Morgunblaðið - 26.01.2022, Page 8

Morgunblaðið - 26.01.2022, Page 8
Ég er ekki mikið fyrir að fara út á lífið en þykir samt gaman að uppgötva góða og rólega bari; þar sem barþjón- arnir vita sínu viti og leggja metnað í störf sín. Ég rambaði á einn slíkan á dögunum, á Ritz-Carlton-hótelinu í Kankún í Mexíkó, en þar fann ég á bak við barborðið hann Javier Castillo – glerfínan og glaðbeittan heimamann og sannkallaðan galdrakarl með hrist- arann og jiggerinn. Maður á alltaf að ráðfæra sig við barþjóna og athuga hvaða drykkjum þeir mæla með, því það eru iðulega drykkirnir sem þeir leggja mestan metnað í og nota til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Varð úr að panta Old Fashioned með Bulleit-búrbon sem uppistöðuna. Klassísku hanastélin eru heppileg til að meta hæfni barþjóna en það sem réð valinu í þetta skiptið var þó fyrst og fremst að Javier upplýsti mig um að hótelið hefði þurft að blanda sinn eigin bitter því birgðirnar voru á þrotum hjá innflytjanda Angostura í Mexíkó. Uppskriftin kallar á búrbon, sykur- mola, ögn af vatni og tvær skvettur af Angostura. Javier færði drykkinn upp á næsta stig með því að bera eld að kanilstöngum og leyfa reyknum að húða glasið að innan, auk þess sem hann kreisti olíurnar úr appelsínu- berki yfir glasið og laumaði kirsuberi ofan í drykkinn til að skreyta og bragðbæta. Tíu stig af tíu mögulegum. Grunar mig að það hafi ekki síst ver- ið bitterinn hans Javiers sem gerði blönduna svona góða og væri upplagt ef einhver á markaðsdeild Ritz- Carlton kveikti á perunni og kæmi því í kring að bitter með nafni og merki hótelkeðjunnar færi í dreifingu um all- an heim. „Teygir bragðið“ Hvað eiga barþjónar annars til bragðs að taka þegar lykilhráefni eins og Angostura vantar? Angostura er bráðmerkileg vara sem enginn bar- þjónn getur verið án. Það má svo sem nota aðra bittera til að blanda góð hanastél, en Angstura er hinn staðlaði bitter, og flaskan auðþekkjanleg: með allt of stóran merkimiða sem kom til vegna prentmistaka en varð síðan órjúfanlegur hluti af vörumerkinu. Saga Angostura hefst í Venesúela og greina heimildir frá því að snemma á 19. öld hafi læknir í herliði Simóns Bolívar bruggað þar áfenga en heilsu- bætandi mixtúru úr alls kyns jurtum af svæðinu. Varð Angostura fljótt að Hvað gerir barþjónn þegar bitterinn klárast? HIÐ LJÚFA LÍF Ljósmynd/Youssef Diop Það stóð ekki á barþjóninum þegar blaða- maður gerðist svo kræfur að biðja um litla flösku af bitternum til að taka með sér. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022SJÓNARHÓLL EGGERT V ið Íslendingar höfum flest verið stolt af stöðu okkar í orkumálum, enda er full ástæða til þess. Við framleiðum mikið af grænni orku sem er tvímælalaust framlag til betra loftslags á jörð- inni. Eftirspurnin eftir hreinni orku er að aukast og hún verður sífellt verðmætari. Þróunin er líka á fleygiferð. Fyrir 10 dögum gengu bresk stjórnvöld til samninga við 12 fyrirtæki um nýtingu 17 hafsvæða við Skotland til framleiðslu á 25 þúsund megavöttum af uppsettu afli vindorkuvera. Af þeim eru 14 þúsund megavött sem verða framleidd af fljótandi vindmyllum, þ.e.a.s. stagaðar vindmyllur sem fljóta því þær eru þar sem dýpi er of mikið. Um allan heim eru önnur eins stórverkefni að fara af stað. Það er meðal annars vegna þess að sjónmengun er minni og á hafi úti eru vindgæði mikil, svo notað sé hugtak sem er framandi