Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Mögulegt er að neyðarstig á Land-
spítala verði lækkað niður í hættu-
stig í næstu viku. Spítalinn hefur
verið á neyðarstigi frá því 28. des-
ember og hefur það að miklu leyti
staðið yfir vegna fjarveru starfs-
manna. Í gær voru 219 starfsmenn
í einangrun og er það metfjöldi síð-
an faraldurinn hófst.
Á annan tug starfsmanna Klíník-
urinnar sem lagt hafa hönd á plóg
innan Landspítala síðustu viku
snúa aftur til starfa á Klíníkinni í
næstu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá spít-
alanum er sífellt verið að endur-
skoða neyðarstigið en vonir standa
til að hægt verði að aflétta því í
næstu viku. Smitfjöldi hefur haldist
nokkuð jafn síðustu daga og fjöldi
innlagna sömuleiðis.
Andlát af völdum veirunnar
Alls greindust 1.567 smit innan-
lands í fyrradag og var það einnig
nýtt met en síðasta met var á
mánudaginn er 1.558 smit greind-
ust á einum degi. 14 daga nýgengi
innanlandssmita á hverja 100.000
íbúa er nú 4.968 og hefur það
hækkað síðan á þriðjudag þegar
nýgengið var 4.883.
Í gær voru 33 sjúklingar á Land-
spítala með Covid-19. Þar af voru
23 í einangrun með virkt smit og
tíu í bataferli. Þrír voru á gjör-
gæslu, tveir í öndunarvél og annar
þeirra í hjarta- og lungnavél. Þá
lést kona á níræðisaldri á smit-
sjúkdómadeild. Hún var með veir-
una en einnig alvarleg undirliggj-
andi vandamál.
Kynna afléttingar
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir skilaði nýju minnisblaði til
Willums Þórs Þórssonar heilbrigð-
isráðherra í gær. Minnisblaðið
verður kynnt og rætt á ríkisstjórn-
arfundi í dag.
Á Alþingi í gær sagði Willum að
afléttingar yrðu kynntar ásamt af-
léttingaáætlun samkomutakmark-
ana. Sagði ráðherrann þá áætlun
vera á grundvelli upplýsinga og
stöðunnar hverju sinni. Willum
sagði að stjórnvöld stæðu alltaf
með heilbrigðiskerfinu og spít-
alanum og því þyrfti að fara með
gát.
Aflétta líklega neyð-
arstigi á Landspítala
- Metfjöldi starfsmanna í einangrun - Kynna afléttingar
Fjöldi innlagðra á LSH með
Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan.
24
46
33
32
Heimild: LSH
og covid.is
46 einstaklingar
eru látnir
1.567ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
33 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,þar af
þrír á gjörgæslu, tveir í öndunarvél
40
30
20
10
0
Landspítali/Þorkell
Smit Mikill fjöldi starfsmanna
Landspítala er í einangrun.
málum var sérstaklega boðið. Í
kynningunum var farið yfir þá sam-
eiginlegu sýn Vestfirðinga að
áherslu skyldi leggja á uppbyggingu
heildstæðra atvinnusvæða á norðan-
og sunnanverðum Vestfjörðum með
þrennum jarðgöngum, Súðavíkur-
göngum og göngum um Mikladal og
Hálfdán auk breikkunar Breiðadals-
og Botnsheiðarganga.
Engin göng í samgönguáætlun
Á fundinum kom fram að engin
jarðgöng á Vestfjörðum væru í gild-
andi samgönguáætlun og ekki í aug-
sýn fyrr en eftir 2035, ef ekkert yrði
að gert. Hins vegar er gert ráð fyrir
ýmsum vegaframkvæmdum á Vest-
fjörðum í samgönguáætlun á næstu
árum. Þannig er reiknað með 20,5
milljörðum til ársins 2028. Þar af eru
7,2 milljarðar í veg um Gufudals-
sveit.
Vestfjarðastofa efndi til fjarfundar í
gær þar sem ný jarðgönguáætlun
heimamanna var kynnt og sömuleið-
is samfélagsgreining KPMG.
Fram kom m.a. að kostnaður við
jarðgöng á Vestfjörðum til ársins
2050 gæti numið tæpum 90 milljörð-
um króna, þar af væru 17 milljarðar í
Súðavíkurgöng á milli Skutulsfjarð-
ar og Álftafjarðar, 15 milljarðar í
göng undir Kleifaheiði, 15 milljarðar
í göng undir Hálfdán og 13 milljarð-
ar í jarðgöng undir Dynjandisheiði.
Fundurinn í gær var öllum opinn
en öllum sveitarstjórnarmönnum á
Vestfjörðum, þingmönnum og emb-
ættismönnum í ráðuneytum og
stofnunum sem tengjast samgöngu-
Göng á Vestfjörðum til 2050
gætu kostað 90 milljarða
- Vestfjarðastofa kynnti nýja jarðgangaáætlun á fjarfundi í gær
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vestfirðir Heimamenn kalla eftir
meiri jarðgangaframkvæmdum.
Hafísspöng var tæpar tíu sjómílur
(18,5 kílómetra) vestnorðvestur af
Ryt í gærmorgun. Mjög gisinn hafís
var í kringum hana en talsvert
lengra var í þéttan ís, að sögn Ingi-
bjargar Jónsdóttur, dósents í land-
fræði við Háskóla Íslands.
