Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
andi en skipstjórinn, Snæbjörn Össurarson,
varð vitni að þessu. Um var að ræða bandarísk-
an ferjuflugmann sem var á leið til Íslands frá
Bandaríkjunum með millilendingu í Skotlandi.
Eitthvað hefur hann misreiknað sig því vélin
varð bensínlaus með þessum afleiðingum.“
Guðjón var ræstur, eins og aðrir sem voru í
koju, og þegar hann kom upp á dekk hafði
flugmanninum tekist að komast út úr vélinni.
Athygli vakti að hann var ekki í flotgalla, held-
ur bara í dúnúlpu. Hafði ekki komist í gallann
og varð fljótt þrekaður í sjónum. Menn réðu
ráðum sínum á dekkinu og öllum var ljóst að
engan tíma mátti missa. Það voru suðvestan
6-7 vindstig og svolítil alda.
„Maðurinn var svona 30-50 metra frá okkur
og ekki auðvelt að komast að honum, þar sem
skipið valt í öldunni. Hefðum við farið nær
hefði hann getað lent í soginu og farið í skrúf-
una. Við hentum niður kaðalstiga en engin leið
var fyrir flugmanninn að komast í hann. Ég
man að ég sagði við skipstjórann: Við erum að
missa manninn, við verðum að ná í hann!
„Hvernig?“ spurði hann á móti. Ég fer bara og
sæki hann!
Það varð úr. Spotti var festur í Guðjón, sem
stakk sér til sunds í svellköldum sjónum.
„Þetta gerðist allt mjög hratt en þegar ég var
búinn að stinga mér í sjóinn man ég eftir að
hafa hugsað með mér: Jæja, Gaui minn. Þú
hefur alltaf verið vitlaus en ég vissi ekki að þú
værir svona vitlaus!“
Hann brosir.
Þess má geta að hann var bara í skyrtu og
gallabuxum enda skipti hver sekúnda máli.
Guðjón komst til flugmannsins, sem þá var
orðinn rænulítill og þrotinn að kröftum enda
búinn að vera í alla vega 20 mínútur í sjónum.
Hann tók utan um manninn og skipverjar á
Vigra drógu þá í átt að skipinu. Heilmikill
veltingur var á skipinu og Guðjón marðist á
brjóstinu við atganginn þegar slaknaði á
spottanum. Þegar komið var að skipinu var
ekki nema hálfur sigur unninn; koma þurfti
flugmanninum um borð. Og þeim báðum.
„Þetta var alls ekki auðvelt en á endanum
náði ég að koma löppunum á manninum í
stigaleiðarann og þeir gátu kippt honum inn
fyrir borðstokkinn og síðan mér. Til allrar
hamingju var maðurinn frekar lítill og léttur;
ég veit ekki hvort ég hefði ráðið við eitthvert
tröll þarna. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun
til enda hefði ég misst takið á manninum.“
Strax var hlúð að flugmanninum á dekkinu og
síðan farið með hann niður í klefa í steypibað og
honum fengin ný og þurr föt. Hann hjarnaði
fljótt við og varð ekki meint af volkinu. Sjálfur
var Guðjón í mikilli geðshræringu þegar hann
var kominn um borð aftur. „Ég bara grét og
grét. Sjokkið var svo mikið. Bæði var það þessi
andlega og líkamlega þrekraun sem ég hafði
gengið í gegnum en ekki síður sú staðreynd að
mér hafði tekist að bjarga manninum. Hann
varð að vonum mjög þakklátur og skrifaði mér
bréf sem ég er því miður búinn að týna. Synd og
skömm. Flugmaðurinn hefur ábyggilega verið
um sextugt á þessum tíma og ég veit að hann er
látinn í dag. Hann hét Harry W. Rhule.“
Þeir tókust alveg á loft
– Hefurðu hugsað mikið um þessa mannbjörg
gegnum tíðina?
„Nei, merkilega lítið. Ég hef heldur ekki
verið nógu duglegur að tala um þetta. Ég átt-
aði mig á því þegar þetta barst fyrir tilviljun í
tal á síðasta ári þegar við Biggi æskuvinur
minn í Herrafataverslun Birgis og Sveinbjörn
vinur okkar sátum saman að spjalli. Þeir tók-
ust alveg á loft yfir þessu. „Hvers vegna hef-
urðu ekki sagt okkur frá þessu áður? Hvers
vegna hefurðu ekki fengið fálkaorðuna? Þú ert
alltof hógvær!“ Og þar fram eftir götunum.
Niðurstaðan varð sú að Biggi útnefndi mig
mann ársins hjá Herrafataverslun Birgis og
leysti mig út með forláta jakkafötum. Út frá
þessum viðbrögðum fór ég að velta því fyrir
mér hvort að þetta væri kannski eitthvað
meira og merkilega en ég hef haldið. Um það
verða aðrir að dæma. Í mínum huga er þetta
ósköp einfalt: Það var maður að deyja fyrir
framan nefið á mér og ég reyndi að bjarga
honum. Hver hefði ekki gert það?“
– Það er ekki víst að allir hefðu látið sig vaða
í sjóinn á skyrtu og gallabuxum!
