Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vonandi léttist á biðröðinni með þeim aðgerðum sem við undirbúum nú,“ segir Díana Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Flesta morgna er löng og á köflum tvöföld bílaröð við verslunarhús Krónunnar á Selfossi þar sem sýnatökur vegna Covid-19 fara fram. Bílarnir eru á stundum í hundruðum og röðin, sem minnir helst á ógnarlangan orm, hlykkjast um göt- urnar vestast í byggðinni á Selfossi, nærri kirkjunni. Lest þessi blasir til dæmis við þegar komið er inn í bæinn úr vestri að Ölfusárbrú. Stundum getur tekið nokkrar klukkustundir að komast í próf – og á meðan gerir fólk sér biðina bærilega með því að líta í bók eða símann sinn. Þá hafa konur stundum sést taka upp prjónana sína. Öngþveiti og óþægindi Í bókun bæjarráðs Árborgar frá því á dögunum er til þess mælst að HSU leita allra leiða til að breyta fyrir- komulagi sýnatöku svo ekki skapist sú örtröð sem verið hefur að undanförnu í götum nálægt sýnatökustað. Öng- þveiti þetta valdi íbúum, til dæmis við götuna Þóristún, talsverðum óþægindum. Telur bæjarráð ljóst að sýna- tökustaðurinn í Krónunni anni ekki öllu því álagi sem þangað er beint. Um þetta segir Díana að vandinn sé ljós og sífellt sé reynt að finna leiðir til að létta á stöðunni. Kalli er svarað Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á mánudag var stjórnendum HSU í síðastliðinni viku send áskorun 600 íbúa í Þorlákshöfn sem vilja sýnatökur þar í bæ. Ótækt sé að bæjarbúar þurfi að sækja slíka þjónustu á Selfoss eða til Reykjavíkur eins og nú er. Þessu kalli Þorláks- hafnarbúa hefur nú verið svarað og ætlunin er að á morg- un, fimmtudag, verði opnaður sýnatökustaður í Þorláks- höfn. Sá verður í ráðhúsi sveitarfélagsins við Hafnar- berg, þar sem eru stór og rúmgóð salarkynni sem þykja henta vel fyrir þessa starfsemi. Securitas sér um sýna- tökurnar, líkt og gert er á Selfossi og á Hvolsvelli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veira Fólk bíður í bílum sínum eftir að komast í sýnatökur, sem eru í kjallara verslunarhúss Krónunnar. Lestin langa hlykkjast um vesturbæinn á Selfossi og er íbúum til ama, svo bæjaryfirvöld hafa gert athugasemdir. Biðröð á Selfossi minnir helst á ógnarlangan orm - Létt á með nýjum sýnatökustað - Þjónusta í Þorlákshöfn Engar breytingar verða á fyrir- komulagi sóttvarnaaðgerða næstu þrjár vikurnar. Enn verða 20 manna samkomutakmarkanir með undan- þágum fyrir 50 manna samkomur á sitjandi viðburðum og 200 manna samkomum með neikvæðum hrað- prófum fyrir Covid-19. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra tilkynnti um þetta að rík- isstjórnarfundi loknum í gær. Áfram verður stuðst við tveggja metra nálægðarmörk á milli fólks sem ekki er í nánum tengslum og eins metra nálægðarmörk þar sem er grímuskylda. Aðspurður segir Willum Þór að einhugur hafi ríkt um ákvörðunina að framlengja núverandi aðgerðir innan ríkisstjórnar. Þá kvaðst hann hafa farið eftir tillögum sóttvarna- læknis, samkvæmt minnisblaði hans, í einu og öllu. Spá 90 manns á spítala Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir og Már Kristjánsson, yfir- læknir Covid-göngudeildarinnar, sögðu á opnum fundi velferðarnefnd- ar Alþingis um sóttvarnaaðgerðir í gær að kórónuveirusmit verði eitt- hvað í kringum þúsund á dag innan- lands fram í febrúar og spár geri ráð fyrir því að 90 muni liggja inni á Landspítala vegna veirunnar í lok janúar, þar