Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hildur er litaglöð í fatavali og leitast almennt eftir því að blanda saman nýjum og notuðum flíkum með glæsilegri útkomu. Hún þorir að fara sínar eigin leiðir og fylgja sannfæringu sinni og þar koma stjórnmálin sterk inn. Hildur hefur alltaf haft mikinn áhuga á stjórn- málum, fasteignum, útihlaupum og sætabrauði sem má segja að sé afar góð blanda. Eins og komið hefur fram er Hildur nýkjörinn oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík en hún hefur starfað sem borgarfulltrúi síðast- liðin fjögur ár. „Ég hef heilmikla ástríðu fyrir borgarmálunum enda standa þau fólki svo nærri. Þau snúa að daglegu lífi fólks og nauðsyn- legri þjónustu í hversdeginum. Ég elska borgina og brenn fyrir því að gera hana betri fyrir okkur öll.“ Hefur þú ávallt haft skoðun á því hvernig fötum þú vilt klæðast? „Ætli ég hafi ekki haft nokkuð sterkar skoðanir á því alveg frá barnæsku. Fataval er samt enginn miðpunktur í mínu lífi og ég á fremur auðvelt með að velja föt sem henta mér.“ Mamma og móðuramma fyrirmyndirnar Þegar Hildur er spurð hvort hún eigi sér fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði segir hún að það séu þær sem hafa staðið henni næst. „Ætli mamma og móðuramma mín heitin séu ekki helstu fyrir- myndirnar. Þar hefur áherslan verið á fáar en vandaðar flíkur og persónulegan stíl. Amma sagði alltaf „ekkert er ódýrt sem óþarft er“, sem er ágætt að hafa hugfast við fatainnkaup.“ Hvernig myndir þú lýsa fata- stílnum þínum? „Síðustu ár hefur hann almennt verið nokkur litskrúðugur. Hér áður fyrr gekk ég nær eingöngu í svörtu en nú verða bjartir litir oftar fyrir valinu. Mér finnst gaman að blanda saman nýju og notuðu og legg almennt áherslu á að kaupa færri en vandaðri flíkur.“ Kjóll og hælar við formlegheitin Finnst þér skipta máli í hverju þú kemur fram við formlega viðburði? „Mér finnst aðallega skipta máli að fötin endurspegli persónuna og láti manni líða vel. Við formleg tilefni vel ég sennilega oftast kjól og háa hæla.“ Þegar konur vilja láta bera virðingu fyrir sér og ávinna sér traust, finnst þér þá skipta máli hvernig þær klæða sig og hvernig fylgihluti þær bera? „Hér áður fyrr töldu konur sig þurfa að klæða sig eins og karlar til að njóta virðingar. Ég hef aldrei nálgast fataval með þeim hætti og finnst þvert á móti mikilvægt að sýna konur í ábyrgðarstöðum sem jafnframt eru kvenlegar í klæða- burði. Ég reyni að ávinna mér traust með gjörðum og framkomu – fatavalið endurspeglar svo bara persónuleikann.“ Aðspurð segist Hildur vera mikið fyrir föt sem eru inndregin í mittið þegar kemur að vali á sniðum. Það heilli hana frekar er annað. „Ég er mikið fyrir föt sem eru inndregin í mittið en að öðru leyti er ég nokkuð opin fyrir sniðum. Á síðustu árum hef ég lagt aukna áherslu á þægileg og klæðileg snið.“ Áttu þér uppáhaldsf líkur? „Ég er mikið fyrir hlýjar og góðar yfirhafnir. Í sérstöku uppáhaldi þessa dagana er gul ullarkápa sem ég fékk á helmingsafslætti í COS. Ég er mikil aurasál og finnst sérlega skemmtilegt að finna mér góðar vörur á góðu verði.“ Áttu þinn uppáhaldshönnuð? „Mér finnst MAGNEA alveg svakalega flottur fatahönnuður.“ Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Hildur er þekkt fyrir sinn glæsi- lega fatastíl og fáguðu fram- komu hvert sem hún kemur. Hún velur sér klæðileg og vönduð föt sem henni líður vel í. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hildur er mikið fyrir föt sem eru inndregin í mitti og undirstrika kvenlegan vöxt. Hér er Hildur í fal- legri ljósri buxnadragt með mynstri, sem er inndregin um mittið og við dragtina valdi Hildur bláa hælaskó með oddmjórri tá sem er hennar uppáhaldsskósnið. Bláir tónar klæða Hildi vel og má segja að blár sé einn af hennar litum. Hér klæðist Hildur bláum gallasamfestingi úr gallaefni, sem bundinn er í mittið og kemur vel út. Bleikir og bláir tónar Þegar kemur að litavali, fylgir þú tískustraumunum hverju sinni eða áttu þér þína uppáhaldsliti sem þér finnst klæða þig best? „Bleikur hefur alla tíð verið minn uppáhaldslitur en hann hefur ekki læðst inn í fataskápinn í miklum mæli fyrr en síðustu ár. Sennilega vegna tískustrauma. Mér er reyndar sagt af mér fróðara fólki að bleikir og bláir tónar klæði mig vel. Sel það ekki dýrara en ég keypti.“ Hvernig myndir þú lýsa skótísk- unni sem þú heillast helst af? „Ég vel mér oftast frekar fínlega skó enda finnst mér grófari skór klæða mig illa.“ Þegar þú velur þér fylgihluti, hvað finnst þér vera ómissandi að eiga í dag? „Ég á nánast enga skartgripi og nota lítið af fylgihlutum. En í mínum huga eru góðir skór, vandaðar yfirhafnir og góð taska það mikilvægasta í fata- skápnum.“ Flíkur sem hafa notagildi Hildur segist vanda fatakaupin og velja klassískar f líkur sem endast lengi. „Ég hef síðasta áratuginn haft aukinn áhuga á „slow fashion“ sem byggir á því að kaupa færri en vandaðri f líkur sem endast um lengri tíma. Ég fer ekki til útlanda og kaupi hrúgald af fötum sem endast stutt. Mun fremur kaupi ég bara eina f lík sem endist lengur. Áður en maður veit af hefur maður byggt upp góðan skáp af vönduðum flíkum í klass- ískum sniðum sem hafa notagildi næstu áratugina. Það er eitthvað sem ég mæli með.“ n 2 kynningarblað A L LT 24. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.