„Það má vel vera. Ég hef alltaf verið frekar
kjarkaður. Og djarfur. Þó ekki beint til
kvenna.“
Hann hlær.
– Hvers vegna gerðist þú sjómaður?
„Það er nú saga að segja frá því. Þegar ég
var þrettán ára fór ég niður á höfn að kveðja vin
min, Kidda pikkaló, sem var ungþjónn á Gull-
fossi. Hann var ekki fyrr kominn um borð en
hann hrópaði: Gaui, það vantar messagutta!“
– Og þú bara skelltir þér með?
„Já, þetta var spennandi tækifæri.“
Hann hlær.
– Fórstu án þess að kveðja kóng eða prest?
„Já, það var enginn tími til þess. Þegar skip-
ið var farið úr höfn fékk ég að hringja í
mömmu, sem brá auðvitað í brún. „Hvað seg-
irðu, Gaui minn! Ertu á leiðinni til Kaup-
mannahafnar? Í Danmörku?“ Þegar hún áttaði
sig á því að ég væri ekki að grínast snög-
greiddist hún og heimtaði að skipinu yrði snúið
við og hótaði að kæra skipstjórann. Þetta var
auðvitað kolólöglegt. Mér tókst hins vegar að
tala hana til; lofaði bara að kaupa eitthvað fal-
legt handa henni í stofuna í Köben.“
– Hvað var þetta langur túr?
„Ætli hann hafi ekki verið tíu dagar. Við fór-
um líka til Edinborgar. Þetta var mikið ævin-
týri fyrir ungan mann sem aldrei hafði farið á
sjó. Áhöfnin tók mér líka ljómandi vel; ég man
að Óli Laufdal var þjónn þarna. Þannig hófst
sjómennska mín. Eftir skyldunámið fór ég
fyrst á síðutogarann Hauk frá Kletti og síðan á
Neptúnus með sama skipstjóra.“
35 árum eftir Gullfossævintýrið var Guðjón
kominn í land aftur, eftir hryggbrotið. „Ég
þurfti að finna mér eitthvað að gera og fór út í
sendibílaakstur í sex ár. Síðan gerðist ég
„reddari“ hjá Skugga ehf., við akstur og ann-
að. Síðasta verkefnið sem ég tók þátt í var að
byggja allt í kringum Ríkisútvarpið í Efstaleit-
inu. Ég hætti þar um áramótin fyrir rúmu ári.
Það passaði ágætlega enda vorum við að skila
af okkur og ég orðinn sjötugur.“
Hann segir þann aldur þó alls ekki eiga að
vera viðmið í þessu sambandi.
„Er ekki Davíð alltaf ritstjóri hjá ykkur?
Hann er aðeins eldri en ég.“
Jú, jú.
„Þannig á það auðvitað að vera. Vilji menn
vinna áfram eftir sjötugt eiga þeir að fá það.
Það kemur ekki nokkrum manni við nema
starfsmanninum sjálfum og vinnuveitanda
hans. Víða er misbrestur á þessu enda er Jap-
an eina landið í heiminum sem tekur reynslu
fram yfir menntun.“
– Var erfitt að hætta að vinna?
„Já, það reyndist mér erfitt, ég skal alveg
viðurkenna það. Maður vaknar á morgnana og
reynir að gera það með sóma. Síðan fer ég í
ræktina og sund og um hádegi byrja ég að
klóra mér í hausnum.“
Hann hlær.
„Nei, nei. Nú er ég að ýkja. Svona slæmt er
það ekki. Þetta hefur vanist ágætlega; maður
finnur sér alltaf eitthvað að gera. Ég les til
dæmis miklu meira en ég gerði, mest ævisög-
ur. Mikið ofboðslega er mikið til af þeim. Ég er
líka með einn hest eftir og hef alltaf jafngaman
af því að ríða út. Ætla að gera það núna á eftir
þegar við erum búnir að spjalla. Síðan veit ég
fátt skemmtilegra en að horfa á íþróttir í sjón-
varpinu.“
– Þú missir þá ekki af leik með strákunum
okkar á EM?
„Aldeilis ekki. Mikið sem þeir hafa kætt mig
– og þjóðina alla. Þetta eru þvílíkir snillingar
og sennilega besta lið sem við höfum átt.
Sóknarleikurinn hefur verið svakalegur á EM
og nú vantar okkur bara markmann og línu-
mann á heimsmælikvarða, þá eru okkur allir
vegir færir. Synd með þessi Covid-smit.“
– Varstu sjálfur í íþróttum?
