Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐIR STÓLAR fyrir ráðstefnu- veislu- og fundarsali Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið. Við sérpöntum eftir þínum óskum! Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ekkert mál sem ég hef látið mig varða á Alþingi hefur fengið jafn sterk viðbrögð og frumvarp mitt um rýmri reglur um dreifingu ösku lát- inna. Mjög margir hafa haft sam- band við mig og fagnað þessu mjög,“ segir Bryndís Haraldsdóttir alþing- ismaður. Hún hefur í þriðja sinn lagt fram frumvarp um rýmkun reglna um dreifingu ösku látinna og vonar að það verði samþykkt nú. Þrír stjórnarmenn í Kirkjugarða- sambandi Íslands segja ekki brýna nauðsyn til að rýmka reglurnar, samkvæmt aðsendri grein þeirra í Morgunblaðinu í gær. Bryndís telur að dreifing ösku lát- inna utan kirkjugarða sé algengari en opinberar tölur segja og ekki allt- af farið að lögum. Margir viti hrein- lega ekki að um þetta gildi lög. Hún nefndi fréttamynd af dreifingu ösku við Gullfoss, sem er bannað, og hefur heyrt af fólki sem dreifði ösku sama manns á fleiri en einum stað. „Ég fæ ábendingar um að það sé mikil þörf fyrir að rýmka þessar reglur, þótt starfsfólk kirkjugarðanna hafi ekki heyrt af því,“ segir Bryndís. Hún telur að rýmri reglur um dreifingu ösku utan kirkjugarða ógni ekki framtíð kirkjugarðanna og hefðum sem þeim fylgja. Bryndís kveðst hafa aflað sér upplýsinga frá Norðurlöndum um hvaða reglur gilda þar varðandi dreifingu ösku. „Löggjöf þar er frjálsari en hér. Þar er t.d. leyft að merkja staði þar sem ösku er dreift, eins og skóg- arlundi. Verði frumvarp mitt sam- þykkt verður frjálsræðið hér meira en á Norðurlöndum því ég vil gefa þetta alveg frjálst,“ segir Bryndís. Útlendingar vilja hvíla hér Vart hefur orðið aukins áhuga út- lendinga á að dreifa ösku látinna ást- vina hér á landi. Sumir þeirra sem óskuðu þess að eiga hinstu hvílu hér á landi höfðu aldrei til Íslands komið og jafnvel bara séð myndir héðan. Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norður- landi eystra, segir að slíkum beiðn- um hafi farið að fjölga fyrir nokkrum árum. Þannig bárust 52 umsóknir um dreifingu ösku utan kirkjugarða 2018, árið 2019 komu 63 slíkar um- sóknir og þar af um helmingur frá útlendingum. Talsvert dró úr slíkum beiðnum 2020 þegar þær voru 38 og 42 umsóknir komu 2021. Hlutfall umsókna frá útlendingum lækkaði til mikilla muna tvö undangengin ár. Það er rakið til faraldursins og fækkunar ferðamanna. „Það hefur dálítið verið um svona umsóknir frá Bandaríkjunum og svo frá Frakklandi og Þýskalandi en miklu minna frá öðrum löndum,“ segir Halldór. Hann nefnir sem dæmi vel stæðan Bandaríkjamann sem aldrei hafði komið hingað en séð myndir frá Íslandi og vildi láta dreifa ösku sinni á Siglufirði. Honum varð að hinstu ósk sinni og Björg- unarsveitin Strákar dreifði ösku hans í fjöllum fjarðarins. „Það má dreifa ösku látinna á öræfum eða í sjó, að fengnu leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Stundum koma beiðnir um að dreifa ösku látinna á vinsælum ferðamannastöðum, en það er ekki leyft,“ segir Halldór. Óskir hafa t.d. borist um að dreifa ösku á fjörum á Suðurlandi og það er leyft sé fjaran ekki fjölsótt. Eitthvað er einnig um að ösku Ís- lendinga sem búið hafa erlendis sé dreift hér, en það er ekki algengt. Öskufrumvarpið vekur sterk viðbrögð - Talsvert um að útlendingar vilji láta dreifa ösku sinni hér Bryndís Haraldsdóttir Halldór Þormar Halldórsson Morgunblaðið/Kristinn Bálstofa Tveir líkbrennsluofnar eru í Fossvogskirkju í Reykjavík. Fyrir Al- þingi liggur frumvarp um rýmri reglur varðandi dreifingu ösku látinna. Í stað þess að vera byrjaðir neta- róðra eins og venjulega á þessum árstíma vinna skipverjar á Erling KE 140 að því að hirða