Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 1
5 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 4 . M A R S 2 0 2 2 Samupplifunin er mikilvæg Kántrísveifla í gangi í poppinu Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22 HRINGINN OPIÐ ALLAN SÓLAR- Á GRANDA OG Í MJÓDD Pssst ... Einn smellur og maturinn lifnar við! – með Snjallverslun Krónunnar Þú finnur Snjallverslun Krónunnar í App store Play store kronan.is Forsætisráðherra segir áherslu vera lagða á mesta mögulega gagnsæi við sölu Íslandsbanka. elinhirst@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Þegar viðskiptin verða gerð upp mun Bankasýsla ríkisins birta upplýsingar um þau enda áhersla stjórnvalda að eins mikið gagnsæi og mögulegt er ríki um söluna. Verðmæti eftirstand- andi hluta ríkisins jókst verulega eftir frumútboðið í fyrra þannig að það verð sem fékkst nú var í takti við væntingar,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. „Fyrsti hluti Íslandsbanka – eða 35 prósent – var seldur í fyrra með þátttöku meira en 20.000 nýrra hluthafa. Núna er seldur um það bil fimmtungur með söluaðferð sem er sambærileg því ferli sem víðast hvar er notað í sambærilegum við- skiptum í Evrópu.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kveðst mjög ánægður með söluna og fram- kvæmd hennar. Hann segist sjálfur ekki hafa séð lista yfir kaupendur enn þá, en næst sé að gera grein fyrir hvernig kaupendahóparnir skiptast. Það séu að langmestu leyti innlendir aðilar sem hafi keypt í Íslandsbankaútboðinu og lífeyris- sjóðirnir séu stærstir. „Mér sýnist að það sé íslenskur almenningur sem er að verða eig- endur í bankanum gegnum lífeyr- issjóðina. Við erum að koma á heil- brigðara eignarhaldi í bankakerfinu og við erum að fá mjög gott verð,“ segir Bjarni. SJÁ SÍÐU 4 OG 8 Áherslan á mesta mögulega gagnsæi við sölu bankans D Ó M S M Á L Fy r r verandi íbúar Bræðraborgarstígs 1 og fjölskyldur þeirra þriggja sem létust í brun- anum í húsinu sumarið 2020 hafa stefnt eiganda hússins og krefjast bóta upp á rúmar 324 milljónir. Upphæð bótanna sem er krafist er allt frá fjórum milljónum upp í nær 30 milljónir, samanlagt 324.174.202 krónur auk vaxta. Í stefnunni er vísað í skýrslu Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar, í minnisblaði byggingarverkfræð- ings sem unnið var fyrir lögmann eigandans eru miklar athugasemdir gerðar við ýmis atriði í skýrslunni. Miða hefði átt við reglugerð bruna- varna frá byrjun 20. aldar en ekki síðustu aldamótum. SJÁ SÍÐU 4 Krefja eiganda á Bræðraborgarstíg um 300 milljónir FÓTBOLTI Af þeim ársreikningum sem knattspyrnufélög í tveimur efstu deildum á Íslandi hafa skilað er aðeins ÍA sem greinir frá því hversu mikinn ríkisstyrk félagið fékk en það fékk um 30 milljónir króna í ríkisstyrk. Öll íþróttafélög gátu sótt um styrk vegna Covid-lokana. Flest félög færa þessa fjármuni undir aðrar tekjur og því er ekki hægt að sjá hversu mikið ríkið setti í vasa knattspyrnudeilda á síðasta ári. Ljóst er að stærri félög á höfuðborgarsvæðinu fengu stærri sneið af kökunni en Skagamenn. Mikil aukning er í útgjöldum og virðist vera launaskrið í íslenskum fótbolta en laun og launatengd gjöld hækka mikið á milli ára. SJÁ SÍÐU 12 Ríkið varði háum fjárhæðum til knattspyrnustarfs Lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur í útboðinu í Íslands- banka. Það er til marks um endalok samkomutakmarkana sem fylgdu Covid-faraldrinum að í gær náðu þessir stórglæsilegu nemendur í 7. bekk Vesturbæjarskóla að frumsýna jólaleikritið Jóladagbókin. Leikritinu hefur verið frestað síðustu tvenn jól en nú, skömmu fyrir páska, fengu foreldrar að koma í sal skólans og njóta sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.