„Heldur betur. Þú ert að tala við tvöfaldan
Íslandsmeistara í fótbolta, með fjórða flokki
Víkings. Það snerist allt um fótbolta á þessum
árum og margir góðir í hverfinu, eins og Helgi
Núma og Hemmi Gunn sem seinna fóru í
landsliðið. Skoruðu hvor sitt markið í 14:2-
leiknum fræga í Danmörku. Þeir voru rosalega
góðir og Hemmi gat gert allt við boltann nema
láta hann tala. Sjálfur hætti ég í boltanum þeg-
ar ég fór á sjóinn.“
Missti konuna úr krabbameini
Guðjón varð fyrir miklu áfalli þegar hann
missti Valgerði eiginkonu sína úr brjósta-
krabbameini árið 2013. Þau höfðu verið saman
í fjóra áratugi og eiga þrjú börn, Guðbjörgu
Rósu, Rakel Dögg og Rúnar.
„Vallý barðist hetjulega í átta ár en varð á
endanum að játa sig sigraða. Það var rosalega
erfitt enda getur maður ekkert gert, bara horft
á maka sinn þjást og vonað það besta. Maður
heldur að maður tækli þetta en gerir það ekki.
Svona alvarleg veikindi orkutæma mann alveg,
að sjá konuna sem maður elskar hverfa frá sér.“
Guðjón viðurkennir að hann hafi verið alveg
bugaður við fráfall Valgerðar. „Það sem ég lærði
er að maður verður að leyfa sér að syrgja. Ég er
af gamla skólanum, sjómaður í þokkabót, og
okkur var bara kennt að bíta á jaxlinn og gráta í
hljóði. Maður er alveg tómur eftir svona áfall og
það er svakalega erfitt að sofna og vakna einn.
Eigi ég að vera alveg heiðarlegur þá fór ég að-
eins of mikið út í brennivínið fyrst eftir að Vallý
dó en hægt og rólega tókst mér að vinna úr
þessu. Maður fær nefnilega engu breytt.“
Guðjón minnkaði við sig fyrir fimm árum;
seldi bjálkahúsið og færði sig um set í Kópa-
voginum. Býr þar með Sigríði Guðbjörgu
Helgu Kragh. „Það er yndisleg kona og við er-
um miklir vinir.“
– Þannig að lífið leikur aftur við þig í dag?
„Já, það er óhætt að segja það. Það væsir
ekki um mig.“
– Svo býrðu að ríkum húmor og léttri lund.
„Já, það spillir ábyggilega ekki fyrir. Maður
má ekki vera innilokaður í einhverju boxi.
Ekki veitir víst af á þessum síðustu og verstu
tímum; ég neita því ekki að veiran er farin að
ganga á léttleikann hjá manni. Fer þetta ekki
að verða gott af henni?“
Seiggðu!
Á leiðinni út spyr Guðjón hvenær viðtalið
muni birtast í Mogganum. Um helgina, svara
ég. „Nú, það er ekkert annað. Þú ert ekkert að
draga lappirnar. Ertu ofvirkur, eins og ég?
Mér fannst ég kannast við taktana?“
Ætli það sé ekki frekar kaffið; ég er orðinn
vel víraður eftir tvo bolla. Ég drekk nefnilega
aldrei kaffi. Nema hjá höfðingjum.
Birgi Georgssyni kaupmanni þótti löngu tímabært af verðlauna Guðjón fyrir björgunarafrekið og
útnefndi hann mann ársins á nýliðnu ári hjá Herrafataverslun Birgis. Leysti hann út með jakkafötum.
’
Ég man að ég sagði við Jón
skipstjóra: Við erum að missa
manninn, við verðum að sækja
hann! Hvernig? spurði Jón á
móti. Ég fer bara og sæki hann!“
„Ég finn það núna, að lífið er
alls ekki sjálfsagt. Ég var bara
heppinn. Röð atvika og réttra
viðbragða minna, aðstoð björg-
unarmanna og þá sérstaklega
hetjuskapur Guðjóns hjálpaðist
allt að við að bjarga mér,“ sagði
Harry W. Rhule í samtali við
Morgunblaðið 13. mars 1984,
tveimur dögum eftir slysið. „Ég
hef farið 40 ferðir yfir Atlants-
hafið og Kyrrahafið, aðeins fjór-
um sinnum á tveggja hreyfla
vél, og ekkert komið fyrir fyrr
en nú.“
Vélin sökk á um fimm mín-
útum, að sögn Rhules, eftir að
hann nauðlenti henni og þá var
það spurningin hvort honum ynnist tími til að ná björgunarbúningnum áður en vél-
in sykki. „Mér tókst það ekki og lagði áherzlu á að komast sem fyrst út úr vélinni
til að verða ekki fyrir stélinu þegar hún sykki. Ég var í sjónum í um hálfa klukku-
stund, reyndi bara að slappa af og fljóta og jakkinn minn reyndist mér nánast eins
og björgunarbelti og þótt mér væri orðið svolítið kalt og hefði fengið lost missti ég
aldrei vonina um björgun. Þegar maður er búinn að missa vonina er allt búið,“
sagði Rhule enn fremur.
Lífið alls ekki sjálfsagt
Bandaríski flugmaðurinn Harry W. Rhule þakkar
Guðjóni fyrir lífbjörgina árið 1984.
Morgunblaðið/Friðþjófur