okk- ur Íslendingum. Að Bretlandi undanskildu eru fljótandi vindorkugarðar í bígerð í Noregi, Spáni, Svíþjóð, Dan- mörku, Suður-Kóreu, Kína, Taívan, Ástralíu og Banda- ríkjunum, svo fáein lönd séu nefnd. Vindorkuver á hafi úti búa til fjölmörg viðvarandi störf, langt umfram það sem Ís- lendingar eru vanir af rekstri virkjana. Í skýrslu ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýjar að- ferðir við orkuöflun sem lögð var fyrir Alþingi í nóv- ember 2018 er vísað til rannsóknar um hversu mörg störf fylgja uppbyggingu vindmyllugarða. Þar kemur fram að 2,5 störf verða til fyrir hvert uppsett mega- vatt í vindorku og 0,43 varanleg störf verða til per megavatt á rekstrartíma. Alþjóðleg reynsla af vind- orkuverum á hafi úti er að þau séu mun mannafls- frekari en vindorkuver á landi. Vindorka er þannig stóriðja í sjálfu sér. Hafsækinn vindiðnaður hefur orðið til þess að algjör bylting er að verða í atvinnumálum á austurströnd Bretlands. Svæði sem hafa búið við fjöldaatvinnuleysi í áratugi sjá nú loks til sólar. Á síðasta ári kom út skýrsla í Bretlandi þar sem sérfræðingar spá að um 70 þús- und ný störf verði til í vindiðnaði á Bretlandi fram til ársins 2026. Tækifæri í vindorku á landi eru einnig mikil. Ef við styrkjum raforkukerfið og grípum þau tækifæri sem bjóðast í vindorku á Íslandi batnar nýting raf- orkukerfisins svo til muna og við getum betur safnað vatni í lónin þegar vindar blása. Þá værum við ekki að brenna olíu í orkuskorti. Það er brýnt umhverfis- og loftslagsmál að framleiða vindorku hér á landi. Þá verður að nefna að erlendir aðilar hafa sýnt Íslandi áhuga í gerð vindorkugarða á hafi úti. Til að gæta gagnsæis þá höfum við hjá KOM ráðgjöf aðstoðað aðila sem eru að þróa hugmyndir um vindorkugarða við austurströnd landsins. Það verk- efni, sem heitir Kári Energy, gengur út á að framleiða 2.000 MW af orku beint til útflutnings til Bretlands, enda er orkuverð þar mun hærra en hér. Slíkt verkefni gæti orðið bylting á austanverðu landinu, en hundruð starfa, þyrlur og ljósleiðarateng- ingar yrðu óhjákvæmilegir fylgi- fiskar þess verkefnis. Ný atvinnu- stoð yrði til með tilheyrandi uppbyggingu nýrrar þekkingar og reynslu, sem Íslendingum hef- ur tekist vel að nýta áfram í öðr- um verkefnum og flytja til út- landa. Hér er um að ræða græna og vistvæna fram- kvæmd með endurkræfum áhrifum. Kára-verkefnið yrði mikilsvert framlag Íslands til að vinna gegn hnattrænni hlýnun. Þótt hér á landi sé fólk sem haldi að við getum bjargað jörðinni með meinlætalífi munu 66 milljónir Breta áfram þurfa að hlaða símana sína, bílana, keyra lestirnar, horfa á Netflix og ekki síst kveikja á katlinum. Í stað þess að Bretar brenni gasi til að knýja raf- ala getur íslenskur vindur ristað brauðið og hitað teið í Bretlandi og séð uppáhaldsleikvöngum okkar allra fyrir lýsingu á kvöldin. Það yrði eitthvað til að ylja sér við, á meðan norðangarrinn gnauðar við gluggann á vetrarkvöldum. ORKUMÁL Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri KOM Framtíðin er fljótandi ” Hafsækinn vindiðnaður hefur orðið til þess að algjör bylting er að verða í atvinnumálum á austurströnd Bretlands. Svæði sem hafa búið við fjöldaatvinnuleysi í áratugi sjá nú loks til sólar. Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar vinnuföt fást einnig í Mikið úrval af öryggisvörum HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.