Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
æstum öll börn á aldr-
inum níu til 18 ára eiga
farsíma. Flest segjast
þau eyða miklum tíma á
samfélagsmiðlum, á það við um 63%
nema í 8.-10. bekk og 70% fram-
haldsskólanema, og algengasti sam-
félagsmiðill þeirra er YouTube.
Rúmlega helmingur nemenda á ung-
linga- og framhaldsskólastigi lækar
daglega við færslur á samfélags-
miðlum og þriðjungur þeirra segir
að þeim finnist erfitt að vita hvaða
fréttum á samfélagsmiðlum er hægt
að treysta. Þetta er meðal niður-
staðna úr umfangsmikilli könnun
sem Menntavísindastofnun Háskóla
Íslands gerði fyrir fjölmiðlanefnd
um tækjaeign og virkni níu til 18 ára
grunn- og framhaldsskólanema á
samfélagsmiðlum.
Þegar spurt var um notkun
samfélagsmiðla kom í ljós að í fjórða
til tíunda bekk eru næstvinsælustu
samfélagsmiðlarnir Snapchat (72%)
og TikTok (69%). Meðal framhalds-
skólanemanna komu Instagram
(90%) og Snapchat (90%) næst á eft-
ir Youtube. Meðal bæði grunn- og
framhaldsskólanema eru 83% sam-
mála því að þau hafi mikil samskipti
við vini sína á samfélagsmiðlum og
er hlutfall stelpna átta prósentustig-
um hærra en stráka.
Fram kemur að langflestir þátt-
takendur á bæði unglinga- og fram-
haldsskólastigi (63% og 76%) eru
sammála því að þeir fái mikið af aug-
lýsingum á samfélagsmiðlunum.
61% framhaldsskólanemenda
ĺækar daglega við færslur á sam-
félagsmiðlum, og 55% drengja og
69% stúlkna í framhaldsskólum deila
myndum eða myndböndum í lok-
uðum hópum.
Rúmlega þriðjungur nemenda í
áttunda til tíunda bekk hefur séð eft-
ir einhverju sem þeir deildu á sam-
félagsmiðlum. „Meðal framhalds-
skólanema er hlutfallið aðeins
hærra, eða 41%. Stelpur eru líklegri
en strákar til að hafa séð eftir ein-
hverju sem þær deildu á samfélags-
miðlum. Á unglingastigi grunnskóla
er hlutfallið meðal stráka 28% en
stelpna 38%. Í framhaldsskóla eru
sambærilegar niðurstöður, 35% hjá
strákum og 47% meðal stelpna,“
segir í umfjöllun fjölmiðlanefndar.
Nær öll með farsíma og
virk á samfélagsmiðlum
Námsefni Notkun netsins í námi
eykst verulega með aldrinum.
Upplifun ungs fólks af samfélagsmiðlum
Könnun meðal nemenda í 8.-10. bekk og framhaldsskóla
Strákar Stelpur
Hlutfall þeirra sem eru sammála fullyrðingunum (%)
Heimild: Fjölmiðlanefnd
Sjá eftir sumu sem viðkomandi
hafa deilt á samfélagsmiðlum
Erfitt að vita hvaða fréttum er hægt
að treysta á samfélagsmiðlum
Eyða miklum tíma á
samfélagsmiðlum
Fá mikið af auglýsingum á
samfélagsmiðlum
8.-10. bekkur Framhaldsskóli 8.-10. bekkur Framhaldsskóli 8.-10. bekkur Framhaldsskóli 8.-10. bekkur Framhaldsskóli
64
82
61
7173
79
52
60
38
47
28
35 36
40
30
33
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það verður
ekki betur
séð en að
einn af þingmönn-
um í stjórnarand-
stöðu hafi reynt að
slá sér upp með því
að leggja til að
kórónumerki Kristjáns níunda
yrði tekið af þinghúsinu þegar
ljóst varð að danska handbolta-
liðið réð ekki við það franska.
Það er ekki öllum gefið að skilja
samhengið, en galdurinn felst í
að hefði dönskum tekist að
leggja þá frönsku þá hefði það
íslenska komist í undanúrslit!
Þessi íþróttafrétt minnir á
aðra, áratuga gamla, úr skíð-
unum: Ísland hefði fengið stig
ef Jakobína hefði ekki dottið!
Þingmaðurinn fékk mörg stig í
netheimum vegna hugmyndar
sinnar um hefndaraðgerðir
gegn Dönum en segir tillöguna
hafa verið tilbúna áður en tap
Dana fyrir Frökkum kom eins
og kinnhestur í andlit Íslend-
inga.
Nú mætti ætla að þingmönn-
um hefði runnið blóðið til skyld-
unnar með hefðbundinni aðgerð
þingheims um að skvetta strax
fjármunum í átt að vandanum
og senda skattgreiðendum
reikninginn. Ísland var lengi að
jafna sig eftir Fjórtán tvö um
árið, en engum datt þá í hug að
rífa upprunalega skreytingu af
því tilefni.
