Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Síða 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
G
uðjón Hafsteinn Guðmundsson
er í ræktinni þegar ég bjalla í
hann á þessum fallega janúar-
morgni. „Ég kem hingað fjór-
um sinnum í viku,“ útskýrir
hann. „Eitthvað verður maður að gera til að
halda sér í formi; ég er hættur að vinna og síð-
an er orðið svo lítið um kynlíf hjá mér. Ég er
orðinn 72 ára.“
Hann skellir upp úr.
Ég hef heimildir fyrir því að Guðjón sé með
hressari mönnum og þetta fyrsta svar lofar
strax góðu. Ég ámálga viðtal fyrir Sunnudags-
blað Morgunblaðsins og Guðjón er til í tuskið.
Hvenær viltu koma?
Daginn eftir sit ég í stofunni hjá honum í
Kópavoginum með kaffi í múmínálfabolla fyrir
framan mig. „Hvernig er kaffið, vinur?“ spyr
Guðjón. „Er það ekki í lagi?“
Jú, fínu lagi. Meira um það síðar.
„Þú verður að fyrirgefa mér en ég á ábyggi-
lega eftir að vaða úr einu í annað,“ segir hús-
ráðandi. „Ég er nefnilega með ADHD og allar
þær systur, nema hvað slíkar greiningar voru
auðvitað ekki til í gamla daga.“
Það er nú í góðu lagi, góðar sögur þarf ekki
endilega að segja í krónólógískri röð.
Í því ljósi er við hæfi að við hefjum spjallið á
ákveðnum endapunkti; þegar Guðjón hætti á
sjónum árið 1998, eftir tæplega 40 ár. Það
gerði hann ekki af fúsum og frjálsum vilja.
„Ég fékk yfir mig brotsjó sem tók hrygginn
á mér í sundur á þremur stöðum,“ byrjar
hann. „Ég var á Hoffellinu frá Reyðarfirði og
það sem er svo merkilegt er að við vorum ekki
úti á rúmsjó, heldur í Víkinni við Ólafsvík. Ald-
an kom aftan á skutinn og ég fékk hana á mig,
þar sem ég stóð á dekkinu. Ég steinlá og þegar
ég ætlaði að standa upp til að halda áfram að
vinna áttaði ég mig á því að ég fann ekki fyrir
löppunum. Sársaukinn var hins vegar ekki svo
mikill enda er ég með háan sársaukaþröskuld,
auk þess sem líkaminn hefur dofnað strax upp
við áfallið. Strákunum leist ekkert á blikuna og
skorðuðu mig af, eins og ber að gera við svona
aðstæður. Sem betur fer vorum við skammt
frá landi og hringt var á sjúkrabíl á Ólafsvík
sem ók í hendingskasti með mig á Akranes.
Þaðan var ég sendur beint til Reykjavíkur, þar
sem ég gekkst undir aðgerð. Ég var með með-
vitund allan þennan tíma.“
Fékk sýkingu í bakið
Aðgerðin heppnaðist vel en þrír boltar voru
settir í hrygginn á Guðjóni til að halda honum
saman. Þar með var hremmingum hans þó
hvergi nærri lokið. „Ég fékk sýkingu í bakið,
sem var hálfu verra. Það myndaðist stórt kýli
við hrygginn nálægt mænunni sem er alls ekki
gott. Komist sýking í hana getur maður lam-
ast. Læknarnir stungu á kýlið, þannig að
gröfturinn vall út. Hún Vallý mín var við það
að líða út af,“ rifjar Guðjón upp og á þar við
eiginkonu sína, Valgerði Ingu Hauksdóttur,
sem nú er látin.
Hann lá lengi á spítala en þegar hann komst
á fætur ætlaði Guðjón aftur á sjóinn. Engar
refjar. En læknirinn stöðvaði hann, sjó-
mennskunni væri lokið fyrir fullt og fast. „Ég
skil ekkert í því enda fannst mér ég miklu
betri en áður – með þrjá bolta í hryggnum.“
Hann glottir.
Þar með lýkur ekki frásögum af beinbrotum
og almennum óförum Guðjóns. Hann hefur
lengi lagt stund á hestamennsku og fyrir um
áratug varð hann fyrir alvarlegu slysi þegar
hann var í útreiðartúr í Víðidalnum. „Það var
alveg dæmalaus óheppni. Ég var bara á fetinu
í rólegheitum þegar bíll keyrði framhjá og
skaut steini upp í kviðinn á hestinum, sem
fældist að vonum og henti mér á steinsteyptan
rafmagnskassa. Þar fóru þrettán bein; rifbein,
viðbein og hvað þetta nú allt heitir.“
Aftur beið hans spítalavist og endurhæfing.
