Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022 Venjulega hækkar kólesterólgildi í blóði með aldrinum. Það er hægt að vinna g breyttu mataræði og hr Lipinorm A-800 er tilv fyrir aðrar lífsílsbreytin Lipinorm A-800 inniheldur mónakólín K úr rauðum ger hrísgrjónum (RYR), ólífur og þíamín (B1 vítamín Saman stuðlar þessi innihal að eðlilegri hjartastarfsemi. Stuðlar að viðhaldi eðlilegra 2 töflur á dag með vatnsg 90 töflur í pakka Normalt fedtindhold i blode og hjertefunktion Kombination af artiskok* röd gær-ris, oliven og thiamin** *Bidrager til at vedligeholde er normalt fedtindhold i blodet. **Bidrager til normal hjertefunktion. Fæst í verslun Lyfjavers og öðrum betri apótekum. LIPINORM A 800 V ikan hófst vel þegar Íslend- ingar fögnuðu því að hand- boltalandslið karla hefði unnið tvo leiki á Evrópumeist- aramótinu í Búdapest og með fullt hús stiga. Háskóli Íslands ákvað að verða við óskum stjórnvalda um að fleiri hjúkrunarfræðinemum á fyrsta ári yrði hleypt í gegnum samkeppn- ispróf í deildinni. Fimm fleiri komast þannig í gegnum klásus þar. Bólusetningar barna héldu áfram í vikunni, en jafnframt kom loksins að örvunarskammti fyrir þá sem hlutu bóluefnið Janssen. Fjármálaráðherra boðaði frumvarp um breytingu á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda, trygginga- gjald og viðspyrnustyrki, sem mið- ast við að styðja við fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir barðinu á sótt- varnaaðgerðum. Að sögn ferðaskrifstofa er Íslend- inga farið að þyrsta í utanferðir og sérstaklega sólina, eins og skilj- anlegt má vera í svartasta skamm- deginu. Mikið er um bókanir og þá fyrst og fremst um páskana. Fleiri þyrstir ef marka má deilu á Akureyri um hvort leyfa skuli áfeng- issölu í Hlíðarfjalli. Markmiðið er að skapa meiri stemmningu í brekk- unum og höfða frekar til ferðamanna með après-ski en áheyrnarfulltrúi vinstri grænna í bæjarstjórn telur það stríða gegn forvarnastefnu. Nóg fiskast af loðnu, sem nú er út af Langanesi, svo mikið raunar að vandræði hafa skapast við löndun. Alþingi kom saman á ný og hófst þinghaldið á sýnatöku og ámóta ritú- ölum. . . . Fundist hefur verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Hún fannst í hrútnum Gimsteini frá Þernunesi við Reyðarfjörð, í fyrsta sinn hér á landi. Þetta mun koma í veg fyrir að skera þurfi niður allan bústofninn vegna riðu. Sóttvarnalæknir játaði að forsendur fyrir frekari afléttingum með hlið- sjón af sérstöðu Ómíkron-afbrigð- isins væru til skoðunar. Ármann Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, tilkynnti að hann leitaði ekki endurkjörs í vor. Ekki stendur til að halda samræmd próf í grunnskólum í vor, en þau gengu brösuglega í fyrra. Sjálfstæðismenn vilja falla formlega frá þéttingu við Bústaðaveg og við Miklubraut og Háaleitisbraut. Borg- aryfirvöld lögðu áform við Bústaða- veg „til hliðar“ en sitja föst við sinn keip við Miklubraut. Festi reif skyggnið við bensínstöð sína við Ægisíðu, en til stendur að leggja hana niður og nýta lóðina und- ir fjölbýlishús. Guðmundur Ragnarsson, fv. for- maður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, ætlar að bjóða sig fram gegn núverandi formanni, Guðmundi Helga Þórarinssyni, á aðalfundi í vor. Guðmundur segir fjárreiður félagsins í ólestri. Mikill vöxtur hefur orðið í netversl- un í faraldrinum og hefur sú þróun teygst til æ fleiri gerða verslunar. Ís- land hefur til þessa verið nokkur eft- irbátur nágrannalanda að þessu leyti, þar sem heimsendingar og póstverslun eru mun algengari. Met halda áfram að falla á fast- eignamarkaði, bæði hvað varðar fjölda kaupsamninga og verð. Veru- leg umframeftirspurn birtist í því að 43,6% fasteigna fara á meira en ásett verð. Yfirskattanefnd komst að því að söluhagnaður af rafmyntinni bitcoin væri skattskyldur. Bjarni Haraldsson, kaupmaður á Sauðárkróki, lést 91 árs að aldri. . . . Íslendingar sigruðu heimamenn á Evrópumeistaramótinu í handbolta karla í Ungverjalandi. