Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 9
Javier Castillo á Ritz- Carlton í Kankún er einn af þessum bar- þjónum sem bera af. Ljósmynd/Youssef Diop útflutningsvöru og fékk gullverðlaun á heimssýningunni í Vínarborg árið 1873. Í dag er Angostura framleitt í Trínidad og hvílir mikil leynd yfir upp- skriftinni en bragðið er rammt og kryddað, með votti af kanil og negul. Árið 2007 bættist við Angostura Orange sem, eins og ráða má af nafn- inu, gefur drykkjum appels- ínukeim. En nú hefur sumsé orðið rösk- un á framleiðslunni og virðist við kórónuveiruna að sakast. Að vísu er enginn skortur á Angostura á Íslandi né hjá bandarískum vín- búðum og ekki ósennilegt að einhver á skrifstofu Angost- ura Limited hafi einfaldlega ákveðið að láta verðmætustu markaðssvæðin njóta for- gangs. Hefur skorturinn hér í Mexíkó varað um nokkurt skeið og man ég hvað ég var hissa að grípa í tómt í október eða nóvember þegar ég ætl- aði að kaupa Angostura hjá vínbúðinni minni í strand- bænum Playa del Carmen þar sem ég hef búið und- anfarið hálft ár. Blessunarlega virðist vand- inn ekki jafnslæmur nú og ár- ið 2009 þegar varð vart við Angostura-skort á heimsvísu. Sumar heimildir segja að ástæðan fyrir skortinum þá hafi verið að ekki var til nóg af flöskum, en aðrar kenndu fjármálakreppunni um. Heimspressan fjallaði um málið enda voru barþjónar í öngum sínum: bar- þjónn án Angostura er jafn illa stadd- ur og kokkur án salts. Guardian tók viðtal við einn bar- þjóninn sem lýsti hlutverki Angostura vel: „Það sem bitter gerir er að teygja bragðið í drykknum yfir bragðlauk- ana.“ Jólalegir tónar Barþjónninn Javier hefði getað stytt sér leið og hreinlega keypt annan bitter, enda Angostura ekki eina varan á markaðinum og má t.d. nefna Peychaud‘s, sem fæst hjá ÁTVR og er með kröftugri blóma- og anískeim, eða Fee Brothers sem fæst víða (en ekki á Íslandi) og leyfir ávaxta- og sítrustónum að koma fram. Í staðinn afréð Javier að spreyta sig á að gera sinn eigin bitter. Vitaskuld þarf uppskriftin að vera leyndarmál en Javier gat þó ljóstrað því upp að kan- ill, kardimomma, negull og stjörnuanís væru í aðal- hlutverki. Blandan er geymd í stórri krukku á barborðinu og þegar lokið er tekið af fyllir jólalegur ilmur skilningarvitin. Var Javier svo elskulegur að fylla á litla flösku fyrir mig til að taka með heim og skipar hún í dag heiðurssess í blaðamannsbarnum. ai@mbl.is Angostura er undirstöðuhrá- efni í mörgum hanastélum, en á þrotum í Mexíkó. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 9SJÓNARHÓLL ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri M eð því að nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða er hægt að flýta fyrir þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu. Bæði innviðaráðherra og formaður SI lögðu áherslu á mikilvægi þessa í ávörpum sínum á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fór í síðustu viku. Fjárfesting í inn- viðum er lykillinn að langtímahagvexti og framleiðnivexti. Traustir innviðir eru undirstöður framleiðslugetu hag- kerfisins og auka möguleika fyrirtækja til að skapa verð- mæti. Styðja má beint við framleiðslugetu hagkerfisins með fjárfestingu í innviðum. Sú mikla áhersla á innviði sem birtist í stjórnarsáttmála og ráðuneytisskipan nýrrar ríkisstjórnar er ánægjuleg. Nýtt innviðaráðuneyti mun án efa stuðla að auknum málshraða, færri flöskuhálsum og sam- ræmdri stefnu í þessum mikil- væga málaflokki. Fjárfesting í innviðum, s.s. í