Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Þjóðarsjóður Norðmanna, olíu-
sjóðurinn, hefur aldrei verið jafn
fjárhagslega sterkur og nú. Hann óx
um nær 180 milljarða dollara í fyrra
samkvæmt nýbirtum reikningum,
jafnvirði 2.300 milljarða króna.
Þessi góða ávöxtun stafar af fjár-
festingum í bandarískum hlutabréf-
um, að því er talsmaður sjóðsins
sagði í gær. Hagnaðurinn samsvarar
14,5 prósenta ávöxtun.
Besta ávöxtunin hefur komið af
fjárfestingum olíusjóðsins í fyrir-
tækjunum Microsoft, Alphabet
(móðurfyrirtæki Google) og Apple.
Øystein Olsen seðlabankastjóri Nor-
egs segir að þjóðin geti sannarlega
verið ánægð með þennan árangur.
Þetta er fjórða besta hlutfallslega
ársávöxtun í sögu olíusjóðsins sem
stofnaður var í kjölfar þess að Norð-
menn hófu olíuvinnslu. Hann er
stærsti ríkisfjárfestingasjóður í
heiminum.
Talsmenn Seðlabankans, sem hef-
ur umsjón með vörslu sjóðsins, segja
að ekki sé hægt að ganga að jafn
góðum árangri í framtíðinni.
„Við verðum að vera undir það bú-
in að fjárfestingarnar skili lægri
ávöxtun,“ sagði Trond Grande, fjár-
festingarstjóri hjá norska seðla-
bankanum. Bent er á að hlutabréfa-
markaðir víðast hvar í heiminum
hafi horfst í augu við lækkanir frá
áramótum vegna aukinnar verð-
bólgu og ótta um hækkandi vexti. Þá
hefur óvissan sem Úkraínudeilan
veldur haft slæm áhrif á markaðina.
Samtals á norski olíusjóðurinn
hluti í yfir níu þúsund fyrirtækjum
víðs vegar um heiminn. Þá hefur
hann einnig fjárfest í ríkisskulda-
bréfum.
Reuters
Noregur Norðmenn stunda um-
fangsmikla olíuvinnslu.
Græddi 180 millj-
arða dollara 2021
- Norski olíusjóðurinn aldrei sterkari
Stephen Breyer,
dómari við
Hæstarétt
Bandaríkjanna,
hefur ákveðið að
láta af störfum.
Hann er 83 ára
gamall og þekkt-
ur fyrir frjáls-
lyndar skoðanir í
réttarfarsmál-
um. Við brotthvarf hans úr rétt-
inum fær Biden Bandaríkjaforseti
tækifæri til að útnefna nýjan frjáls-
lyndan dómara og ætti sá að ná
staðfestingu öldungadeildarinnar
miðað við að demókratar eru nú í
meirihluta þar. Nokkuð var þrýst á
afsögn Breyers til að ekki færi eins
og þegar Ruth Ginsberg neitaði að
hætta og lést í dómarasæti 87 ára
gömul, en þá gátu repúblikanar
skipað íhaldssaman dómara í henn-
ar stað. Biden lofaði því í kosninga-
baráttunni 2020 að skipa svarta
konu í dómaraembætti við Hæsta-
rétt.
BANDARÍKIN
Biden fær að út-
nefna nýjan dómara
Stephen Breyer
Tölvupóstar sem
bresk þingnefnd
hefur undir
höndum benda til
þess að Boris
Johnson for-
sætisráðherra
hafi fyrirskipað
að gæludýr
Breta í Afgang-
istan, hundar og
kettir, yrðu flutt heim með for-
gangi áður en talíbanar tækju völd-
in í landinu í ágúst í fyrra. Johnson
hefur fram að þessu þvertekið fyrir
að hann hafi látið dýr taka pláss í
flugvélum og látið skilja eftir fjölda
fólks sem starfaði fyrir Breta í
landinu. Í tölvupóstunum er hins
vegar vísað til þess að dýrin skuli
flutt úr landi samkvæmt fyrir-
mælum forsætisráðherra. Málið er
honum því erfitt. Illa þykir hafa
verið staðið að brottflutningi Breta
frá Afganistan og er þingnefnd að
rannsaka það.
