Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 25
Börn Ragnhildar og Böðvars eru 1) Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir, f. 26.7. 1982, starfsmaður Lögreglu- stjóra Suðurlands. Maki: Anton Kári Halldórsson, f. 3.5. 1983, deildar- stjóri Skipulagsdeildar Árborgar og oddviti í Rangárþingi eystra. Börn þeirra eru Jódís Assa, f. 2005, Jór- unn Edda, f. 2009 og Héðinn Bjarni, f. 2014. Þau eru búsett á Sunnuhvoli í Rangárþingi eystra; 2) Jóhann Gunnar Böðvarsson, f. 19.8. 1987, smiður. Maki: Eyrún Elvarsdóttir, f. 5.9. 1987, nemi í þroskaþjálfun. Börn þeirra eru Böðvar Snær, f. 2010, Sæ- þór Elvar, f. 2012 og Snorri Þór, f. 2018. Þau eru búsett á Skíðbakka í Austur-Landeyjum, Rangárþingi eystra; 3) Snædís Sól Böðvarsdóttir, f. 18.1. 1996, nemi í rafvirkjun. Hún starfar í línuflokki RARIK á Suður- landi. Hún er búsett á Hvolsvelli. Systkini Ragnhildar eru Ólafur Björn Jónsson, f. 8.11. 1956, gæða- stjóri Heklu hf., búsettur í Reykja- vík; Kristjana Karen Jónsdóttir, f. 15.7. 1958, sjúkraliði á hjúkrunar- heimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, búsett á Hvolsvelli; Sveinn Ásgeir Jónsson, f. 31.8. 1971, starfar á upp- lýsingatæknideild Alþingis, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Ragnhildar voru hjónin Elísabet Guðrún Ólafsdóttir póst- maður, f. 23.5. 1930 í Núpsdalstungu í Miðfirði, V- Hún., d. 26.8. 2011, og Jón Ellert Stefánsson símvirki, f. 30.11. 1934 í Reykjavík, d. 25.10. 2012. Þau gengu til hjúskapar 26.7. 1957. Þau hófu búskap sinn í Reykja- vík og fluttust búferlum að Hvols- velli árið 1966 þegar Jón hafði lokið námi sínu í símvirkjun. Ragnhildur Birna Jónsdóttir Elísabet Þórunn Benónýsdóttir húsfreyja í Fosskoti Jón Jónsson bóndi í Fosskoti í Miðfirði Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Núpsdalstungu Ólafur Björnsson bóndi í Núpsdalstungu í Miðfirði Elísabet Guðrún Ólafsdóttir póstmaður á Hvolsvelli Ásgerður Bjarnadóttir húsfreyja í Núpsdalstungu Björn Jónsson bóndi í Núpsdalstungu Þórdís Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Erlendsson verkamaður í Reykjavík Guðríður Kristjana Jónsdóttir húsmóðir og eigandi hannyrða- og vefnaðarvöruverslunarinnar Lilju Stefán Einar Karlsson rafvirki í Kópavogi Elín Stephensen Jónsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum og Reykjavík Karl Júlíus Einarsson bæjarfógeti og alþingismaður í Vestmannaeyjum, síðar endurskoðandi í Reykjavík Ætt Ragnhildar Birnu Jónsdóttur Jón Ellert Stefánsson símvirki á Hvolsvelli DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 „NÚ ÞEGAR ÉG ER MEÐ AÐSTOÐARMANN INNANHANDAR GET ÉG HAFT OPIÐ LENGUR.“ „SVONA, SVONA … ER ÞAÐ RÉTT SEM ÉG HEYRI AÐ ÞÚ HAFIR EKKI VILJAÐ FARA Á FÍNA, FLOTTA SPÍTALANN MINN?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fimmtíu bleikir tónar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MEGRUNAR- FÉS MEGRUNAR- FÉS SVINDLA-Í- MEGRUNINNI-FÉS FYLGDU ÞESSUM FYRIRMÆLUM RITHÖNDIN ÞÍN ER ALGERT HRAFNASPARK RANGT. ÉG KLÁRAÐI HRAFNS- FJAÐRIRNAR Hallmundur Kristinsson orti fyr- ir leikinn við Svartfjallaland á miðvikudag: STUNDIN NÁLGAST Stolt mun okkar sterka lið standa eða falla. Varla er lamb að leika við Land hinna svörtu fjalla. Undir leiknum orti Steindór Tómasson: Allavega er útlitið ánægjulegt núna. Ísland hefur hörkulið höldum fast í trúna Og Jón Atli Játvarðarson Stolnir boltar, stoðsendingar, stendur allt í fyrsta þætti. Stundum eru Íslendingar aðeins betri en halda mætti. Eftir leikinn, sem Íslendingar unnu með 34 mörkum gegn 24, orti Þóra Karls: Léttist brúnin bændum á býsn er landinn hreykinn. En Svartfjallanna sveitin lá í sárum eftir leikinn. Friðrik Steingrímsson á mánu- dag: „Króatar unnu naumlega“: Í dag þó hafi dofnað ljós og dalað eitthvað spilið, okkar strákar eiga hrós alla tíma skilið. Á þriðjudag skrifaði Jón Giss- urarson á Boðnarmjöð: „Birtutími sólarhringsins er nú óðum að lengj- ast og skammdegismyrkrið smám saman að fjara frá. Eftir allsnarpan hríðarbyl af vestri í gærdag þar sem vindhraði náði um 37 m. sek. er farið að rofa til og vetrarfegurðin blasir við augum“: Foldin grá og fjöllin há fegurð ná að skarta vekur þrá og vonir þá vetrargljáin bjarta. Hagyrðingar hafa gaman af að glíma við erfiðar rímþrautir. Sig- tryggur Jónsson yrkir „sléttubönd með öfugri merkingu þegar lesið er afturábak“: Blíður rakki, ekki ær, ætíð gáska sýnir. Fríður seppi, virðist vær, varla börnin pínir. Og öfugt Pínir börnin, varla vær, virðist seppi fríður. Sýnir gáska, ætíð ær, ekki rakki blíður. Þorgeir Magnússon sendi vini sínum Gunnari Magnúsi Sandholt þetta sjálfhverfa vísugrey: Tvennt þarf vísa til að bera til að líki mér, eftir mig hún á að vera og fá læk hjá þér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sigur í höfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.