höfnum, flugvöllum, vegum og brúm, eykur samkeppnishæfni og afkastagetu þjóðarbúsins sem skilar sér m.a. í auknum gjaldeyr- istekjum. Fjárfesting á þessu sviði eykur framleiðni, sparar kostnað, slær á atvinnuleysi og dregur úr sóuðum tíma í töfum fyrir heimili og fyrirtæki. Aukin framleiðni skilar sér síðan í lægri vöxtum og enn minna atvinnuleysi. Til þess að efnislegir innviðir landsins styðji við öfluga verðmætasköpun fyrirtækja þurfa stjórnvöld að hafa í huga að fjárfesting í innviðum þarf ávallt að mæta þörfum atvinnulífs og heimila. Áhersla þarf að vera á fjárfestingu í innviðum sem skapa mestan þjóðhagslegan ávinning. Við- haldi á innviðum þarf á hverjum tíma að vera nægjanlega vel sinnt þannig að ástand þeirra sé gott. Á Útboðsþingi SI kom fram að áætluð heildarupphæð í útboðum þeirra 11 opinberu aðila sem tóku þátt nemur 109 mö.kr. sem er 15 mö.kr. lægri upphæð en á árinu 2021. Í ljósi mikilvægis innviða er þessi samdráttur áhyggjuefni. Gæta þarf vel að því að ekki myndist viðlíka ástand og á árunum eftir efnahagsáfallið 2008 þar sem litlum fjár- munum var varið í viðhald og fjárfestingar í innviðum. Mikilli skuldasöfnun var velt yfir á næstu kynslóðir og kom það niður á samkeppnishæfni og verðmætasköpun hagkerfisins. Við erum enn að takast á við afleiðingarnar. Vegakerfið er í slæmu ástandi og verkefnin þar mörg í ný- fjárfestingu og viðhaldi. Orkuskortur kallar einnig á sér- stakar ráðstafanir, bæði í framleiðslu og flutningskerfi raforku sem á köflum er úr sér gengið, sem leiðir til óá- sættanlegrar sóunar verðmæta. Ríkið hefur á síðustu árum sett aukna fjármuni í inn- viðauppbyggingu til að mæta uppsafnaðri þörf og sporna gegn samdrætti í hagkerfinu. Átak stjórnvalda á þessu sviði fólst í því að setja aukinn kraft í viðhald og nýfjárfest- ingar eða flýta áður fyrirhuguðum framkvæmdum. Jókst fjárfesting ríkisins bæði í fjár- hæðum og sem hlutfall af lands- framleiðslu. Það er hins vegar áhyggjuefni að dregið hafi úr fjárfestingu sveitarfélaga þvert á yfirlýsingar margra þeirra um að auka við fjárfestingar á síð- ustu misserum. Þó að fjárfesting hins opin- bera hafi aukist á síðustu árum eftir að hafa verið mjög lítil í kjölfar efnahagsáfallsins 2008 þá er fjárfestingarstig hins opinbera enn lágt í sögulegu ljósi. Aukning í opinberri fjárfestingu á síðustu árum nær ekki að vinna upp þá miklu fjárfestingar- og viðhaldsþörf sem þá myndaðist. Mikilvægt er að ekki sé dregið úr fjár- festingu og viðhaldi í innviðakerfinu á næstunni. Þvert á móti er ástæða til að bæta í fjárfestingu hins opinbera í innviðum og tryggja framgang efnahagslega arðbærra verkefna. Með þeim hætti undirbyggjum við samkeppnis- hæfni atvinnulífsins og aukin lífsgæði landsmanna litið til framtíðar. Í ávarpi innviðaráðherra á Útboðsþingi SI kom fram að í nokkrum afmörkuðum stærri framkvæmdum væri upp- bygging innviða fjármögnuð með samvinnuleið hins op- inbera og einkageirans. Það verður að teljast jákvætt enda markmiðið að flýta fyrir og stuðla að þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu. Rétt er að hvetja stjórnvöld til dáða í þessum efnum. Flýtum fyrir uppbyggingu innviða með samvinnuleið EFNAHAGSMÁL Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins ” Mikilli skuldasöfnun var velt yfir á næstu kynslóðir og það kom niður á sam- keppnishæfni og verð- mætasköpun hagkerfis- ins. Við erum enn að takast á við afleiðingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.