það sem er nýtilegt úr skipinu. Það skemmdist í bruna um áramótin þar sem það lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn án þess að nokkur yrði var við eldinn. Ekki er talið svara kostnaði að gera við skipið, sem er tæpra 60 ára og verður það væntanlega dregið til Belgíu þar sem það fer í brotajárn. Þosteinn Erlingsson, útgerðar- maður í Saltveri í Keflavík, segir að unnið sé að því að fá annað skip í stað Erlings, hvort sem það verði keypt eða leigt. Mestu skipti að ekk- ert tjón hafi orðið á fólki í brunan- um. Allt svart og á kafi í sóti Halldór Guðjón Halldórsson, skipstjóri á Erling KE síðustu tólf ár, segist hafa farið frá borði síðdeg- is fimmtudaginn 30. desember. Þeg- ar hann hafi síðan komið til vinnu á mánudagsmorgni eftir áramót hafi aðkoman verið nöturleg. „Allt var svart og á kafi í sóti,“ segir Halldór. „Við vonuðum fyrst að pústið hefði gefið sig því ljósavél- in var í gangi, en fljótlega kom í ljós að eldur hafði mallað í mannlausu skipinu í einhvern tíma. Brunatjón varð einkum í setustofu framan við borðsalinn, en sót var um allt; í íbúðum og uppi í brú. Netin voru komin á bryggjuna og til stóð að fara út að leggja, en það verður ein- hver bið á því,“ segir Halldór. Ekki er vitað um eldsupptök. Erling KE var smíðaður í Noregi 1964 og er 250 tonn. Á skipinu eru um 1.500 þorskígildistonn, þar af um 1.200 tonn af þorski. Áður hefur skipið borið nöfnin Óli á Stað, Júlli Dan, Barðinn, Skírnir og Akurey og verið gert út frá ýmsum stöðum. aij@mbl.is Slæm aðkoma Séð inn eftir gangi að vistarverum og inn í eldhúsið. Í brotajárn eftir bruna um borð - Ekki varð vart við eldinn um áramótin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Erling KE Skipið var byggt 1964 og hefur einkum verið á netum síðustu ár. Arna Schram, sviðs- stjóri hjá Reykjavík- urborg og fv. formað- ur Blaðamannafélags Íslands, lést á Land- spítalanum í gær, 53 ára að aldri. Arna fæddist 15. mars árið 1968 í Reykjavík, dóttir Ell- erts B. Schram, fv. rit- stjóra og þingmanns, og Önnu Guðlaugar Ásgeirsdóttur tölvu- ritara. Hún ólst upp í Reykjavík, gekk í Vesturbæjarskólann og Hagaskóla og varð stúdent frá MR árið 1988. Arna lauk BA-gráðu í stjórn- málafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarhá- skóla, auk MBA-gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík. Arna hóf störf í blaðamennsku ung að árum, byrjaði á DV en fór þaðan á Morgunblaðið vorið 1995. Þar starf- aði hún allt til ársins 2006 sem blaða- maður á innlendri fréttadeild, lengst af sem þingfréttaritari en sinnti einnig kvöldfréttastjórn um skeið. Arna skrifaði jafnframt viðhorfs- og þingpistla í Morgunblaðið. Hún var aðstoðarritstjóri tímarits- ins Króníkunnar um skamman tíma og eftir það fréttastjóri á Viðskipta- blaðinu um þriggja ára skeið. Árið 2010 var Arna ráðin upplýsinga- fulltrúi Kópavogs- bæjar og ári síðar varð hún forstöðu- maður menn- ingarmála hjá Kópa- vogsbæ. Frá vor- mánuðum 2017 til dauðadags gegndi hún starfi sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs Reykjavík- urborgar. Meðfram þeim störfum var hún m.a. stjórnarformaður Ráðstefnu- borgarinnar Reykjavík, Meet in Reykjavik. Hún starfaði um hríð hjá Háskól- anum í Reykjavík og var formaður Listdansskóla Íslands. Arna gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands (BÍ) og tók virkan þátt í al- þjóðlegu samstarfi á þeim vettvangi. Var varaformaður félagsins 2003- 2005 og formaður á árunum 2005- 2009. Þá átti hún sæti í fjölmiðla- nefnd, sem fulltrúi BÍ. Eftirlifandi dóttir Örnu er Birna Ketilsdóttir Schram, f. 1994. Morgunblaðið þakkar Örnu sam- fylgdina og góð störf og sendir fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Andlát Arna Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.