningagerð: Ólöf Ágústína Stefánsdóttir Lýsingarhönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Framkvæmdastjórar: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir og Renaud Durville Raddir barnanna: Nemendur í Landakotskóla Sigríður Jónsdóttir Af hverju er maðurinn til? Af hverju eru börn til? Hver er munurinn á mönnum og dýrum? Hvert erum við að fara? Til hvers notum við peninga? Hvað er samfélag? Mann­ dýr er þátttökuleikhús fyrir leik­ húsgesti á öllum aldri og var ein af leiksýningunum sem var stöðugt frestað sökum faraldursins. Í milli­ tíðinni var sýningin sýnd í skólum en komst loksins á svið Tjarnarbíó um síðastliðna helgi. Mikilvægt að börn fái að taka þátt í leikhúsi á sínum eigin forsendum og að hlustað sé á þeirra raddir. Börn eru vitsmunaverur sem hafa sterkar skoðanir, alls konar hugmyndir um lífið og af þeim sökum skal ekki tala niður til þeirra. Manndýr teygir sig nánast alla leiðina aftur í Stóra hvell og rannsakar í orðum, gjörðum og hreyfingum hvernig þróun heims­ ins og mannfólksins átti sér stað. Risastórar hugmyndir fyrir lítið leiksvið enda er ekki á hverjum degi sem hlutverk heimspekikennara er skráð í leikskrá en því sinnir Marion Herrara hér. Notaleg samverustund Enginn eiginlegur höfundur er skráður fyrir Manndýrum heldur má ætla að sýningin hafi verið samin af hópnum. Listrænn stjórn­ andi og f lytjandi er Aude Busson sem hefur unnið mikið með börn­ um í gegnum tíðina og kann svo sannarlega að láta þeim líða vel í leikhúsinu. Hún nær augnsam­ bandi við gestina, dregur athyglina til sín með flæðandi hreyfingum og laumar litlum verkefnum til hópsins með fáum orðum. Úr verður notaleg samverustund sem leynir á sér og má svo sannarlega mæla með. Björn Kristjánsson, kannski betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Borko, sér um tónlist og hljóðmynd. Tónlistin fellur vel að sýningunni, ómþýð og stílhrein, og undirstrikar hversu fjölhæfur tónlistarmaður hann er. Í byrjun verksins fá áhorf­ endur nokkur augnablik til að heyra raddir nemenda úr Landakotsskóla þar sem þeir svara á skeleggan máta spurningunum sem settar voru fram í byrjun þessa pistils. Raddir barnanna eru síðan rauði þráðurinn í sýningunni en þær týnast örlítið eftir því sem verkefnin verða stærri. Framúrskarandi umgjörð Listræn umgjörð Manndýra er framúrskarandi. Sigríður Sunna Reynisdóttir hefur verið meira og meira áberandi síðustu ár, en hún sá einnig um leikmynd og búninga í Ástu fyrr á þessu leikári. Henni tekst að skapa hlýjan og síbreyti­ legan heim á leiksviði Tjarnarbíós, sem er mjög krefjandi svið þar sem hátt er til lofts og svarti liturinn stundum yfirþyrmandi. Í stað þess sitja áhorfendur í kringum fjöl­ skrúðugt tré sem geymir marga leyndardóma. Þær Steinunn Marta Önnudóttir sem sér um leikmynda­ gerð og Ólöf Ágústína Stefánsdóttir sem sér um búningagerð sjá til þess að hönnunin komist til skila á eftir­ minnilegan máta. Manndýr er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og lista­ smiðja eins og segir í leikskrá. Áhorfendur fá tækifæri til að taka sér hvíld frá amstri dagsins, hugsa um samhengi hlutanna og búa til eitthvað fallegt saman. Margt smátt gerir nefnilega eitt stórt og samvinna er lykilatriði í samfélagi ólíkra einstaklinga. Börn feta sig áfram í líf inu með aðstoð full­ orðinna og fyrirmynda en þau eru líka dugleg að minna okkur eldri á það sem skiptir máli. Ábyrgðin er okkar allra, stórra og smárra mann­ dýra. ■ NIÐURSTAÐA: Blíð og ljúf leik- sýning um risastórar hugmyndir. Stóri hvellur og litla fólkið Listræn um- gjörð Manndýra er framúr- skarandi, segir leiklistargagn- rýnandi Frétta- blaðsins. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Tuttugu ára afmælistónleikar Kammerkórs Reykjavíkur verða sunnudaginn 27. mars kl. 16.00. Gestasöngvarar eru Gissur Páll Gissurarson tenór, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran og Ragnar Árni Sigurðarson tenór. Gestakórar sem koma fram eru Söngfjelagið, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson, Kór Laugarneskirkju, stjórnandi Elísabet Þórðardóttir, Kammerkór Seltjarnarneskirkju, stjórnandi Friðrik Vignir Stefáns­ son og ÁR kórinn, stjórnandi Hildi­ gunnur Einarsdóttir. Einsöngvarar kóranna eru Kristín R. Sigurðardóttir, Ragnhildur Þór­ hallsdóttir, Axel Kristinsson, Smári Vífilsson, Þorsteinn Freyr Sigurðs­ son, Ingunn Sigurðardóttir, Þor­ steinn Þorsteinsson og Sigurlaug Arnardóttir. Blok k f lautuleikari er Helgi Bjarna son, píanóleikari Jón Sigurðs­ son og orgelleikari Elísabet Þórðar­ dóttir. Tónleikarnir eru tileinkaðir Úkraínu. ■ Afmælistónleikar Kammerkórsins Kammerkór Reykjavíkur heldur upp á 20 ára afmæli. MYND/AÐSEND Tónleikarnir eru til- einkaðir Úkraníu. Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- RUMUR flannel skyrta Kr. 9.990.- SÓLA zip-o göngubuxur Kr. 17.990.- RÖKKVI göngubuxur Kr. 11.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES Merínó ennisband Kr. 2.990.- BRIMNES meðalþykkir göngusokkar Kr. 2.150.- HVÍTANES Merino peysa Kr. 13.990.- HVÍTANES merino buxur Kr. 11.990.- SANDEY Flíshanskar Kr. 2.990.- 18 Menning 24. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 24. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.