Morgunblaðið - 26.01.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.01.2022, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Eggert Þessi hótelgangur var nýlega endurgerður. Feðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson stofnuðu Hótel Keflavík 17. maí árið 1986. Meðal helstu áfanga í sögu þess var þegar Steinþór kom á beinu flugi milli Íslands og Kanada árið 1995 með flugfélaginu Canada 3000 en í kjölfarið keyptu feðgarnir aðliggj- andi hús og fjölguðu herbergjum úr 32 í 70. Þá urðu, að sögn Steinþórs, straumhvörf með tilkomu Diamond Suites, fyrsta 5 stjörnu hótels lands- ins, sem var opnað í maí 2016 en stærsta átakið hafi verið stækkun og algjör endurnýjun á almennu rými sem hófst í upphafi kórónuveiru- faraldursins snemma árs 2020. „Við höfum sjaldan framkvæmt eins mikið og í faraldrinum. Þessar glæsilegu breytingar voru nauðsyn- legar og hafa bjargað því sem bjarg- að varð á erfiðum tímum, m.a. með auknum komum íslenskra gesta sem vilja gera vel við sig,“ segir Steinþór. Einn helsti samkomustaðurinn Nú sé verið að endurgera síðustu herbergi hótelsins í sama stíl og al- mennt rými. Þá sé verið að tvöfalda stærð eldhússins til að anna eftir- spurn en staðurinn sé orðinn einn helsti samkomustaður heimamanna sem sæki þar í upplifun og gæði. „Í þessari vegferð tókst mér að festa kaup á glæsilegum vínskáp frá Hótel Sögu og er hugmyndin að skapa honum nýja sögu á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór. Bókunarstaða sumarsins styrkist nú dag frá degi. „Baráttan við að komast í gegnum þessi ár hefur kennt okkur margt og við erum þakklát að hafa tekið slaginn í stað þess að gefast upp.“ baldura@mbl.is. Hótel Keflavík endurgert Morgunblaðið/Eggert Steinþór Jónsson í endurgerðri móttöku á Hótel Keflavík. Hann hannaði hið nýja útlit hótelsins. Ljósmynd/Hótel Keflavík Meðal nýrra rýma eru veitinga- og ráðstefnusalur, Gyllti salurinn, en hann rúmar um 100 manns. Morgunblaðið/Eggert Hótel Keflavík hefur verið endurgert í hólf og gólf. 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022FRÉTTIR GEFÐU STARFSFÓLKINU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Út um bogadregna glugga veit- ingasalarins á Hótel Keflavík má sjá gamalt steinhús (sjá mynd). „Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa verið í viðræðum við mig um sam- vinnu og eignarhald á húsinu og framtíð þess sem er mjög spennandi til að skapa hér aukið líf og tækifæri. Húsið er mjög illa farið og má muna sínn fífil fegurri. Með þeirri upplifun sem við höfum skapað á hótelinu og umhverfi þess sé ég fyrir mér nýtt upplifunarsvæði hér fyrir gesti og heimamenn. Húsið gæti leikið stórt hlutverk í þeirri heildarmynd sem gæti t.d. tengst nýjum sjóböðum með útsýni yfir Faxaflóann, upp- lýstu Berginu og skemmtilegri strandleið. Húsið heitir Vatnsnes og var áður stórbýli reist árið 1934. Þetta gæti orðið okkar Höfði og móttökuhús fyrir bæinn því nýta mætti starfslið hótelsins til að gera þessa litlu rekstrareiningu rekstrar- hæfa í þannig samstarfi,“ segir Steinþór að lokum. Morgunblaðið/Eggert Steinhúsið er afgirt með hvítum steinvegg og er lóðin í kring grasivaxin. Ræða við bæinn um rekstur í Vatnsnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.