Þingmaðurinn segist hafa
fengið mörg læk vegna fram-
taksins, sem núorðið þykir dýr-
mætara en atkvæði. En hann
hafi verið búinn að „semja til-
löguna“ áður. Nú er ekki víst að
tillagan hafi verið frumsamin
enda hefur hún áður verið flutt
og rædd. Þegar Alþingishúsið
var reist nefndu þingmenn að
fálkinn yrði settur í stað
þorsksins við hlið ríkis-
skjaldarmerkisins, „en það
hafðist ekki“. Pétur Ottesen
talaði lengi og sterklega fyrir
því, að skjaldarmerki Íslands
yrði komið fyrir á Alþingishús-
inu í stað merkis Kristjáns ní-
unda, en vann því ekki fylgi.
Þorsteinn Halldórsson
skjaldarmerkjafræðingur
skrifaði grein í Morgunblaðið,
þar sem hann sagði að á
Alþingishúsinu væri ekkert
danskt skjaldarmerki að finna.
„Hitt er annað mál að þar er á
þaki hússins fangamark Krist-
jáns konungs níunda, sem telja
verður eðlilegt, þar sem húsið
var byggt á valdaárum hans.
Krýndur þorskur hafði verið á
framhlið hússins, en hann var
tekinn niður 1904 og nýtt
skjaldarmerki, silfraður fálki á
bláum grunni, kom í staðinn.
Bæði merkin voru tekin niður
1911 og hefur ekkert skjaldar-
merki hangið utan á Alþingis-
húsinu síðan.“ Skjaldar-
merkjafræðingurinn talaði
gegn því að fjarlægja fanga-
mark kóngsins og
benti á, að hvað
skjaldarmerkið
með þorskinum
varðaði ættu flestir
erlendir menn, sem
um skjaldar-
merkjafræði skrif-
uðu, erfitt með að skilja „því í
ósköpunum við létum af notkun
þess. Skjaldarmerki sem á upp-
runa sinn að rekja til miðalda.“
Á árinu 1988 flutti Árni Gunn-
arsson tillögu til þingsályktunar
um að íslenska skjaldarmerkinu
yrði komið fyrir á Alþingishús-
inu í stað merkis Kristjáns ní-
unda. Árni sagðist ekki telja
„viðunandi að Alþingi Íslend-
inga komi saman undir merki
erlends konungs. Það getur
varla verið keppikefli æðstu
stofnunar sjálfstæðrar þjóðar
að hafa valdsmerki erlends kon-
ungs á húsi sínu,“ sagði hann.
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, síðar forseti Alþingis,
talaði gegn því að „minnis-
merkið gamla verði fjarlægt af
Alþingishúsinu“. Hann vitnaði
til greinar Þórs Magnússonar
þjóðminjavarðar í Morgun-
blaðinu, sem sagði m.a.: „Al-
þingishúsið er friðlýst sam-
kvæmt lögum sem Alþingi sjálft
setti, enda er það hús eitt merk-
asta byggingarsögulega minnis-
merki landsins og verða menn
að taka því að það skuli teiknað
af dönskum arkitekt og byggt af
dönskum múrarameistara.
Friðun þess þýðir að húsinu
skuli ekki breytt að ófyrirsynju,
enda hefur þess verið gætt í
seinni tíð að halda því sem best
við og í sinni réttu og upphaf-
legu mynd, ytra sem innra.
Færi Alþingi nú í fljótræði að
svipta húsið þessu sögulega
minnismerki, væri framið mikið
óhæfuverk og slíkt eru aðrar
þjóðir löngu hættar að gera.
Mundi þá fleira geta komið á
eftir og mætti ætla að skjaldar-
merkinu á safnahúsinu með kór-
ónunni yrði þar næst lógað og
síðan kynni mönnum að detta í
hug að mátulegra væri að setja
styttu af einhverjum stjórn-
málamanni sem getið hefði sér
orð framan við Stjórnarráðið í
stað styttunnar af Kristjáni
konungi níunda.“
Eiður Guðnason, flokksbróðir
Árna, sagði að tillagan „hefði
gjarnan mátt vera óflutt“. „Ef
við ætlum að fara að afmá sögu-
leg minnismerki af byggingum
erum við í rauninni að hrófla við
okkar menningararfi og þjóðar-
sögu.“ Eiður benti á, að „á Dóm-
kirkjunni hér við hliðina er vind-
hani, efst á honum er gullin
kóróna og ártalið 1847“.
Nú er reyndar komið í tísku í
Bandaríkjunum, og þeim þar
síst til sóma, að hefna sín á
styttum þar sem fyrirmyndin
hefði ekki verið algóð á sinni tíð.
Verði það skilyrðið má sleppa
styttum.