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur hafnaði því að taka fyrir tillögu sjálfstæðismanna um að formlega yrði fallið frá þéttingaráformum við Bústaðaveg, sem meirihlutinn segist þó sammála. Skógræktarhugsjón undanfarinnar aldar hefur náð þeim árangri að vax- andi áhugi er á skógarhöggi á Ís- landi. Það merkja menn af ásókn í námskeið þar sem kennt er á keðju- sagir og hvoru megin trésins sé rétt að standa þegar það er fellt. Staðan í leikskólum borgarinnar er sögð mjög alvarleg, en lítið hefur gengið að ráða fólk til starfa í þeim síðan í haust. Í fræðigrein um íslenska refinn kom fram að veiði á honum ræður litlu um fjölgun og fækkun í stofninum. Kristján Þór Magnússon, sveit- arstjóri í Norðurþingi, sækist ekki eftir endurkjöri. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að lögum, þar sem aldurs- takmörk eru sett á kaup á nikótín- vöru. Magnús Guðmundsson, marg- faldur Íslandsmeistari á skíðum og í golfi, lést í Bandaríkjunum 88 ára að aldri. . . . Orkuskortur vofir yfir Íslendingum, en mikil og vaxandi eftirspurn er eft- ir raforku, en vatnsstaða í miðl- unarlónum með minna móti og fram- leiðslugeta orkuvera skert af ýmsum ástæðum. Orkuskortur hefur verið frá því í haust og kann að hafa áhrif á orkuafhendingu til heimila áður en yfir lýkur. Það sló á gleði yfir velgengni íslenska karlalandsliðsins í handbolta að þrjú smit greindust í hópnum. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra fól í sér tilslakanir, svo sem að fólki í einangrun er nú leyft að fara úr húsi með takmörkunum þó. Reykjavíkurborg samdi við Festi, sem rekur N1, um að fyrirtækið fengi byggingarétt á bensínstöðv- arlóð við Ægisíðu, sem talinn er afar mikils virði. Lóðarleigan þar á að renna út eftir fimm ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafnaði því að þar ræddi um hátt í tvo milljarða króna, en verktakar eru á öðru máli. Framleidd voru 46.500 tonn af laxi á nýliðnu ári, sem er liðlega þriðj- ungsaukning frá árinu áður. Talið er að framleiðslan í ár verði enn meiri. Bæði fjárhagsstöðu og andlegri heilsu launafólks í ASÍ og BSRB hrakaði á liðnu ári. Um helmingurinn hafði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna vanefna. . . . Orkumálastjóri sagði of djúpt í árinni tekið að tala um yfirvofandi orku- skort, en samt hefur Landsvirkjun hækkað verð á skammtímamarkaði um helming og bæði Orkubú Vest- fjarða og RARIK búa sig undir að brenna milljónum lítra af olíu til raf- orkuframleiðslu. Íslendingar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Dönum á handboltamótinu í Búdapest, enda sex liðsmenn úr leik með veirupest. Bankasýsla ríkisins hefur lagt til að öll hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka sem eftir eru verði seld í áföngum á komandi tveimur árum. Mikil útbreiðsla kórónuveirusmita er í yngri aldurshópum, en á móti kemur að hlutfallslega þurfa miklu færri að leggjast á sjúkrahús. Það telur sóttvarnalæknir tilefni til þess að endurskoða aðgerðir. Blöndulínu 3 á að leggja um Kiða- skarð og áfram yfir Öxnadalsheiði. Ekki er gert ráð fyrir að hún verði að nokkru leyti lögð í jörð, en gamla lín- an verður rifin. Tónlistarskólakennarar samþykktu kjarasamning við sveitarfélögin með 72,5% atkvæða, sem er þveröfug nið- urstaða við það sem gerðist hjá grunnskólakennurum. Brotist var inn í bíl Reynis Trausta- sonar, ritstjóra Mannlífs, og flestu fémætu stolið auk lykla hans, sem síðan voru notaðir til þess að fara inn á ritstjórnarskrifstofurnar, þar sem ritstjórnarefni var eytt og móð- urtölvunni stolið. Með afriti tókst skjótt að koma vefnum í loftið aftur og aðsóknin sem aldrei fyrr. Orkuskortur og barátta Ekki vantaði spennuna og orkuna meðal Íslendinga á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Ungverjalandi, en á hinn bóg- inn vofir orkuskortur yfir heima á landinu eina, lítið vatn í lónum, aukin eftirspurn og raforkuverð í hraðaupphlaupi. Morgunblaðið/Sonja 16.1.-21.1. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.