Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 9. tölublað . 110. árgangur . LÖNGU HÆTTUR EF ÞETTA VÆRI EKKI GAMAN TÍMARIT, BLOKKIR, DALIR OG HÚSGÖGN HUNDRUÐ SKRÁÐ SIG Í FORSÖLU OH MAMA 24 VIÐSKIPTAMOGGINNHEIMIR RÍKARÐSSON 22 „Við vorum fylgj- andi því sem kom fram í minnisblaði sóttvarnalæknis og landlæknis, þess efnis að við hefðum alveg get- að hugsað okkur meiri aðgerðir í samfélaginu, ein- faldlega vegna þess að róðurinn er hægt og bítandi að þyngjast hjá okkur,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúk- dómadeildar Landspítalans. Ríkis- stjórnin kynnti í gær óbreyttar sótt- varnaaðgerðir næstu þrjár vikur. „Mér fannst bæði heilbrigðisráð- herra og forsætisráðherra mjög mál- efnaleg í sínum tilsvörum við ráð- herrabústaðinn, þetta var ákvörðunin núna og þau horfa til næstu daga og framþróunar í faraldrinum og ég held að við séum öll spennt að sjá hvernig sú framþróun verður,“ segir Már, spurður hvernig hann bregðist við tíð- indunum. Áður verið höfðað til fólks „Ég get alveg fellt mig við þessa niðurstöðu, að svo komnu máli. Það hefur náttúrulega maður gengið und- ir manns hönd við að höfða til fólks. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra, þannig að með samstilltu átaki getum við í rauninni alveg hald- ið að okkur höndum í samskiptum og öðru slíku og reynt að ná þeim mark- miðum sem að sóttvarnalæknir gerði að umtalsefni, um að ná þessum smit- um niður í undir fimm hundruð á dag,“ segir Már. „En sagan, hún er þannig að það hefur áður verið höfðað til fólks í land- inu og það hefur ekki verið sérstak- lega árangursríkt.“ »4 Spennt að sjá þró- un faraldursins - Hefðu getað hugsað sér meiri aðgerðir Már Kristjánsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynntu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundi hennar í Ráðherrabústaðnum í gær. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegs- ráðherra, gat aftur á móti gengið af fundinum án þess að fjöl- miðlar krefðu hana um nokkur svör, ólíkt því sem áður var. Nærri tvö ár verða brátt liðin frá því faraldurinn nam hér fyrst land, sem hann gerði í lok febrúar árið 2020. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherrar svöruðu fyrir óbreyttar aðgerðir yfirvalda Baldur Arnarson baldura@mbl.is Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, segir þúsundir Íslendinga hafa fengið heimsendingu á lyfjum í gegnum app Lyfju síðustu daga. „Á einu ári hefur orðið tæplega 170% aukning á sölu í gegnum appið og er appið orðið eitt af okkar stærstu apótekum í dag,“ segir Karen Ósk. Lyfja setji þessa dagana daglega met í fjölda heimsendinga. Tilefnið er að ríflega 20 þúsund manns eru í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar. Vísbending um fleiri fæðingar Það hefur víðtæk áhrif en fram hefur komið í Morgunblaðinu að met hafa fallið í netsölu með matvöru. Karen Ósk segir sóttvarnir hafi leitt til breytinga á neyslumynstr- inu. „Það var margt áhugavert í neyslubreytingum Íslendinga, við hefðum til dæmis getað spáð fyrir um aukningu barnsburða á árinu löngu áður en tölur voru birtar því sala á meðgöngusjálfsprófum jókst gífurlega,“ segir Karen Ósk. Kjartan Örn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir áhrif faraldursins á eftirspurnina al- mennt hafa verið meiri í upphafi. Sala lyfja við tímabundnum kvillum hafi sveiflast meira, sem megi e.t.v. rekja til þess að fólk veigri sér frek- ar við að sækja meðferð. Eykst með hverri bylgju Hákon Steinsson, framkvæmda- stjóri Lyfjavers, segir að eftir að fyrirtækið opnaði netapótek í októ- ber 2020 hafi salan aukist stöðugt. „Með hverri bylgju faraldursins hefur pöntunum í netapótekinu fjölgað og nýir viðskiptavinir bæst í hópinn,“ segir Hákon. Svanur Valgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Lyfsalanum, segir fyrirtækið ekki farið af stað í netsölu heldur bíði það samþykkis hjá til þess bærum yfirvöldum. Netsala með lyf tekur kipp með sóttkví þúsunda - Lyfja setur met daglega - Lyfjaver fær nýja viðskiptavini Morgunblaðið/Sverrir Lyfsala Margir kaupa lyf á netinu. M »ViðskiptaMogginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.