Morgunblaðið - 12.01.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Vélar fyrir
atvinnumenn
og
handverksfólk
Yfir 40 ára frábær
reynsla á Íslandi
Opið virka daga 9-18
laugardaga 10-16
Spónsuga
550W
Verð 53.700
Slípivél
BTS800
Verð 49.980
Súluborvél
DP16
Verð 64.840
Smergill
BG150
Verð 24.960
Fræsari HF50
Verð 95.320
Spónsug
Woova3
Verð 129.760
Borðsög HS80
Verð 38.690
Iðnaðarsuga
DC100
Verð 38.840
Slípivél
OSM600
Verð 66.100
Slípivél
BTS700
Verð 36.180
Vefverslun brynja.is
Slípivél
OSM100
Verð 53.180
Tifsög
Deco-flex
Verð 61.790
Hefill HMS1080
Verð 112.740
Borðsög TS310
Verð 108.500
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
sætum meira íþyngjandi og víðtæk-
ari takmörkunum en gengur og
gerist í nágrannaríkjum,“ segir Ás-
dís. „Það snýr að atvinnulífinu og
samfélaginu öllu, þannig að við
séum að stíga svipuð skref og er-
lendis, þannig að við reynum að
lágmarka þennan efnahagslega
skaða. Því það eru takmörk fyrir
því hversu mikinn skaða við þolum.
Hversu mikinn skaða ríkissjóður
þolir, atvinnulífið og við öll.“
Friðrik og Ásdís telja að breytt
staða vegna heimsfaraldursins
muni óhjákvæmilega hafa áhrif á
komandi kjarasamninga, en þar
bíði þó enn margvísleg óleyst
vandamál frá fyrri tíð. Þar á meðal
sé mikill fjöldi samningsaðila, eink-
um í launþegahreyfingu, sem ýti
undir „höfrungahlaup“ í samn-
ingum.
Þurfum að ræða sam-
eiginlega hagsmuni
- Aðilar á vinnumarkaði í viðtali um faraldurinn og horfur
Morgunblaðið/Hallur
Vinnumarkaður Friðrik Jónsson, formaður BHM, og Ásdís Kristjánsdóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri SA, ræða viðhorf í atvinnulífi og kjaramálum.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Það er nauðsynlegt að launþega-
hreyfing og atvinnurekendur geti
rætt sameiginlega hagsmuni af
hreinskilni og skynsemi, þó að
áherslurnar séu ekki endilega hinar
sömu.
Þetta segir Friðrik Jónsson, for-
maður Bandalags háskólamanna
(BHM), en hann ásamt Ásdísi
Kristjánsdóttur, aðstoðarforstjóra
Samtaka atvinnulífsins (SA), eru í
viðtali við Dagmál Morgunblaðsins,
streymi sem er opið öllum áskrif-
endum.
Þau Friðrik og Ásdís eru sam-
mála um að Ísland hafi að flestu
leyti sloppið vel í heimsfaraldr-
inum, sem nú sjái vonandi fyrir
endann á. Við blasi að ekki sé til
lengdar unnt að viðhalda þeim mót-
vægisaðgerðum, sem gripið hafi
verið til með misjöfnum árangri þó.
Þau eru einnig sammála um að
breytt eðli faraldurins kalli á önnur
viðbrögð, nú þegar um 10% starf-
andi fólks í landinu eru í einangrun
eða sóttkví. Aðeins það kosti at-
vinnulífið milljarða króna í mánuði
hverjum, en þá eru ótaldar tapaðar
tekjur og ónýtt tækifæri.
„Okkur ber skylda til þess að
bregðast við og benda á það ef við
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir, hefur auglýst eftir
prestum í fjögur laus störf hjá
þjóðkirkjunni og er umsóknar-
frestur um þau til miðnættis 24.
janúar nk.
„Það telst vera óvenjulegt um
þessar mundir að auglýst eru fjög-
ur störf presta laus, þar af þrjú
sóknarprestsstörf og eitt prests-
starf. Skýringin er sú að um tíma
hefur verið í gildi ráðningarbann
hjá Þjóðkirkjunni og rann það út 1.
janúar sl,“ segir í frétt á kirkjan.is.
Biskup auglýsir laus þrjú störf
sóknarpresta, þ.e. í Víkurpresta-
kalli, Suðurprófastsdæmi, Skál-
holtsprestakalli, Suðurprófasts-
dæmi og Þingeyraklausturspresta-
kalli, Húnavatns- og Skagafjarðar-
prófastsdæmi. Loks er auglýst
starf prests í Egilsstaðaprestakalli,
Austurlandsprófastsdæmi.
Biskup ræður presta til starfa að
loknu starfi matsnefnda. Miðað er
við að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst, en í síðasta lagi þremur
mánuðum eftir að niðurstaða um
ráðningu liggur fyrir.
Sækja ber rafrænt um störfin á
vef kirkjunnar og leggja fram til-
skilin gögn í rafrænu formi. Vakin
er athygli á því í fréttinni á kirkj-
an.is að hafi umsækjandi ekki ósk-
að nafnleyndar verður nafn hans
sem umsækjanda um starfið birt á
vef kirkjunnar að liðnum
umsóknarfresti. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Skálholt Starf sóknarprests þar hefur verið auglýst laust til umsóknar.
Biskup auglýsir
fjögur störf presta
- Ráðningarbann rann út um áramótin