Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Side 2
Hvaða fyrirtæki eða hópur er Sælar?
Við vorum þrjár vinkonur sem höfðum klárað Landvættina og
fundum mikla hamingju í því að vera saman úti að leika
okkur. Við fengum hugmynd í Covid og stofnuðum
Sælar.is sem er vefsíða þar sem við fjöllum um úti-
vist og hreyfingu. Mottóið okkar er: Aldrei hætta að
hreyfa sig. Við erum líka að selja þar vörur sem okk-
ur finnst fallegar.
Hvaða vörur seljið þið?
Við erum að selja peysur, úlpur, skíðagalla og
mjög flotta sokka. Það skiptir máli í og eftir
útivist að vera í fallegum fötum.
Hvað hefur hópurinn gert fyrir þig?
Það hefur orðið mikil lífsstílsbreyting hjá okkur
og við erum alltaf úti að leika. Það sem er svo
mikilvægt er að drífa sig út þrátt fyrir kulda og
leiðinlegt veður. Það er svo gott að finna æf-
ingafélaga og segja já við lífinu og þeim tæki-
færum sem bjóðast til að vera úti. Í hópnum er
í raun bannað að segja nei ef einhver stingur
upp á að fara út að leika.
Hvernig viljið þið miðla gleðinni til
annarra?
Við höfum efnt til samhlaupa, eins og við köllum
það. Þá búum við til facebookviðburð og bjóðum
öllum sem vilja koma og vera með okkur að
hjóla, hlaupa, skíða eða synda. Við erum að
hvetja okkur sjálfar í leiðinni og hafa gaman en
hugsanlega líka að hvetja aðra til að gera það
sama. Næsta miðvikudag erum við með samhlaup
við Hvaleyrarvatn og hvetjum alla til að koma. Það er mikil
gleði í útiveru og oft góður vinskapur sem skapast.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
HRÖNN MARINÓSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Allir út að leika!
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
M
ér finnst orðið dólgur svo skemmtilegt. Það er eitthvað svo mikill
dólgur í því. Vissulega eru dólgar ekki skemmtilegir og langt því
frá. Fólk með dólgslæti er auðvitað óþolandi. Við könnumst öll
við flugdólga; það orð var fundið upp fyrir nokkrum árum og passar vel við
ruddalega og dónalega flugfarþega. En nú á tímum kórónuveirunnar finn-
ast alls konar dólgar: Grímudólgar, þeir sem neita að bera grímu, hólfa-
dólgar, þeir sem svindla sér inn í önnur hólf í vinnunni, og raðadólgar, þeir
sem svindla sér fremst í röðina í sýnatöku.
Mögulega var ég að búa þessi orð
til núna.
Vinkona mín ein mætti niður á
Suðurlandsbraut og strunsaði fram
hjá 150 manns, ekkert lítið áber-
andi með eldrauðan klút og regnhlíf
í stíl, á leið í hraðpróf. Það var þó
ekki viljandi því nokkrum dögum
áður voru raðir öðruvísi og gengið
inn á mismunandi stöðum eftir því
hvort um var að ræða hraðpróf eða
PCR. Allavega, þar sem hún var
komin inn og fram hjá öllum fannst
henni svo vandræðalegt að snúa við
að hún fór bara inn. Hún sagðist
hafa gengið út með mikla rað-
skömm. Sem er líklega nýyrði, sam-
anber smitskömm. Ég held að við sem fáum Covid upplifum nefnilega öll
smá smitskömm. Ég lenti einmitt sjálf í því að fá blessaða veiruna og er
nýbúin í einangrun þegar þessi orð eru rituð, eldhress allan tímann. En
nokkrir vinnufélagar og nánasta fjölskylda lentu í sóttkví og urðu því að
dúsa inni í fimm daga. En svona er lífið og þessa dagana eru yfir tuttugu
þúsund manns annaðhvort í einangrun eða sóttkví og ekkert að fara að
fækka!
Blessunarlega er ómíkron það veikburða kvikindi að langflestir fara létt í
gegnum þetta. Nýjustu fréttir herma að fólk sé alls ekki að leggjast inn á
spítala þrátt fyrir þúsundir smita á dag. Í raun er pestin nú ekkert verri en
venjuleg flensa í versta falli. Það eru þá aðeins óbólusettir og allra við-
kvæmustu hópar sem eru í einhverri hættu.
Ég myndi vilja spyrja óbólusett fólk hvort það bólusetti börn sín við ýms-
um barnasjúkdómum, hvort það þæði bólusetningar þegar það færi til
framandi landa? Ef svarið er já, af hverju ekki núna?
Þetta fer í taugarnar á mér og kannski ætti bara að kalla svona fólk
bólusetningardólga!
Raðadólgur
með raðskömm
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Vinkona mín ein
mætti niður á Suður-
landsbraut og strunsaði
fram hjá 150 manns, ekk-
ert lítið áberandi með eld-
rauðan klút og regnhlíf í
stíl, á leið í hraðpróf.
Ásta María Þorsteinsdóttir
Nei, ég er grænmetisæta.
SPURNING
DAGSINS
Borðar þú
þorramat?
Fannar Eyjólfsson
Nei, mér finnst hann bara ekki
góður.
Hanna Björg Margrétardóttir
Nei, mér finnst hann vondur, nema
hangikjöt og harðfiskur.
Ágúst Jensson
Já, ég borða það allt saman.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Edda Pétursdóttir
Hrönn Marinósdóttir, Sóley Elíasdóttir og Karen Þór-
ólfsdóttir standa að baki saelar.is. Þar má finna fróðleik
um útivist en einnig er þar til sölu fatnaður. Á miðviku-
dag, 26. janúar, efna þær til samhlaups við Hvaleyrar-
vatn klukkan 17.30 og eru allir velkomnir.