„Það er ekkert sjálfgefið að menn standi upp
eftir svona slys en ég hef alltaf verið í góðu
formi og líkamlega hraustur og það hjálpaði
mér án efa að ná fullri heilsu aftur.“
– Þú ert svolítill hrakfallabálkur? Eru þau
fleiri, slysin?
„Nei, ekkert í líkingu við þessi tvö. Ég datt
að vísu í tvígang niður úr stiga þegar ég var að
mála bjálkahúsið sem ég byggði og átti í
Brekkuhvarfinu hérna í Kópavogi – og rotaðist
í annað skiptið. Það á ekki af manni að ganga.“
Téð hús vakti mikla athygli á sínum tíma enda
bjálkahús fá hér um slóðir. Guðjón byggði sumsé
einbýlishús, bílskúr og hesthús á sömu lóðinni,
allt frístandandi. „Já, blessaður vertu. Þetta dró
marga að og suma daga komst ég varla að hús-
inu fyrir fólki sem komið var til að skoða.“
Hann glottir.
„Það var ótrúlegasta fólk sem sýndi þessu
áhuga; Tolli listamaður, Linda Pé, Íþróttaálf-
urinn og Örn Árnason leikari. Sá síðastnefndi
horfði í augun á mér og spurði hvort ég væri
auðkýfingur. Nei, svaraði ég. Ég er bara dug-
legur sjómaður. Eins og þú þekkir þá er hægt
að bera býsna vel úr býtum á sjó,“ segir Guð-
jón sem flutti inn í húsið skömmu áður en hann
þurfti að hætta á sjónum eftir slysið.
Timbrið flutti Guðjón inn frá Finnlandi, í
fjórum gámum. Lóðina hafði hann keypt af
Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni. „Þetta var
allt stimplað timbur enda langaði mig að
byggja kántrístæl. Oft er sagt að bjálkahús
henti ekki íslenskum aðstæðum og ég byrjaði á
því að henda einum og hálfum gámi af bjál-
kaull. Sá í hendi mér að hún myndi aldrei
halda íslensku veðri og vindum. Í staðinn
keypti ég danska þensluborða sem dugað hafa
fram á þennan dag – og munu gera áfram. Um-
boðsmaðurinn á Íslandi frétti af þessu, sem
varð til þess að forstjóri finnska fyrirtækisins
kom hingað í helgarferð við annan mann til að
kíkja á húsið. Það varð til þess að öll þessi hús
eru með þensluborðum í dag.“
– Þannig að þú hafðir varanleg áhrif á fram-
leiðslu Finnanna?
„Já, já. Það má segja það.“
Hann skellir upp úr.
„Ég skipti líka um allar hurðir. Þær komu
ekki með einum kíttistaumi og hefðu aldrei
haldið.“
Flugvél brotlenti í sjónum
Eins ótrúlega og það hljómar þá er slysið á
Hoffellinu ekki eftirminnilegasta atvikið sem
Guðjón lenti í á sjó; heldur þegar hann bjargaði
mannslífi úti fyrir Suðausturlandi árið 1984.
Þá var hann háseti á Vigra RE sem var á
heimleið eftir að hafa siglt með ferskfisk til
Bremerhaven. „Við vorum út af Hornafirði síð-
degis á sunnudegi þegar lítil flugvél brotlenti í
sjónum fyrir framan okkur. Sjálfur var ég sof-
„Ég fer bara og sæki hann!“
Guðjón Hafsteinn Guðmundsson háseti vann frækið björgunarafrek þegar hann dró bandarískan ferjuflugmann upp úr sjónum
árið 1984 úti fyrir Hornafirði. 14 árum síðar lauk sjómannsferli Guðjóns þegar alda gekk yfir skip hans og tók hrygginn á honum
í sundur á þremur stöðum. Hann komst aftur til heilsu og hefur unað hag sínum vel í landi. Með húmor og léttleika að vopni.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Ég steinlá og þegar ég ætl-
aði að standa upp til að
halda áfram að vinna áttaði
ég mig á því að ég fann ekki
fyrir löppunum.
Guðjón Hafsteinn Guðmunds-
son var bara 13 ára þegar hann
fór fyrst á sjó, sem messagutti á
Gullfossi. Án leyfis að heiman.