Sumir bregðast við
handboltatapi ann-
arra þjóða með
kröfu um niðurrif
minnismerkja}
Merkin inni lakari
N
iðurstöður félagsdóms voru birt-
ar 25. janúar sl. í máli Alþýðu-
sambands Íslands fyrir hönd
Flugfreyjufélags Íslands, gegn
Samtökum atvinnulífsins fyrir
hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Ice-
landair ehf.
Gerð var sú eðlilega krafa að Icelandair, sem
hafði þegið stuðning ríkisins við að segja upp
fólki, réði starfsfólkið inn aftur í starfsald-
ursröð þegar starfsemi fyrirtækisins leyfði.
Icelandair hafði ekki gert það heldur valið úr
hópnum eftir eigin geðþótta.
Niðurstaða félagsdóms er skýr um að Ice-
landair hafi borið að fara eftir starfsaldri þegar
félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og
flugþjóna.
Í rökstuðningi Samtaka atvinnulífsins sem
tók til varnar fyrir Icelandair segir: „Stefndi bendir á að
við meðferð Alþingis á frumvarpi því, sem orðið hafi að lög-
um nr. 50/2020, hafi verið hafnað þeirri breytingartillögu að
starfsaldur ætti að ráða við endurráðningu í störf.“
Við afgreiðslu uppsagnarleiðarinnar með lögum nr. 50
vorið 2020 lagði ég fram breytingartillögu um að skýrt
yrði kveðið á um í lögunum að endurráðning skyldi verða í
starfsaldursröð. Sú tillaga var felld. Reyndar voru það að-
eins þingmenn Samfylkingarinnar sem greiddu henni at-
kvæði ásamt einum þingmanni utan flokka.
Milli umræðna um málið hafði forseti ASÍ sent öllum
þingmönnum bréf um mikilvægi þess að slík tillaga yrði
samþykkt. Stjórnarþingmönnum og ráðherrum í rík-
isstjórninni var því alveg ljóst hver gallinn var
á frumvarpinu en höfnuðu tillögunni og gáfu
með því skýr skilaboð til fyrirtækja og Sam-
taka atvinnulífsins að starfsaldur skipti ekki
máli við endurráðningu.
Markmiðið með uppsagnarleiðinni var að
koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja en ekki
að skerða réttindi launafólks. Tillaga okkar í
Samfylkingunni um að koma í veg fyrir að
brotið yrði á starfsmönnum fyrirtækja sem
fengju aðstoð ríkisins við að segja upp fólki,
var felld af ráðherrum og stjórnarþingmönn-
um. Og nú þegar félagsdómur hefur dæmt
Flugfreyjufélaginu í vil verða stjórnvöld að
axla ábyrgð.
Ríkið greiddi út rúma 12 milljarða króna til
fyrirtækja til að aðstoða þau við að segja upp
fólki. Við í Samfylkingunni studdum ekki upp-
sagnarleið ríkisstjórnarinnar. Nær hefði verið að aðstoða
fyrirtækin við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk
sitt í heimsfaraldri.
Bláa lónið, hótel, rútufyrirtæki og ýmis fyrirtæki, flest
tengd ferðaþjónustu, fengu líka styrki. Ráðast verður í
greiningu á því hvernig endurráðningum þessara fyrir-
tækja hefur verið háttað. Stjórnvöld eiga að gera þá ský-
lausu kröfu til fyrirtækja sem njóta ríkisaðstoðar að þau
sýni samfélagslega ábyrgð og virði rétt launamanna.
Til hamingju með sigurinn Flugfreyjufélag Íslands!
Oddný G.
Harðardóttir
Pistill
Sigur Flugfreyjufélagsins
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
oddnyh@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ekki er um að villast að börn og
ungmenni eru flest vel tækja-
vædd, eiga farsíma og mörg
þeirra tölvur og rúm 40%
grunnskólabarna í fjórða til tí-
unda bekk segjast eiga snjallúr
sem hægt er að hringja með en
hlutfallið er heldur lægra eða
29% í framhaldsskólum. Mikill
munur er á kynjunum þegar
spurt er um leikjatölvur. Þannig
eiga 88% drengja og 33%
stúlkna í áttunda til tíunda bekk
slíkar tölvur sem tengdar eru við
sjónvarp.
Notkun netsins við nám og
skólaverkefni eykst með aldr-
inum. 38% nemenda í áttunda
til tíunda bekk notfæra sér það
daglega en í framhaldsskólum
er hlutfallið 74%. Könnunin leið-
ir ennfremur í ljós að hátt hlut-
fall í yngsta aldurshópnum veit
ekki hvort aðgangurinn þeirra er
opinn eða lokaður á samfélags-
miðlum. Hærra hlutfall yngstu
nemendanna er þó með lokaðan
aðgang en opinn. Í áttunda til tí-
unda bekk eru fleiri með lok-
aðan aðgang en opinn og fram-
haldsskólanemar eru í öllum
tilfellum nema á Instagram
fremur með lokaðan aðgang.
Mörg eru
með snjallúr
NOTKUN SNJALLTÆKJA