BRETLANDI
Tók Johnson gælu-
dýr fram yfir fólk?
Boris Johnson
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Bandaríkjastjórn hafnaði formlega
kröfum Rússa um að útiloka Úkra-
ínu frá NATO í gær. Antony Blink-
en, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagðist á blaðamannafundi
hafa boðið Rússum upp á diplómat-
íska leið út úr krísunni, sem Rússar
ættu að taka.
Rússar höfðu sett fram lista yfir
áhyggjuefni vegna aukinna umsvifa
NATO. Meðal krafna sem Rússar
settu fram var að Úkraína og fleiri
ríki yrðu útilokuð frá inngöngu í
NATO.
Rússa að bregðast við
Aðildarríki NATO eru með orr-
ustuþotur og herskip reiðbúin til
þess að liðsinna úkraínskum her-
mönnum komi til innrásar Rússa.
Blinken sagðist hafa gert Rússum
grein fyrir þeim grundvallaratriðum
sem yrðu virt, þar á meðal fullveldi
Úkraínu og rétti hvers ríkis til að
velja hvort það sækti um aðild að
bandalagi á borð við NATO.
Þá sagði Blinken að brugðist yrði
við yfirgangi Rússa af krafti og varn-
ir Úkraínu styrktar í samvinnu við
aðra. Hann sagði það síðan Rússa að
ákveða hvernig þeir brygðust við en
um 100 þúsund rússneskir hermenn
eru nú við landamæri Úkraínu.
Yfirvöld í Rússlandi sögðu að nú
yrði rýnt í svör Bandaríkjanna, en
þau voru afhent Rússum í samstarfi
við NATO og eru bundin trúnaði.
Framtíð Nord Stream í hættu
Bandaríkjamenn hótuðu einnig í
gær að stöðva opnun Nord Stream 2-
jarðgasleiðslunnar ef Rússar myndu
ráðast inn í Úkraínu. Leiðslan er
1.225 kílómetra löng og liggur frá
Rússlandi til Þýskalands. Gasleiðsl-
an mun tvöfalda flutningsgetu jarð-
gass en vinna við hana hefur tekið
fimm ár og kostað 11 milljarða
bandaríkjadala, eða um eina og hálfa
billjón íslenskra króna. Leiðslan hef-
ur þó ekki enn verið opnuð þar sem
hún á enn eftir að fá vottun eftirlits-
stofnunar í Þýskalandi.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna,
hefur boðað Olaf Scholz, kanslara
Þýskalands, til sín á fund í Hvíta
húsinu 7. febrúar til að ræða yfir-
gang Rússa gagnvart Úkraínu.
„Leiðtogarnir munu ræða sameigin-
legar skuldbindingar sínar og við-
leitni til að reyna að koma í veg fyrir
frekari ágang Rússa við Úkraínu,“
sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi
Hvíta hússins, í gær.
Höfnuðu kröfu Rússlands
- Útiloka Úkraínu ekki frá NATO - Virða fullveldi Úkraínu - Munu bregðast
við af krafti - Hóta að stöðva opnun Nord Stream 2-jarðgasleiðslunnar
AFP
Deilur Antony Blinken, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna.
Mikinn feginleik mátti sjá á andlit-
um fólks í London í gær þegar
margvíslegum takmörkunum
vegna kórónuveirunnar var aflétt.
Meðal annars þurfti fólk á ferð á al-
mannafæri, gangandi, hjólandi og
með lestum og strætisvögnum, ekki
lengur að bera andslitsgrímur.
Sumar verslanir biðja þó enn um
þær séu settar upp. Ekki þarf leng-
ur að sýna sérstök skilríki til að
taka þátt í opinberum viðburðum
eða fara í leikhús og á sýningar. Í
lok þessa mánaðar geta aldraðir á
dvalarheimilum fengið gesti eins og
þeir kjósa og stefnt er að því að inn-
an skamms verði einangrunartími
fólks með veiruna styttur. Mörgum
Bretum finnst því farið að vora í
þjóðlífinu þótt enn sé janúar ekki
allur.
Bretar fegnir því að ýmsum takmörkunum vegna covid er aflétt
Grímurnar
teknar niður
í London
AFP