Spáð var suðvestlægum áttum á
þessum slóðum til hádegis í dag þeg-
ar vindur á að snúast til norðlægrar
áttar. Aftur er spáð suðvestlægri átt
á svæðinu upp úr hádegi á morgun,
laugardag, og svo snýst vindurinn
meira til vestlægrar áttar á sunnu-
dag samkvæmt veðurspám. Ingi-
björg telur líklegast að hafísinn
verði þarna á þvælingi fram og til
baka næstu daga en stefni ekki upp
að landi, standist veðurspárnar.
„Það eru þokkalega góð skilyrði í
hafinu fyrir ísmyndun. Um leið og
hann fær frið þá myndast meiri ís,“
sagði Ingibjörg. Tunga af köldum
sjó myndast oft norðan við Horn og
fyrir rúmri viku var þar töluverð ný-
myndun íss. En þegar er mikið rok
er ekkert næði í sjónum til ísmynd-
unar. gudni@mbl.is
Hafísmilli Íslands ogGrænlands
Ísjaðarinn var
10 sjómílur
VNV af Rit
kl. 08.30 í gær
Ísjaðar
Þéttur ís
Gisinn ís
Mjög
gisinn ís
Hafísspöng
Stakur ísjaki
Staðan kl. 11.40 í gær
Unnið eftir radarmyndum frá Sentinel-1
gervitunglinu
Kort: Veðurstofa Íslands
Góð skilyrði fyrir
nýmyndun hafíss
Alþingi samþykkti í gær þings-
ályktunartillögu Katrínar Jakobs-
dóttur forsætisráðherra um
breytta skipan ráðuneyta í Stjórn-
arráði Íslands. Tillagan var sam-
þykkt með 34 atkvæðum gegn sex
en 15 greiddu ekki atkvæði. Frá-
vísunartillaga Eyjólfs Ármanns-
sonar í Flokki fólksins var felld
með 34 atkvæðum gegn 10.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu tillöguna og sögðu það
býsna skrítið að verja fjármunum í
þetta mál en forsætisráðherra
sagði ríkisstjórnina þora að gera
breytingar.
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins, spurði hvort ekki væri
best að fara vel með skattfé og
sagði að kosningasigur Framsókn-
arflokksins ætlaði að reynast þjóð-
inni dýr. Þessar breytingar væru
eingöngu gerðar til að stilla af
valdahlutföllin innan ríkisstjórnar-
innar.
Fjárfest í Framsókn
Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmað-
ur Pírata, spurði hver forgangsröð-
unin væri. Ekki væri hægt að nið-
urgreiða sálfræðiþjónustu en hægt
væri að bæta við ráðuneyti.
Þá sagði Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir, þingmaður Við-
reisnar, að þessar breytingar fælu
ekki í sér að fjárfest væri í fólki
heldur að fjárfest væri í Framsókn.
Samþykktu breytta skipan
- Fjölgun ráðuneyta umdeild en tillaga forsætisráðherra
samþykkt - Kosningasigur Framsóknar sagður vera dýr
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Þingsályktunartillaga Katr-
ínar Jakobsdóttur var samþykkt.
„Við sjáum um það sem snýr að okk-
ur og okkar framkvæmd hjá Ríkisút-
varpinu. Það á allt að vera í samræmi
við ströngustu reglur og við í raun-
inni göngum oftar en ekki lengra,
bara til þess að tryggja öryggi í okk-
ar starfsemi,“ segir Stefán Eiríksson
útvarpsstjóri.
Erfiðlega hefur gengið að fá svör
við spurningum um afhendingu Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna á
Bessastöðum á þriðjudagskvöld.
Eins og komið hefur fram í Morgun-
blaðinu og á mbl.is var fjöldi gesta í
salnum vel yfir því sem samkomu-
takmarkanir leyfa og gestir báru
ekki grímur meðan á afhendingu
verðlaunanna stóð líkt og sjá mátti í
beinni útsendingu Ríkisútvarpsins.
Stefán Eiríksson sagði í Morgun-
blaðinu á fimmtudag að RÚV væri
með sömu undanþágu og sviðslistir
og að ekki hefði verið sótt um sér-
staka undanþágu fyrir þennan eina
viðburð. Morgunblaðið og mbl.is
hafa ítrekað reynt að fá útskýringar
á umræddri undanþágu hjá heil-
brigðisráðuneytinu en engin svör
hafa fengist þaðan í vikunni. Þær
upplýsingar fengust frá almanna-
vörnum að samkvæmt gildandi tak-
mörkunum ættu allir gestir að nota
andlitsgrímu á atburðum sem þess-
um. Stefán segir aðspurður að allt
starfsfólk RÚV á Bessastöðum hafi
verið með grímu og bætir við að
framkvæmd verðlaunaafhendingar-
innar hafi verið á höndum Félags ís-
lenskra bókaútgefenda. „Ég geri
engar athugasemdir við útskýringar
framkvæmdastjóra félagsins sem
stendur fyrir þessum viðburði.“
Skýrt að gestir áttu
að bera grímur
- Engar upplýsingar fást frá ráðuneyti