af 20 á gjörgæslu. Dekkri spá gerir ráð fyrir 30 sjúk- lingum á gjörgæsludeild en þeir yrðu 10 samkvæmt bjartsýnni spá. Már sagði ljóst að ef verstu spár gengju eftir yrði eitthvað undan að láta. Hörgull yrði á starfsfólki og spítalinn þyrfti að skrúfa niður kröf- ur; láta færra starfsfólk glíma við fleiri sjúklinga. Hann sagði enn fremur að fræði- lega séð væri hægt að hafa 45 í rúmi á gjörgæslu en spítalinn hafi ekki sérhæfðan mannskap til að sinna svo miklum fjölda. Þórólfur sagði að stjórnvöld væru alveg á brún þess að þurfa að herða aðgerðir enn frekar til að koma í veg fyrir alvarlega stöðu. Markmiðið væri nú að ná smitum niður í 500 á dag. Þá fór Þórólfur yfir mikla upp- sveiflu í faraldrinum vegna tilkomu Ómíkron-afbrigðisins og sagði útlit fyrir að það afbrigðið tæki alveg yfir hægt og bítandi. Áfram 20 manna fjöldatakmörk - Einhugur í ríkisstjórn - Tillögum sóttvarnalæknis fylgt í einu og öllu - Fræðilega séð geti 45 verið á gjörgæslu - Alveg á brún þess að þurfa að herða aðgerðir - Markmið að ná smitum niður í 500 á dag Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSHmeðCovid-19 frá 1. júlí 2021 júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 206 1.553 1.191 41 virkt smit greindist á landamærum Heimild: LSH og covid.is 43 einstaklingar eru látnir 154 1.191 nýtt innanlandssmit greindist sl. sólarhring Fjöldi staðfestra smita innanlands Fjöldi staðfestra virkra smita á landamærum Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð staðfest Covid-19-smit 10.326 erumeðvirktsmit og í einangrun 9.732 einstaklingar eru í sóttkví 39 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af sjö á gjörgæslu, fjórir í öndunarvél 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 39 41 Ráðstafanir framlengdar um þrjár vikur 20 manna almennar samkomutak- markanir, 50 á sitjandi viðburðum, 200með neikvæðum hraðprófum. 2 metra nálægðarmörk.Grímuskyldam.a. í verslun- um og almenningssamgöngum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnvöld Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Alþýðusamband Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að koma upplýs- ingum til innflytjenda um bólusetn- ingar vegna Covid-19 og hvatt þá til að þiggja hana. Þau ítreka að at- vinnurekendur megi ekki ganga lengra en löggjafinn í skyldubólu- setningum. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Tilefnið var áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir. „Við höfum lagt okkar af mörkum til að koma upplýsingum til innflytj- enda í gegnum okkar „kanala“ um bólusetningar til að upplýsa fólk og hvetja það. Að því sögðu hef ég tölu- vert miklar áhyggjur af því að þetta búi til misrétti á vinnumarkaði, að við séum að ganga inn í eitthvert tímabil þar sem eru bólusettir ann- ars vegar og óbólusettir hins vegar. Þetta getur varðað atvinnuöryggi beinlínis að kjósa að bólusetja sig ekki,“ sagði Drífa. Hluti launa endurgreiddur Annar gestur fundarins var Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Í ræðu sinni sagði hann að ríkis- stjórnir Norðurlandanna hefðu brugðið á það ráð að endurgreiða fyrirtækjum hluta launa starfs- manna sinna sem hafa verið skikk- aðir einangrun. Hann segir þetta stærsta einstaka bjargræðið sem hægt er að veita inn í íslenska at- vinnulífið núna. Hafa áhyggjur af atvinnuöryggi - Hvetja innflytjendur til bólusetningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.