Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 11VIÐTAL STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Kristín Vala segir spennandi tíma fram undan hjá Bluebird Nordic. Á næstunni bætast þrjár burðar- meiri, sparneytnari og langdrægari B737-NG-þotur við flota félagsins og síðar á árinu koma að auki þrjár B777-breiðþotur. Munu þessar flugvélar skapa grundvöll fyrir sókn á ný markaðssvæði, en hingað til hefur félagið einkum starfað á Íslandi, meginlandi Evrópu og vesturströnd Bandaríkjanna. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Þó að kórónuveirufaraldurinn hafi haft gríðarleg áhrif á flug- rekstur í heiminum þá hafa frakt- flutningar haldið sínu striki og jafn- vel sótt í sig veðrið. Hjá Bluebird vinnur gríðarlega hæft fólk sem hefur verið duglegt að leita uppi tækifæri, sækja nýja kúnna og herja á nýja markaði. Við flögrum því keik út úr kórónuveiruþokunni og horfum með eftirvæntingu fram á við. Okkar helstu áskoranir í dag eru að laða til okkar hæfileikaríkt fólk til að taka þátt í vextinum með okkur. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Því miður hefur ekki farið mikið fyrir fyrirlestrum og ráðstefnum undanfarin tvö ár, sem hefur gert innkomu mína í nýjan iðnað að ein- hverju leyti meiri áskorun en ella. Tengslamyndun hefur mestmegnis farið fram í gegnum forrit á borð við Teams og Zoom. Sem betur fer hafa íslensk hags- munasamtök og ýmis félagasamtök verið dugleg að streyma frá við- burðum sem ég hef getað fylgst með. Hins vegar gafst okkur, nokkrum stjórnendum Bluebird, kostur á að sækja viðburð í Litháen sem haldinn var af móðurfélaginu Avia Solutions Group í desember síðastliðnum. Um var að ræða ár- legan leiðtogafund samstæðunnar þar sem systurfélög okkar kynntu áform sín fyrir næstu misseri. Við- burðurinn var hinn glæsilegasti og gafst okkur loksins tækifæri til að hitta og ræða við kollega. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er bók sem ég las nýverið og heitir Um þrot – frá áföllum til fíknar eftir Björn Ó. Vernharðsson. Þetta er bók sem fékk mig til að staldra við, líta inn á við og hugsa. Þó bókin fjalli um þrot út frá mjög breiðu sviði þá er þar að finna ýmis- legt sem stjórnendur geta tekið inn og nýtt sér. Hraðinn í atvinnulífinu er mikill og álagið oft á tíðum gríðarlegt, tíðni starfsþrota (e. burnout) fer hækkandi og er gott að þekkja einkennin og leiðir til úr- bóta. Það er lítið gagn að góðum starfsmanni sem hefur verið undir langvarandi álagi sem atvinnurek- andinn skapaði jafnvel sjálfur. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með lestri á ýmiskonar greinum, auk þess að hlusta á fyrirlestra og hlaðvörp og lesa bækur. Hugsarðu vel um líkamann? Já, ég reyni að hugsa vel um lík- amann. Undanfarin ár hef ég æft og keppt í þríþraut. Þessari íþrótt geta oft fylgt miklar æfingar þó þær séu yfirleitt á lágu álagi. Þegar maður æfir mikið er mikilvægt að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, t.d. skella sér á fjallahjól, skíði, gönguskíði eða fjallgöngu með góðum vinum. Góð útivist er svo alltaf toppuð með góð- um mat og góðu víni. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Mig hefur lengi langað að lesa lögfræði. Ekki af því að ég myndi vilja starfa við það, heldur af því að það myndi nýtast mér mikið í mín- um störfum að hafa enn betri inn- sýn í heim lögfræðinnar. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Alla tíð hef ég fengið mínar bestu hugmyndir, og fundið lausnir á verkefnum eða aðstæðum á æfingu þar sem ég er ein með sjálfri mér, hvort sem það er í lauginni, á hlaupum í náttúrunni eða í löngum hjólatúr. Hvort það tengist ís- lenskri náttúru, súrefninu eða en- dorfíninu veit ég ekki – sennilega sambland af þessu öllu. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Í dag yrðu það afléttingar á hömlum tengdum kórónuveirunni. Það er mín skoðun að kerfið sé far- ið að vinna á móti sjálfu sér og halda atvinnulífinu í spennitreyju. SVIPMYND Kristín Vala Matthíasdóttir Nýjar vélar opna ný markaðssvæði Morgunblaðið/Eggert NÁM: Útskrifaðist frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Kópa- vogi 2001; BSc í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands 2004; MSc í efnaverkfræði frá Lunds Universitet 2007. STÖRF: Verkfræðingur á umhverfissviði hjá VSÓ Ráðgjöf 2006 til 2007; verkfræðingur í tæknideild hjá Geysir Green Energy/Enex 2007 til 2010; verkfræðingur í tæknideild hjá Magma á Íslandi 2010 til 2011; verkfræðingur í tæknideild hjá HS Orku frá 2011 og tók sæti í framkvæmdastjórn árið 2016. Sinnti nokkrum fram- kvæmdastjórnarstöðum á árunum 2016 til 2021 hjá auðlinda- garði, auðlindasviði og síðast framleiðslu- og auðlindasviði. Rekstrarstjóri (COO) hjá Bluebird Nordic frá 2021. ÁHUGAMÁL: Við fjölskyldan stundum öll skipulagt íþróttastarf. Drengirnir æfa handbolta og fótbolta af krafti. Við hjónin höfum stundað hjólreiðar og síðastliðin ár hef ég jafnframt lagt stund á þríþraut. Við höfum gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan og stunda hvers konar útivist. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Sindra Sveinssyni viðskiptafræðingi og eigum við saman drengina Viktor Má, 16 ára, Bjarka Frey, 12 ára, og Aron Rafn, 10 ára. HIN HLIÐIN FERÐAÞJÓNUSTA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa aukið enn frekar sam- starf sitt um tengingar á milli leiða- kerfa félaganna í Evrópu og Norður- Ameríku. Í fréttatilkynningu segir að hing- að til hafi félögin boðið upp á sam- merkt flug milli Íslands og Banda- ríkjanna, til New York, Newark og Boston og þaðan áfram til fjöl- margra áfangastaða JetBlue. Fjöldi áfangastaða í Evrópu bætt- ist við í nóvember sl. og nú hafa bæst við Frankfurt, München, Berlín, Hamborg, París, London, Heathrow London, Gatwick, Dublin og Bergen. AFP Samstarf flugfélaganna JetBlue og Icelandair hófst fyrst árið 2011. Aukið samstarf við JetBlue Kristín Vala segir hömlur tengdar kórónuveirunni farnar að halda atvinnulífinu í spennitreyju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.